Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 33
GLÆSILEGT SÓFASETT með þriggja og fjögurra sæta sófum. 5 ára ábyrgS. Eins og tveggja manna svefnsófar, FALLEGUR | svefnbekkir, svefnstólar, vegghúsgögn TRAUSTU R ^ og fleira. TilvaNn'fpfminoal! / Þaö fylgir 5 ára ábyrgðarskírteini airif / ' ölium bólstruðum húsgögnum Verð 1785.08 jjjJj| * frá okkur. ^ P : Klæðum og gerum upp bólstruð húsgögn. I S \ \ alllUSQÖan SkolavörSustíg I \ ýmist tvær og tvær eða í hring. Þær bölvuðu og rögnuðu og við- höfðu yfirleit orðbragð sem var fátítt meðal kvenna, stóðu gleið- ar eins og karlmenn og teygðu sig. Svo heimtuðu þær meira vín, hrópuðu hærra og dönsuðu hraðar. Þær reyktu líka, síga- rettur og vindla, þótt þær ætluðu alveg að kafna af reyknum. — Ó, hvað þetta er gott, sögðu þær, — þetta er lífið.......Svo hlóu þær, en það var tómahljóð í þeim hlátri. Það var þegar þær voru á þessu stigi að Róbert kom að torginu. Hann nam staðar við húshorn og virti fyrir sér þessa furðulegu sjón. —- Sjáið þið, hrópaði ein kon- an. — Sjáið þið, þarna er karl- maður! Róbert var mjög hár og grann- ur, og þott húð hans væri orðin bökuð af sól og vindi, og litar- háttur hans ekki ólíkur eyja- skeggja, var hann samt auðþekkt- ur. — Þetta er útlendingurinn, sagði önnur. — Hann er ekki talinn með......... Róbert var hæglátur miðaldra maður, og frekar feiminn við konur. Hann gaf aldrei stúlkun- um auga, virtist varla sjá þær, þótt þær væru að gera sig til fyrir framan hann. Hann gerði ekki einu sinni að gamni sínu við húsmæðurnar. Hann hefði vel getað hugsað sér að fá fréttir og allskonar sögusagnir frá ömmun- um og gömlu skorpnu frænkun- um, en einhvernveginn kom hann sér ekki til þess. — En hann er samt sem áður karlmaður, hrópaði feit kona og þurrkaði vínið framan úr sér með handarbakinu. — Og hann er að flækjast hér á torginu á þessum degi. Það er móðgun! Þær horfðu allar á hann og honum fór að líða illa. Hægt og hægt hreyfðu þær sig í óttina til hans. Margar voru hlæjandi enn- þá, rjóðar og heitar af víndrykkj- unni. Þær nálguðust óðum. Róbert fannst hann vera eins og maístöng, sem reist var á markaðstorginu heima, í ung- dæmi hans. Þessi maí-stöng hafði honum alltaf fundizt svo löng og nakin, — einmanaleg innan um alla silkiborðana. Nú fannst honum hann vera eins, og að það væri aðeins andartak þangað til að hann væri alger- lega bundinn og hefði ekki nokkra von um undankomu. Þá tók hann til fótanna og hljóp. Hann hafði verið á eilíf- um flótta undan kvenfólki allt sitt líf, flótta frá mislitum silki- böndum og mjúkum, en græðg- islegum höndum. En hann hljóp hraðar nú en nokkru sinni fyrr, og hann linnti ekki sprettinum fyrr en hann var kominn heim til sín. Hann skellti aftur hurð- inni og hallaði bakinu að henni. Hann hafði hjartslátt og skalf, svo varð honum flökurt og hann hljóp inn í herbergi og kastaði upp í skál, sem hann fann. Eftir að myrkrið skall á varð kyrrð í þorpinu. Róbert fór upp á loft og horfði út um opinn gluggann. Ljósin voru slökkt og hávaðinn á torginu þagnaður. Hann sá konurnar á heimleið. Þær gengu í hópum og leiddust UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami lcikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa cinhvers staðar í blaðinu og heitir gððutn verðlaunum'handa þcim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin cru stór kon- fektkassl, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgœtisgcrð- in Nói. Nafn^ ilelmill Örkin cr á bls. Síðast cr dre'gið var hlaut verðlaunln: Gestur Sæmundsson Stóragerði 24. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 13. tbl. VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.