Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 45
á SkarCi í Gunnar og spurCi hvort hann ætlaði ekki að dansa við hana. „Jú, næst þegar það er ekki alveg hópurinn að dansa við þig í einu,“ svaraði Gunnar og brosti en hann gleymdi lof- orðinu alveg og dansaði aldrei við hana Björgu litlu en oft við Sveinbjörgu. Svo þegar ballið var húið urðu þau þrjú samferða þvi hæirnir þeirra stóðu í röð i sveitinni. Gunnar var á honum Læknis-- Skjóna sem var einn bezti hestur- inn í sveitinni brúnn með hvít- nm flekkjum en Björg var á rauðum hesti kostagrip og Svein- björg á honum StóraBlakk sem var fljótur en dálítið brokkgeng- ur. StóriBlakkur var fljótur niður traðirnar frá Barnaskóla- húsinu og Gunnar ætlaði að liieypa á eftir honum en þá kom Björg á Boða og spurði: „Af- hverju vildirðu aldrei dansa við mig Gunnar.“ Gunnar var • búinn að gefá Skjónu lausann tauminn og varð nú að taka í við hann aftur til að þjóta ekki frá Björgu. Hann leit á þessa leikviniT sina og sá þunga og alvarlega ásökun í aug- um hennar þó liún brosti og sagði svolítið vandræðalega „Hvað hópnrinn var alltaf utan um þig Bjögga min, ég komst bara aldrei til þin.“ „Vist,“ sagði Björg. „Það var miklu minni hópur i kringum mig heldur en hana Sveinbu en samt varstu alltaf að dansa við hana en aldrei við mig.“ „Hvaða vitleysa Bjögga min,“ sagði Gunnar og varð allur rauð- ur eins og hárið á honum. „Sjáðu, þarna er Sveinba komin niður á grundina við skúlum sýna henni að Skjóna og Boði hafi alveg i fangi við þennan tréhest sem hún er á.“ Svo sló hann létt i Boða sem þeyttist áf stað niður traðirnar og hleypti svo Skjóna á eftir. Þau náðu Sveinbjörgu von bráðar þvi hún beið eftir þeim uppi við vað, heit og rjóð og einn hrúni lokkurinn hafði losnað undan skotthúfunni og lá niður á ennið. Hún var ör af reiðinni og hrjóst hennar geklc upp og nið- ur og þrýsti út i uþphlutinn. „Þetta eru nú meiri móbykkj- urnar sem þið eruð á“ sagði hún þegar þau komu til hennar hin tvö. „Bg hélt bara ég mundi ekki nenna að biða eftir ykkur." „Þú fórst svo geyst Sveimha min,“ sagði Gunnar. „Ég hélt bara við mundum aldrei ná þér nema þá kannski heima á Bakka en við ætlum bara ekki svo Iángt." „Nei þið ætlið náttúrlega að vera eftir i einhverri lautinni heillíahjúin," siagði Sveinbjörg striðnislega. „En við skulum nú verða að samferða henni að minnsta kosti og við skulum drífa okkur yfir vaðið.“ „Gunnar viltu stytta ofurlitið i fótafjölinni fyrir mig?“ spurði Björg. Gunnar snaraðist af baki og fór að stytta i fótafjölinni en götin á annarri ólinni voru ekki nógu mörg og hann varð að taka upp vasahnífinn sinn og bora með honum annað gat. „Uss ég er ekkert að bíða eftir drollinu í ykkur“ sagði Sveinbjörg og tólc í taumana á þeim Blakka svo hann prjónaði. „Hvað þetta er :alveg að verða búið Sveimba mín ■og þú verður okkur nú sam- ferða,“ sagði Gunnar um leið og hann stakk hnifnum aftur í vasa ;sinn. „Svona Bjögga mín nú ætti að vera i lagi með fótafjölina þina“ svo snaraðist hann á hak þeim skjótta sem þegar skeiðaði út á vaðið sem liann gjörþekkti svo gusaðist undan fótunum á honum. Björg kom strax á eftir á Boða en StóriBlakkur var eitt- hvað að snúast kringum sjálfan sig áður en hann kom á eftir. Eftir svolítinn sprett tók Gunn- ar í taumana á þeim skjótta og Björg var óðara komin upp að hliðinni á honum á þéim rauða. Sveinbjörg hélt þeim blakka rétt fyrir aftan þau. Þau voru eitt- hvað að masa og Gunnar stöðv- aði hest sinn og hélt svo áfram ■samsíða henni. Björg hægði lika . á sér þangað til þau voru öll orðin samsiða og Gunnar i'miðj- unni. Þá sagði Sveinbjörg : „Nú ætla ég að fara i hanst i slcóla fyrir sunnan og læra dönsku og reikning." „Nei það var gaman Sveinba mín sagði Gunnar „því ég ætla nefnilega lika suður í haust þvi ég ætla að verða prestur." „Hvað ætlar þú að gera Bjögga min getur þú ekki komið í skóla lika?“ spurði Sveinbjörg. „Jú,“ sagði Bjögga. „Bg ’ ætla lílca að fara i skóla fyrir sunn- an. Kvennaskólann.", 10. KAFLI Þormar á Skarði heim- sækir Guðmar á Bakka Um mitt sumarið kom hann Þormar á Skarði bróðir hcnn- ar frú Jónhildar á Bakka i heim sókn að Bakka og hitti þau bæði upp í Suðurhúsinu systur sina og mág. LTann var eitthvað svo vandræðalegur með sig og sneri upp á húfuna sina og það var eins og hann ætlaði varla að geta sagt nokkurn skapaðan hlut. Svo stundi hann upp erindinu þegar frú Jónhildur kom með rjúkandi kaffið og renndi þvi í bollana. „Það var nefnilega svoleiðis að hún Björg mín fékk allt i einu þá flugu i kollinn i vor að fara i kvennaskóla fyrir sunnan og henni er ekki úr að aka með það að hún skal suður hvað sem það kostar og ég á Bara engin tök á að senda hana eins og er fyrr en hin börnin komast meira á Framhald á bls. 48. CERNITIH snyrtivörur CERNITIN vakti þegar í upp- hafi mikla athygli. I fyrsta skipti hafði hinum furðulega fjölþættu líf- og hollustuefn- um úr frjósemi blóma verið blandað í krém. — Nýr kapi- tuli hófst í órþúsundalangri sögu-snyrti- og fegrunarefna. Og sjálfsagt streyma hlýjar hugsanir og þakkir frá kon- um um allan heim til Svía, sem eiga heiðurinn. Þessar viðurkenndu og eftirsóttu fegrunarvörur eru nú að hefja göngu sína á íslenzkum markaði, beinlínis eftir óskum margra, er til þeirra þekkja. CERNITIN-dagkrém drekkur húðin í sig. Verndar eðlilegan raka húð- arinnar. Agætt undir púður. CERNITIN-næturkrem hefur djúpvirk áhrif á húðina. Styrkir þreytta og slappa húð. Vinnur gegn hrukkum. CERNITIN-Allroundkrém verndar húðina gegn veðri og vindi. Agætt öllum, sem stunda útilíf og sport. Allround og dagkrém er einnig notað á hendur og fætur. CERNITIN-andlitsvatn hreinsar — án þess að ræna húðina eðlilegri fitu og raka. CERNITIN-hreinsikrém er milt, en hreinsar betur en vatn og sápa. Oll stuðla þessi efni að þv( að viðhalda og endurvinna fegurð húð- arinnar. Ekki hefur unnizt tími til að fjalla frekar um sölustaði. En CERNITIN verður eingöngu selt í sérverzlunum og lyfjabúðum. Elmaro Sími 23444 - Pósthólf 885. Hverfisgötu 18 — Simi 11632 VIKAN U. (bL 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.