Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 34
mactur KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR syngjandi og masandi. Svo hurfu þær, ein og ein inn í húsagarða. Brátt ríkti algerð kyrrð og þorp- ið virtist í fasta svefni. Róbert fór niður í stofuna, þar sem hann var vanur að sitja við vinnu sína. Hann sá hana ekki strax. Það var dimmt og glætan frá olíu- lampanum kastaði daufri birtu um herbergið. Hún stóð með bak- ið að dyrunum. — Hvað vilt þú, spurði hann, — um þetta leyti nætur? Hún gekk yfir gólfið, að arn- inum. — Hvað hefir þú borðað í dag? — Ég fékk mér kaffi, — brauð og ávexti....... Hún leit í kringum sig, sá óreiðuna í herberginu og matar- leifarnar á borðinu. — Hefirðu sópað herbergið? Rödd hennar var hrjúf og hörku- leg. — Eða búið um rúmið þitt og gefið skepnunum? Eldsnöggt stökk hún til hans og sló hann á munninn með handarbakinu. Hann fölnaði af reiði og merkið eftir hönd hennar sást vel á andliti hans. Hún lyfti höndinni aftur til höggs, en hann greip um úlnlið hennar og hélt henni fastri. -—■ Slepptu mér, sagði hún. Ró- bert starði á andlit hennar, sem var komið þétt upp að honum, svo að hann fann vínyktina af henni. — Slepptu hönd minni, sagði hún aftur. — Það er venja þenn- an dag að enginn karlmaður má nota styrkleika sinn, hvorki til að slá eða verja sig . . . . Róbert sleppti henni og þá sló hún hann aftur á munninn. — Nú skal ég búa til kaffi handa þér, sagði hún. Svo gekk hún að arninum, bætti sprekum á eldinn og beið þar til farið var að skíðloga. Birtan frá eld- inum lýsti upp stofuna og and- lit Róberts, sem var náfölt af reiði. Þau horfðust í augu, en það var ekki vingjarnlegt augnaráð, líkast því sem þau væru á verði. — Hversvegna erut kölluð „Sú sorgmædda“? spurði hann. — Hann dó, sagði hún, — eftir tveggja ára hjónaband. f dag eru liðin níu ár síðan...... — Giftist þú ekki aftur? Hún hristi höfuðið. Kaffið sauð, og hún helti í bolla og rétti honum. Hann var særður á vörunum eftir höggið og hann sveið þegar hann saup á kaffinu. Hún lyfti höndinni og strauk um munn hans. Hann hörfaði undan og greip aftur um úlnlið hennar. — Nei, sagði hún, — hvorki slá eða verja sig....... Hann kreppti hnefana og reyndi að stjaka henni frá sér. Hún strauk varir hans og vanga með fingurgómunum. Hendur hennar voru sterkar og ákveðn- ar og snertingin mjúk. Hann varð róegri og horfði í dökk augu hennar, sem voru komin ískyggilega nálægt. — Hvernig dó hann? spurði hann. — Hann var drukkinn. Hann féll fram af klettunum, niður í sjóinn og drukknaði .... — Það var sorglegt... Hún sneri sér við, gekk að borðinu þar sem lampinn stóð og slökkti á honum. Glæðumar frá arninum voru nú eina birtan í herberginu. — Þú skalt ekki taka það há- tíðlega, sagði hún, —- vegna þess að það var ég sem drap hann . . . Skuggi hennar á veggnum stækk- aði um leið og hún nálgaðist hann. Hún tók af sér höfuðklútinn og hélt honum milli útréttra handanna, og í skininu frá eld- inum var þetta einna líkast vængjum á stórum fugli. — Hvernig gat það verið að þú hafir drepið hann, þar sem hann datt fram af klettunum? — Ég hrinti honum. Ég hrinti honum þegar að hann var dauða- drukkinn......... — En hvers vegna? spurði Ró- bert. — Vegna þess að hann var fylliraftur, og vegna þess að hann gat ekki gefið mér barn .... Hún kom í áttina til hans, með höfuðklútinn strekktan á milli handanna, smeygði klútnum yf- ir höfuð hans og dró hann nið- ur bakið, þangað til hún hélt honum föstum við mittið. í fjarlægð heyrði hann í skips- flautu, sífellt flaut, vegna þok- unnar í Eyjahafinu. Og hann reyndi að einbeita huganum að þessu hljóði, en klúturinn dró hann alltaf fastar að konunni, móti vilja hans. Smátt og smátt hætti hann að heyra í þokulúðrinum og heili hans dofnaði, eins og af vín- drykkju. Eina hljóðið sem heyrð- ist var hjartsláttur, einhver framandi hjartsláttur, sem hann kannaðist ekkert við, það gat ekki verið hans eigin hjarta. Þá heyrðist brak í eldinum. Sprekin voru brunnin og hrundu saman. Síðasti loginn myndaði skugga á veggnum, líkast því að leikbrúður væru að dansa, en hættu svo allt í einu. Það varð algert myrkur í litlu stofunni. VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.