Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 24
Leikarar og annað starfsfólk á sviðinu við æfingar. Höfundur leiksins, Guðmundur Steinsson og kona hans Krist- björg Kjeld, lagfæra einn „her- manninn“ á sviðinu. Gríma í Tjarnarbæ Frelsisást og svolítiö eiokaframtak sem auðvilað styrkir lýðræðlð og lamar övinina Ó. Sælan þjóðernismálaráðherra (Flosi Ólafsson) og Friendship hershöfðingi (Leifur Ivarsson) takast í hendur að ræðuhöldum loknum. Margrét Guðmundsdóttir og Jóh. Pálsson Ieika elskenduma. Leikfélagið Gríma hefur und- anfarið sýnt leikritið Fósturmold eftir Guðmund Steinsson. Leik- ritið var sýnt í Tjarnarbæ, og var aðsókn góð. Leikurinn fjallar um ástands- mál í einhverju landi, þar sem erlent herlið hefur herstöðvar. Brugðið er upp ýmsum skyndi- myndum af samskiptum lands- manna og herliðsins, en sam- felldur þráður er í atburðarás- inni. Þrátt fyrir alvöruna og ádeil- una, sem undir býr í leiknum, er hann léttur á yfirborðinu og bregður víða fyrir glensi. Áhorf- andinn kannast oft mæta vel við persónurnar sem skopstældar eru á sviðinu og þá manngerð, sem þær lýsa. Yfirborðsmennskan glansar á þjóðernismálaráðherr- anum Ó. Sælan, kunningja hans Friendship hershöfðingja og full- trúa Ó. Sælans. Vinnubrögðin hjá ' starfsmönnum setuliðsins könnuðust vafalaust margir við, smyglið og bísnessáhugann hjá þeim, sem komust í feitt í sam- bandi við það. Tveir stuttir söngvar eru í leiknum, sem létta stemminguna og veita skemmtilega tilbreytni. Tveir ungir gítarleikarar leika skemmtilega undir. „Fósturmold" er eftir Guð- mund Steinsson, sem jafnframt hefur leikstjórn á hendi ásamt Pálsson, Eringur Gíslason og' rænna, enda þótt það sé saman skeytt úr nokkrum aðskiljanleg- um svipmyndum. Það er greini- legt, að höfundurinn hefur við- bjóð á hermennsku og þeirri sýndarmennsku lítilla karla, sem alltaf þykjast hafa hugsjónir, föð- urlandsást og lýðræði í hávegum, en hafa í rauninni áhuga á því einu að mata eigin krók. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er Fósturmold eitt skemmtilegasta leikritið, sem hefur sézt hér í vetur og má af því ráða, að Guð- mundur sé vaxandi maður í Ieik- ritun og megi jáfnvel vænta stór- afreka af honum. Söngur bísnessmannanna. (Jóh. Guðjón Ingi Sigurðsson). eiginkonu sinni, Kristbjörgu Kjeld leikkonu. Leiktjöldin gerði Jón Gunnar Árnason. Aðalhlutverkin leika Leifur ívarsson, Jóhann Pálsson, Flosi Ólafsson, Erlingur Gíslason og Margrét Guðmundsdóttir. Guðmundur Steinsson hefur í vetur haslað sér völl sem einn mikilvirkasti leikritahöfundur okkar. Þjóðleikhúsið sýndi For- setaefnið, þar sem Guðmundur hefur stjórnmálabaráttu nútím- ans að yrkisefni og hæddist ó- spart að ýmsum alkunnum að- ferðum. Fósturmold virðist að mörgu leyti betra verk og leik- 24 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.