Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU ÖKUMAÐURINN sjálfur, hvort sem er eigandi eða einhver annar.er alls ekki tryggöur í ábyrgðar- eða kaskotryggingu og aðdragandi slyss getur verið bannig, að farþegar fái heldur ekki tjón sitt bætt. ÖKUMANNS- OG FARÞEGATRYGGING er því nauðsynleg og sjálfsögð viðbótartrygging. Ökumaður og hver farþegi er tryggður fyrir eftirtöldum upphæðum. Við dauða kr. 200. 000 Bætur úr lögboðinni Útfararkostnaður ■ 20.000 ábyrgðartryggingu eru Við algjöra örorku - 300.000 undanskildar. ÖF-TRYGGING ER NÝ ÞJÓNUSTA S AMVINNUTRYG GINGAR ÁRMÚLA 3, SÍMI 38S00 Mannréttindi nýrra ríhisborgara Einhver skringilegustu lög, sem alþingismenn síðari tíma hafa látið frá sér fara, eru lögin um nafnabreytingar þeirra útlend- inga, sem gerast íslenzkir ríkis- borgarar. Samkvæmt þessum lögum eru menn sviptir nafni sínu, jafnvel þó þeir séu komn- ir á miðjan aldur og löngu orðn- ir landskunnir undir því nafni, sem þeir upphaflega voru skírðir. Samkvæmt þessum lögum á vel- þekktur maður eins og Demetz söngkennari að heita framvegis Sigurður Fransson og þá bregð- ur allt í einu svo við, að ekki nokkur lifandi maður kannast við það nafn. Allir ættu þó að geta séð að það að svipta mann nafni sínu er sama og að taka af honum nákomna eign, sem hann í raun og veru getur ekki J án verið. Þessi mannréttinda- skerðing er til vanza fyrir fs- lendinga og þó munu höfundar hennar hafa sett hana eins og vant er af eintómri elsku 1/1 menningarinnar, sem alltaf er að farast eins og kunnugt er. Oft- ast verður nýja nafnið eintómt klúður; ófært að íslenzka föður- nafn mannsins og jafnvel líka fornafn hans. f reyndinni verð- ur þetta þannig, að viðkomandi ber eftirleiðis tvö nöfn: Hið opin- bera nafn, sem hann er einung- is neyddur til að nota, og skírn- arnafn sitt sem vinir og kunn- ingjar halda auðvitað áfram að nota. En hvað með íslendinga sjálfa? Eiga þeir að vera forréttinda- stétt í landinu; eiga þeir einir að hafa rétt til þess að bera ættarnöfn? Því var ekki um leið útrýmt Briemum og Thorlacius- um, Thorsurum og Kúldum, Thorarensenum og Thorstens- senum Gröndölum og Laxdölum. Er eitthvað skárra að skíra ný- fædd, íslenzk börn Proppé eða Farestveit en að lofa þessum fáu útlendingum, sem óska að setj- ast að á íslandi að halda skírn- arnöfnum sínum. Ef það er hættulegt fyrir þjóðerni og menningu að fleiri ættarnöfn fái rótfestu, þá væri ólíkt skárra að kveða á um, að einungis börn hinna nýju ríkisborgara skuli skírð íslenzkum nöfnum og kennd við föður sinn. GS■ 2 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.