Vikan

Eksemplar

Vikan - 11.11.1965, Side 27

Vikan - 11.11.1965, Side 27
líka ágætir skemmtistaðir fyrir litiu börnin, svo sem hringsvið eitt merkilegt, þar sem allskonar gervidýrum er komið fyrir: Hestum, úlföldum, svön- um, svínum, fílum, öndum, krummum og kanínum. Börnin eru látin stíga á bak þessum ágætu reið- skjótum. Og þegar allt er komið í kring, fara dýrin af stað og skrýtileg apahljómsveit inni í hringnum leikur fjörug lög með miklum tilburð- um. Auðvitað er þetta allt ,,plat", en börnin hrópa og syngja og eru afar glöð. Nú segir ekki af ferðum okkar, fyrr en við stönd- um hjá þessari merkilegu hringekju. Auðvitað fóru Annetta og Maríanna á bak dýrunum og hljóm- 1 sveit apanna lék með ágætum. Þetta vakti mikla gleði og engan ótta. En það mun þó koma fyrir Iftil börn, meðan þau þekkja ekki slíkar skemmt- anir. Við héldum nú til annars staðar. Þar fór Maríanna í bát, sem vaggaði henni um stund. En Aannetta 'fór í flugvél, sem hristist ógur- lega, Leizt þeirri litlu ekki á blikuna og hróp- aði á hjálp. Tókum við hana sem snarast úr galdratækinu. En Marfanna sat sem fastast í sínum báti og vildi ómögulega hætta sigling- unni. Þar næst stigum við upp í gervivagn einn ásamt litlu systrunum. Hjassaðist vagninn á- fram nokkra hringi, en stóð svo kyrr. Tvö lítil Suðurlandabörn flýttu sér þá svo mikið inn í vagninn, að þau voru setzt á hnén á mér, áður en ég gætti að. Vissu þau hvorki í þenn- an heim eða annan vegna tilhlökkunar yfir því að mega setjast í svo dýrðlegt farartæki. Skolbrún listakona sat í horni einu og teikn- aði myndir af fólki. Tók athöfnin 5 mínútur og kostaði 4 krónur. Settist ég í stól fyrir fram- an konuna og bað hana að sýna mér snilld sína. Bað hún mig að horfa til hliðar á körfu eina, en ég óskaði eftir að fá að horfa á hana sjálfa. Flýtti hún sér þá mjög og lauk myndinni á örfáum mínútum. Þessi mynd var þó góð, a.m.k. vel þekkjanleg. Litlu systurnar voru nú svangar og þreyttar og gáfum við þeim pylsur og eitthvert annað góðgæti. Síðan heimsóttum við margskonar æv- intýrastaði í Tivoli og nutum ilms blóma og beykilunda. Að því búnu tókum við okkur bíl og ókum til Rasmuessenhjónanna í Stenderupgade 6. Þar Framhald á bls. 30. Undruðumst við, hve margt var þarna af skemmtiatriðum og glöðu fólki, og horfðum á spánska dansa. VXKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.