Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 10
Hér birtist bréf frá xrngri húsfreyju í sveit á Norðurlandi. Þetta er óður einyrkjakonunnar á íslandi anno 1965. Vikan birtir þetta bréf vegna þess að það bregður ljósi á það hvað lífskjör fólks á voru landi eru misjöfn, enda þótt allir hafi til fæðis og klæða. Þetta bréf lýsir lífskjörum ungra einyrkjahjóna. Kannske eru það ekki venjuleg lífskjör í sveitum en alltof algeng samt. Einyrkj- inn á enga frjálsa stund. Hann getur ekkert leyft sér því afrakstur búsins fer allur í kostnað við búreksturinn. Það hefur aðeins verið keypt eitt borð í búskapartíðinni. Unga konan kvartar yfir því, að bóndi hennar verði að leggja á sig óhóf- lega vinnu ALLA daga ársins. Og vegna þess að unga konan spyr, hversvegna þau fái ekki tóm- stundir eins og annað fólk, þá væri ekki úr vegi að spyrja, hvort vinnuhagræðing bóndans sé ekki eitthvað gölluð. Það er alkunnugt, að vinnutími við gegningar að vetrarlagi getur orðið stuttur, jafnvel þótt um einn mann sé að ræða og vísitölu- bú. Jafnvel slátturinn útheimtir ekki lengur lang- an vinnutíma. Það er helzt á vorin og haustin, að annir krefjast langs vinnudags af hendi bónd- ans. Hún spyr líka, hvort hún mundi gera þjóð- inni meira gagn með því að flytjast í kaupstað. Því svörum við neitandi. En það er alkunnugt, að bændur og sveitafólk geta lítið veitt sér af því sem þykir sjálfsagt og eðilegt í kaupstöðum og það er ófært. Stjómarvöld landsins geta ekki bú- izt við því að nokkur maður vilji ílendast við land- búnað meðan ekki er hægt að bera álíka mikið úr býtum við þau störf sem ýmis önnur. Og vegna þess að landbúnaður er þjóðarnauðsyn og landbún- aðarstörfin oft erfið, þá sýnist jafnvel eðlilegt að menn ættu að bera heldur meira úr býtum þar en við önnur misjafnlega nauðsynleg þjónustu- og milliliðastörf. Aurarnir okkar eru steyptir og lifandi og gróa á jöröinni allt í kringum okkur. Allt sem maðurinn minn hefur unnið fyrir um dagana liggur í þessu. Allan liðlangan daginn er maðurinn minn úti að vinna og ég sé hann ekki nema á máltíðum. Það kemur enginn til okkar, ég er vinalaus manneskja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.