Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 44
Hvinur í stráum Framhald af bls. 17. Gunnar á Skálum, setn var allra laglegasti drengur þó hann væri rauÖhærður. Einu sinni eitt kvöldið voriö sem þau áttu öll af fermast sagöi Guömar viÖ konu sína meðan hún hellti upp á kvöldsopann handa þeim: „Mig langar eigin- lega að hugnast honum Gunnari litla garminum á Skálum eitt- hvað stráinu fyrir fermínguna úr því hann Gúðmúnd fór svona að við hana Siggu litlu.“ „Og ætli blessaður læknírinn sjái ekki fyrir þvi,“ sagði frú Jónhildur. „Hvað ætli þú þurfir að skifta þér af stráknum?1 „Onei, eiginlega þarf ég það nú ekki. Mér bara svona datt þetta nú í hug því hann Gunn- ar litli og hún Sveinbjörg okkar eru drjúg að leika sér saman.“ „Það kynni þó ekki að vera, að hann Gunnar litli standi þér eitthvað nær?“ „Og hvernig ætti það sosum að vera?“ „Það er ekki einleikið hvað þið eruð líkir á hárið. Það er bara svo að fólk er jafnvel eitthvað að stinga sér saman með það að þið séuð ekki ósvipaðir i framan líka.“ 14 VXKAN U. «bL „Ja hérna hvað fólkið getur fundið sér til,‘ sagði Guðmar og seildist í baukinn sinn, „Það er þá kanhski ekki vert að ég sé að gefa kvölinní neitt/ „Nú það er eins og þú vitir eitthvað upp á þig sem ekki má spyrjast,“ sagði frú Jónhildur léttilega en Guðmar, sem þekkti konu sína vel heyrði einhvern- þungan undirtón ofan í lienni og gaut til hennar augunum. „Viltu rétta mér melisinn, væna min,“ sagði Guðmar. „Ég spurði þig hreint út hér um árið þegar hann var nýfædd- ur hvort þú ættir einhvern þátt i honum,“ sagði frú Jónhildur og var nú orðin gustmikil „en þú gazt ekki svarað mér nema bara út úr, en nú vil ég þú svar- ir mér beint,“ sagði frú Jónhild- ur um leið og hún slengdi mola- sykurkarinu á borðið. „Og það er nú kannski hægt að segja bæði já og nei,“ svaraði Guðmar eftir stundarkorn. „Það er nú svona eiginlega eftir því hvernig á það er litið. Nei, það er varla orð á því gerandi." „Er hann sonur þinn eða er hann ekki sonur þinn?“ „Og það er nú svona undir ýmsu komið,“ sagði Guðmar. „Ef að ég hefði ekki átt þig og hann Gúðmúnd hefði ekki átt hana Siggu þarna um árið þá hefði ég nú likast til átt strák- greyið/ „Og ætli ég sé ekki farin að þekki þig og víti hvað svona vífi- lengjur þýða. En það get ég sagt þér, Guðmar, að ég hef alltaf vit- að að hann Gunnar litli á Skál- um er sonur þinn en mér var svo nákvæmlega sama þá, að ég var bara ekkert að ragast í því. En mér finnst eiginlega lítil- mótlegt af þér að þora ekki að kannast við það fyrir konunni þinni þegar hún spyr þig hreint út heldur en vera með einhverja útúrsnúninga. Og ég veit meira að segja hvenær það gerðist þarna um haustið þegar þú varst á leiðinni heim úr réttunum. En þú skalt ekki halda það, Guð- mar minn að ég ætli að fara að gera eitthvað veður útaf þessu ellegar að erfa þetta við þig þvi ég var víst ekki svo góð við þig þegar þú varst að hírast þarna undir vestri súðinni uppi í norð- urhúsinu i meira en ár. En það gefur kjaftakindunum hérna í sveitinni ærna tuggu að taungl- ast á ef þú ferð að gefa stráknum eitthvað í fermingargjöf. Láttu mig heldur um að rétta drengn- um eitthvað undir kirkjuveggn- um.“ Og svo varð sem frú Jónhildur vildi. Um leið og börnin voru komin út fyrir kirHuna eftir ferminguna laumaði frú Jónhild- ur 100 krónu seðli i höndina á honum Gunnari litla á Skálum og sagði, þetta var ég beðin fyr- ir frá manni sem þekkir hann pabba þinn væni minn en láttu ekki nokkra lifandi sálu vita það.“ Og hann var svo sæll og rjóður þegar hann leit á hana með sindrandi augum og kyssti hana fyrir að að hún gat ekki að sér gert að tauta um leið og hún sneri sér frá honum það ætlar víst ekki að leyna sér hverra manna þú ert væni minn.“ 9. KAFLI Unglingarnir dansa á Eyrum Það var vorið eftir að þau fermdust öll sem þau voru ein- hvern tíma á balli frammi á Eyr- um i barnaskólahúsinu. Gunnar á Skálum var rólegur i fasi en skemmtilegur í viðræðum stór og myndarlegur. Þær stöllurnar Sveinbjörg á Bakka og Björg á Skarði voru fallegustu stúlkurnar í allri sveitinni og þó einkum Sveinbjörg á Bakka sem var hávaxnari en Björg frænka sín. Piltarnir kepptust við að dansa við þær og Gunnar var líka allt- af á gólfinu og ungu stúlkurnar vildu helzt dansa við hann. Þeg- «r leið á kvöldið kallaði Bjðrg \ LILUU LILUU LILUU Lilju dömubindi fást meö og án lykkju. í þeim er bæði vatt og bómull og silkimjúk voð. Lilju bindi eru því sérstaklega þægileg. Biðjið um pakka af Lilju bindum næst, þegar þér þurfið að kaupa þessa vöru. Lilju bindi eiga að fást í næstu búð. MÚLALUNDUR Ármúla 16 - Sími 38-400.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.