Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 44
 Rafmagnsrakvélar i miklu urvali metf og án bartskera og h'arklippum VIÐ ÓfllWSTORG ,, J unni, en þeim mun meiri á sálu- messum, særingum, hlióðfæra- slætti, ásamt kreddum, fórnum, gráti, kveini, hneigingum og beygingum, sem vér höfum þegar lýst. En hinn framliðni er stund- um ávarpaður sjálfur, með þökk fyrir það, sem hann hefir gert og tilmælum um að ganga ekki aftur. Heiðin likræða er í stuttu máli á þessa leið: „Herra Mó Mó, þú ert nú dá- inn, þú hefir yfirgefið oss. Vert þú nú rólegur hjá hinum fram- liðnu og kom þú ekki aftur hing- að til vor, nema þar sem þú átt að koma. Vert þú þar sem þú átt að vera. Vér þökkum þér fyrir það, sem þú hefir vel gert. Vér biðjum þig að birtast ekki á vegum úti eða við brunnana, og mæl- umst til þess að þú hræðir hvorki konur né börn. Vert þú við gröf- ina. Þar munum vér færa þér fórnir. Vér óverðugir synir kveðjum þig og hneigjum oss í lotningu og heitum því að rækja hinar sonarlegu skyldur vorar. Vertu sæll.“ Japönsk húskveðja, sem haldin er í heimahúsum, er á þessa leið: „Hlusta þú í friði á oss, er vér fram berum hina hátíðlegu jarð- arfararhæn og framkvæmum jarðarförina við sólarlag. Ekki skalt þú nema staðar á veginum, og ekki skalt þú hafa áhyggjur af þeim hlutum, sem þú eftir skilur í heiminum. Legg þú af stað á- hyggjulaus.“ Þótt vér færum til allt annarra svæða á jörðinni, t.d. til Afríku, svo sem Madagaskar, þá munum vér finna að meginþættirnir í kveðjunum til hinna látnu eru á þessa leið. Annarsvegar gætir óttans um að hinn látni kunni að ganga aftur og vinna lifandi mönnum mein, hins vegar gætir tryggðar og söknuðar, og menn lofa því að minnast hinna látnu. Hjá oss er minningarræða fyrst og fremst boðun Guðs orðs út frá einhverjum helgum texta, og þar á eftir er sagt nokkuð frá ævi hins framliðna, getið er fæðing- ardags, helztu æviatriða, skyld- menna og dánardags. Og að- standendur hins látna eru hug- hreystir með Guðs orði. Sálmar eru sungnir, lesið úr Heilagri Ritningu, helgiathafnir fram- kvæmdar og menn minntir á upprisuna frá dauðum fyrir Guðs kraft. — Ef menn ávarpa hinn framliðna sjálfan við jarð- arför, þá eru þeir farnir að vill- ast af leið. Þegar á allt er litið, þá er jarðarför hjá heiðingjum viða um heim miklu flóknari, dýrari og erfiðari en hjá oss. Þetta kemur meðal annars til af þeim mun, sem er á því að fela sál hins framliðna Guði á vald (líkt og vér felum sjálfa oss og ástvini vora Guði), en heiðingj- ar reyna að magna hinn fram- liðna og stjórna ferðum hans eftir dauðann. Japanar reyna t.d. að gera hina framliðnu guðdómlega. Áður en mold er mokað ofan í gröfina, mælir japanskur öldung- ur á þessa leið yfir hinum fram- liðna: „Vér ættingjar þínir höf- um safnazt saman á endurminn- ingarstaðnum, og biðjum þig, þú guð vor, að hvíla í ró og friði í gröf þinni, og við gröfina viljum vér þjóna þér.“ Ves;abréf handa sáíunum Áður var að því vikið að í Kína eru til menn, sem gefa út vegabréf handa sálum framlið- inni. Hér skal birt eitt af þess- um bréfum í þýðingu, og það bréf er frá keisaratímunum. „Ég Mó Mó (þ.e. N.N.), em- bættismaður, fulltrúi og leið- togi málefna hinna framliðnu í Kwangtung fylki (gjöri kunn- ugt): Það hryggir oss mjög að heyra um andlát frú Tsan, sem fæddist á 12. ári Taokwans (keis- ara), á tíunda degi hins fyrsta mánaðar, á tze stundu, og and- aðist á sjötta ári Hscienfongs (keisara) á þriðja degi fjórða mánaðar, en hún var þá 25 ára að aldri. Vér höfum miklar áhyggjur út af sál hennar, sem skyndilega hefir yfirgefið þennan heim og farin er til skuggalegra heim- kynna Heljar. Verði henni ekki bjargað þaðan bráðlega, mun henni veitast erfitt að finna leið- ina til betri heimkynna. Þess vegna biðjum vér þess, að hún verði leyst úr Helju, og henni verði leyft að halda inn á tilveru- svið hinna hólpnu. En, æruverð- ugi Konungur Undirheima, þetta er allt komið undir þinni miklu misskunnsemd. Vér höfum í dag boðið hingað nokkrum stétt- arbræðrum vorum, búið til altari, og færum nú Konungi Undir- heima fórnir vorar, til þess að hann leysi sálina úr Helju. Alla þessa nótt höfum vér brennt reykelsi fyrir tíu undirkonunga Heljar. Vér erum mjög áhyggju- fullir um örlög hinnar framliðnu, og föllum fram fyrir þér, hátt- virti Konungur Undirheima, og biðjum þig um leyfi til að bjarga frú Tsan, því án leyfis má hún ekki yfirgefa Helju, án þess kemst hún ekki til Himna. Þegar hún fer (aftur út) um hlið Heljar og skuggaleg svæði framliðinna, biðjum vér að eng- um verði leyft að ónáða hana með þeim syndum, er hún framdi í lífi sínu, sem liðið er á enda. Ef einhver kynni að dirfast að hindra hana, þá kom þú, Kon- ungur Undirheima, henni til hjálpar, til þess að öruggt sé að hún komist i hólpinna bústaði. En vegabréfið þarf að afhenda frú Tsan sjálfri, með því að hún þarf á því að halda á leiðinni til Himna. Vér vörpum oss í duftið fyrir þér, þú æruverðugi Konungur Undirheima og þökkum þér fyrir vegabréfið handa frú Tsan, sem hún getur komizt með til bú- staða hinna hólpnu. ... Útgefið á sjötta ári Hsien- fongs keisara, á áttunda degi fjórða mánaðar. Mó Mó.“ Bréf eins og þetta eru aðeins hugsanleg þar sem Mahayana Búddhadómur hefir náð að festa rætur. Konungur Undirheima í Kína ber tvö nöfn, Tí-tsang og Yu-ming Chiao-chu, og um hann eru til margar og miklar helgi- sagnir. f lifanda lífi hafði hann verið háheilagur munkur, sem ásetti sér að bjarga sálum um Helju og koma þeim inn í hina Vestlægu Paradís. Hann var mildur, en undirkonungarnir tíu voru harðir og grimmir, ag fram- kvæmdu réttláta refsingu gagn- vart syndurunum. Af þessum og öðrum jarðar- fararsiðum heiðnum skiljum vér að menn vilja tryggja hinum látna frið og velferð í öðru lífi með alls konar athöfnum í vorum heimi, og verja sálina gegn þeim ömurlegu örlögum að umþreyt- ast í illviljaða flökkudjöfla. Menn vilja einnig forða sjálfum sér frá skaðlegum áhrifum frá hin- um framliðnu. Menn halda að þeir geti eitthvað gert fyrir anda hinna framliðnu með athöfnum í þessum heimi. Vér hins vegar vitum úr Fjallræðu Jesú að vér getum ekki gert svo mikið sem eitt hár á höfði voru hvítt eða svart. Þótt vér getum nú að vísu litað hárið, þá sækir í sama horfið þegar hárið vex. Hvítt kemur út sem hvítt og svart sem svart. Hve miklu síður munum vér geta gert svarta sál í Hélju að hvítri sál með athafnasemi vorri. Hins vegar höfum vér eina leið opna, sem heiðingjarnir þekkja ekki: ^ VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.