Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 37
vandræðum. Gat Það verið, að hún væri ekki eins og hinar, og að minn- ingin, sem fólst djúpt í huga hans um hina litlu „barónessu sorgarklæð- anna“ væri ekki aðeins dauf eftirlíking. 1 hálfrökkrinu, har sem tunglskinið kepptist við bjarmann frá kyndl- inum, blöstu við honum hvítar axlir með rákir eftir svipuna, grannur fíngerður háls, enni sem var þrýst upp að veggnum á sama hátt og enni iðrandi barns, og þessi sjón kveikti í honum ákafa og óvenjulega þrá, öðruvísi en nokkru kona hafði áður kveikt í honum. Þetta var ekki aðeins blind villidýrsástríða. Þetta var eitthvað dularfullt, næstum fallegt og blítt. Andstuttur fleygði hann svipunni burtu, reif svo af sér treyjuna og hárkolluna. Angelique brá, þegar hún sá hann allt í einu hálfklæddan og af- vopnaðan standa þráðbeinan eins og erkiengil í myrkrinu með stutt- klippt ljóst hárið, knipplingaskyrtuna opna yfir sléttu, hvítu brjóstinu, og handleggina útrétta í óvissri hreyfingu. Hann kom til hennar, greip hana og gróf munninn klunnalega í sára hálsrót hennar, einmitt þar sem hún sárfann til ennþá, eftir árás hans í bátnum. Nú var röðin komin að henni að finna til beiskrar reiði. Og þótt hún væri nógu sanngjörn til að viðurkenna, að hún hafði farið illa með frænda sinn, var hún of stolt til að geta komizt í atlota- stemmingu eftir það, sem hann hafði gert henni nú. Hún sleit sig lausa úr höndum hins nýja eiginmanns: — Ö, nei! Ekkert svona! Þegar Philippe heyrði þessa upphrópun, varð hann vitstola á ný. Hann steig eitt skref aftur á bak, kreppti hnefann og greiddi Angelique rokna högg í andlitið. Hún snerist á hæli, greip svo með báðum höndum um skyrtuna hans og lamdi honum upp við vegginn. Eitt andartak var hann dasaður. I sjálfsvörninni hafði hún gripið til bragðs, sem var mikið notað af þeim konum, sem tíðastir gestir voru á kránum, þegar þær þurftu að eiga við drukkna menn. Hann hafði aldrei séð aðalborna konu verja sig á þennan hátt. Hon- um fannst það bæði hlægilegt og ergilegt. Imyndaði hún sér að hann myndi láta undan? Hann beit á jaxlinn og allt í einu kastaði hann sér áfram, greip um háls hennar og sló höfði hennar grimmilega við vegginn. Angelique missti meðvitund til hálfs af högginu og rann í gólfið. Hún barðist við að halda meðvitundinni. Nú vissi hún eitt fyrir víst: Það var Philippe, sem hafði gengið fram fyrir skjöldu í kránni Rauðu grimunni til að nauðga henni. Þungi líkama hans þrýsti henni niður i ískalt steingólfið. Henni leið eins og fórnarlambi brjálaðs villidýrs, villidýrs, sem eftir að hafa sleppt henni, lúbarði hana linnulaust og grimmilega. Hún fann til ómennskrar þjáningar í bakinu.... eingin kona gat afborið þetta án þess að deyja .... hann myndi lemstra hana, eyða henni....! Að lokum þoldi hún þetta ekki lengur og rak upp hjartaskerandi vein: Miskunn, Philippe, Miskunn....! Hann hafði svarað með hálfkæfðu sigurhrópi. Að lokum æpti hún. Að lokum fann hann þá einu nautn, sem gat fullnægt honum, hina djöfullegu gleði af því að þrýsta sér upp að fórnarlambi, sem var stirðnað af þjáningu, skelfingu lostið og grátbiðjandi. Fýsn hans, örvuð af hatrinu, streymdu um hvern vöðva og hverja taug og hann varð stífur eins og keyri. Þegar hann sleppti henni að lokum, var hún næstum meðvitundar- laus. Hann starði á hana, þar sem hún lá á gólfinu. Hún stundi ekki meir, en barðist við að ná meðvitundinni. Það fóru nokkrir kippir um likama hennar, eins og lítils, særðs fugls. Loks opnaði hún augun. Hann snerti við henni með tánni á öðrum fætinum og sagði hörkulega: — Jæja, eruð þér ánægð? Góða nótt, Madame la Marquise du Plessis. Hún heyrði hann ganga burt og reka sig á húsgögnin, svo skellti hann dyrunum. Langa lengi lá hún á gólfinu, þrátt fyrir kuldann, sem læsti sig um hana. Hún var djúpt særð og í hálsi hennar myndaðist barnaleg þörf til að gráta. Þvert ofan í vilja hennar kom aftur fram í huga hennar minn- ingin um fyrra hjónabandið undir himni Toulouse. Hún sá sjálfa sig liggjandi, létta í skapi með þunga limi af þreytu, sem hún hafði kynnzt í fyrsta sinn. Joffrey de Peyrac hallaði sér yfir rúmið. — Vesalings, litla, særða dýrið! hafði hann sagt. En í rödd hans var engin meðaumkvun og allt I einu byrjaði hann að hlægja sigri hrósandi fagnaðarhlátri þess manns, sem er fyrstur til að setja innsigli sitt á líkama þeirrar konu, sem hann elskar. Þessvegna elska ég hann, hafði hún hugsað þá, vegna þess, að hann er maðurinn ódauðlegi. Hverju máli skiptir skaddað andlit hans? Hann hefur orkuna og gáfurnar, hann hefur karlmennskuna, hann hefur allt, sem þarf til að gera manninn að því sem hann á að vera, höfuði sköp- unarverksins, æðstu veru jarðarinnar.... Og Þetta var maðurinn, sem hún hafði tapað, nú öðru sinni! Því hún fann með sjálfri sér, að andi Joffrey de Peyrac var að yfirgefa hana. Hafði hún ekki einmitt verið honum ótrú? Hún tók að hugsa um dauðann og litlu tjörnina undir vatnaliljunum. Þá minntist hún þess sem Desgrez hafði sagt við hana: — Forðist að hræra upp i ösku hins liðna.... þvi hvenær sem þér rifjið það upp mun yður langa til að deyja.... og ég verð ekki alltaf við hendina.... Svo, vegna Desgrez, vegnar vinar hennar lögreglumannsins, ýtti Marquise des Anges enn til hliðar örvæntingarfullum hugsunum sínum. Hún vildi ekki valda Desgrez vonbrigðum. Hún settist upp, dróst til dyra, rak slagbrandana fyrir og lét svo fall- ast niður í rúmið. Það var betra að reyna að hugsa ekki. Þar að auki hafði Molines varað hana við: Það getur verið að þér tapið fyrstu lotu << Hún fann æðasláttinn við gagnaugun, að hún hafði hita, og hún vissi ekki, hvernig hún átti að lina þjáningarnar, sem hún hafði um allan likamann. DRONNINGHOLM SULTA STENDUR ALGERLEGA JAFNFÆTIS BEZTU HEIMALAGAÐRI SULTU — HIÐ HREINA BRAGÐ ÁVAXTANNA HELZT ÓSKERT — ÞVÍ HÚN ER SULTUÐ MEÐ NÝRRI AÐFERÐ TEGUNDIR SULTA MEÐ HREINU BRAGÐI UTVALDRA BERJA! HINDBERJA SULTA DRONNINGHOLM SULTA ER JARÐARBERJA SULTA LUKSUSVARA í SKEMMTILEGUM UMBÚÐUM APPELSÍNU SULTA APRÍKÓSU SULTA SULTUÐ JARÐARBER SULTUÐ SÓLBER SULTUÐ TÍTUBER SULTUÐ KIRSUBER 1 tunglskininu sá hún ljósan skugga. Rennusteinsskáldið með ydd- VIKAN 13. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.