Vikan


Vikan - 09.06.1966, Page 10

Vikan - 09.06.1966, Page 10
Kínverjar lögðu í mikla fyrirhöfn við að baksa líkum út um glugga. Þcir vildu síður fara út um dyr þar sem afturgengnar sálir lcituðu alltaf sömu lciðar inn og likið var borið út. Þeim fannst að örðugra mundi vcra fyrir andann að komast inn um gluggann. Það er enginn vandi að vita það f nokkurn tíma fyrirfram í heiðnu landi *' þegar búast má við jarðarför. Meðan sjúklingurinn liggur fyrir dauðanum, hafast menn mikið að. Þeir leita til læknanna, þó ekki þeirra, sem selja meðul, því þegar dauðann ber að hönd- um, eru öll meðul gagnslaus. En menn leita til sceringamannanna, sem eru bæði læknar og prestar í senn. Og þeir koma, venjulega margir saman, bera skrautleg klæði og hafa með sér lúðra, bumbur, bjöllur og trommur og reykelsi og pappír til fórna og ým- islegt fleira, sem til þarf. Ekki gleyma þeír að taka með sér svörtumessu-bæk- ur sínar, sem geyma leyndardóma særinganna. Þeir syngja, lesa og tóna, og nota um leið öll þau hljóðfæri og verkfæri, sem þeir hafa meðferðis á þann hátt sem við á. Með öllu þessu gera þeir ógurlegan hávaða, er minnir að ýmsu leyti á íslenzka dansskemmt- un. Hlutverk særingar- mannanna Tvenns konar verkefni eru hugsan- leg handa særingarmönnunum. Ann- ^ Jarlaríarir heilingjum Grein efftir Jóhann Hannesson prólessor Teikningar Baltasar ^ aðhvort verkefni læknisins, að lækna sjúkdóminn á síðustu stundu með því að reka út illa anda úr sjúklingnum, og koma sálinni aftur í réttar skorður inn í líkamann, þaðan sem hún er að hálfu leyti flúin. Eða hlutverk prestsins, sem síðar mun vikið að. Ef sjúklingurinn talar í óráði, er gert ráð fyrir því að einn illur andi eða fleiri hafi komizt inn í hann og ráði húsum í líkama hans. Þetta byggja menn á þeirri staðreynd að maðurinn talar ekki eins og hann á að sér. Tal hans líkist tali framandi manns. Þá er það fyrir öllu að reka þann illa demón út úr manninum sem allra fyrst, og búa svo um að hann fari ekki aftur inn í hann. Að þessu er unnið dag og nótt með svo miklum hávaða og atgangi að illmögulegt er fyrir menn í nálægum húsum að festa blund. En það getur líka verið svo af sjúklingnum dregið að hann tali ekki í óráði, heldur liggi fyrir í meðvitund- arlausu móki. Þá líta hinir lærðu sær- ingamenn svo á að sumir partar sál- arinnar séu farnir úr líkamanum. Þá varðar miklu að þeim takist að fá þessa sálarparta til að snúa við og _y koma inn í manninn aftur. Menn gera VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.