Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 12
Um það bil sem mín kynslóð var nógu gömul til að hafa á- huga á slíkum málum, var ævin- týrið um hina hneykslanlegu Char- lottu frænku mína reglulega til að gorta af. Hún var afasystir mín. Systur hennar og bræður skömmuð- ust sín fyrir það sem hún gerði. Næstu kynslóð, mömmu minni og systkinum hennar, var skipað að minnast aldrei á hana; auðvitað töluðu þau um hana í hljóði, fyrst sín á milli og svo við vini sína og kunningja. Hugmyndir þeirra urðu að staðreyndum, sem þau körpuðu um og töluðu um fram og aftur, þegar enginn af eldri kynslóðinni var viðstaddur. Það mátti ekki nefna Catherinu, og það var ekki lengur skráð með- al annarra í fjölskyldubiblíuna. Þar sem nafn hennar hafði verið, var aðeins breitt strik, reiðilega krafs- að með svörtu bleki, milli Elisa- bethar, sem var fædd 1885 og Franks, sem var fæddur 1889. Mynd hennar var ekki í fjölskyldu- albúminu. Það voru auðir reitir, þar sem mynd hennar hafði verið og á hópmyndum var andlit hennar skor- ið úr með rakhníf. En ég sá einu sinni mynd af Catherine. Sú ófram- færnasta af systrum hennar hafði falið hana hjá sér í fimmtíu hljóð- lát ár. Það sem Catharina hafði svo glæpsamlega brotið af sér var þetta: Hún hafði hlaupið grátandi út um eldhúsdyrnar á heimili sínu í Vestur-Montana, út í myrkrið. Hún hafði farið upp í lest með manni, sem hún hafði aldrei séð áður, og hún kom aldrei heim aftur. Frændsystkini mín nutu þess að segja mér frá þessu, á sumrin þeg- ar ég fór til Montana með mömmu minni. Þau lítillækkuðu sig til að segja mér frá þessu og töluðu frjálslega um það við mig, vegna þess að ég tilheyrði fjölskyldunni og hafði rétt til að heyra um þetta. Ævintýri Catherinu frænku var nokkurs konar sameign fjölskyld- unnar. Það litla sem við vissum var: Að hún hljóp grátandi út um eldhús- dyrnar, út í skóginn, þetta sumar- kvöld, árið 1910. Hún skildi eftir á dagstofuborðinu tíu punda kon- fektkassa. Það hlýtur að hafa ver- ið dýrmætasta gjöf sem hún hafði nokkru sinni fengið. En hún bragð- aði ekki á konfektinu. Ég sá kassann einu sinni, þegar ein af frænkum mínum læddist með mér upp á háaloft. Tíu punda kon- fektkassi er hreinlega gífurlegur. A lokinu á þessum kassa var mynd af fallegri stúlku; hún var með glettnisleg brún augu og með strúts- fjaðrahatt á höfðinu. Hún hreiðr- aði um höku sína í handskjóli úr loðskinni. Kassinn var bundinn aft- ur með bláu silkibandi, sem farið var að upplitast af elli þegar ég sá hann fyrst, hnúturinn var ennþá ó- hreyfður. Mildred frænka mín hafði potað inn í endann á kassanum og náð í einhvern gráleitan köggul, sem einu sinni hafði verið konfekt. — Villtu konfekt, sagði hún og hló stríðnis- lega. Eg sagði: — O, nei, og hörfaði aftur á bak. Að snerta konfektmola, sem hin dularfulla Catherine frænka mín hafði aldrei snert, fannst mér álíka helgispjölI og að hrækja á kirkjugólf. Hún hefur að minnsta kosti ver- ið falleg, sagði Milfred með viður- kenningarsvip og horfði á fallegu stúlkuna á kassalokinu. Eg viðurkenndi það, en sagði svo: — En það er ekki hún sem er á myndinni. — Jæja, hver er það þá? spurði Milfred frekjulega. — Segðu mér það ef þú veizt það betur! — Það hlýtur að vera einhver önnur stúlka, það getur ekki verið að nokkur hafi gefið Catherinu frænku konfektkassa með mynd af henni sjálfri. Mildred sá að hún hafði hlaup- ið á sig og sagði illgirnilega: — Þú þykist vita allt, jafnvel hvaða myndir voru settar á svona kassa í gamla daga. Ég hljóp niður stigann, áður en Mildred fór að æsa sig meira upp. Mildred gat verið hrein hrollvekja. Hún var líka skemmdavargur, — að hugsa sér, láta sér detta í hug að brjóta upp þennan kassa, sem örugglega var eitthvað í sambandi við skipbrot aumingja Catherinu frænku. Sérhvert okkar frændsystkinanna, og það var enginn smáræðis hóp- ur, hafði sínar sérstöku skoðanir um það hvað varð af Catherinu frænku. Ég var sannfærð um að hún hefði drekkt sér, gengið út í straumharða ána, æðrulaus i hvít- um kjól. Mildred sagði að hún hefði farið til Butte og setzt þar að í húsi og orðið ja — þú veizt — hvað. Eg vissi ekki hvað, en ég var ekki nema tíu ára og ég vildi ekki spyrja, ég var svo hrædd um að Mildred segði mér það. Hin héldu fram sínum skoðunum. Harry sagði að Catherine hefði orð- ið kvikmyndastjarna, hún væri fræg og rík og að við hefðum full- an erfðarétt á peningum hennar. Bert sagði að hún hefði gifzt ein- hverjum hertoga í Evrópu, og ein- hverntíma ætlaði hann að fara og leita hana uppi, ganga bara fram- hjá brytanum hennar og beint inn. Wilma sagði að hún væri söng- kona við óperuna í New York, og að milljónararnir dengdu yfir hana skartgripum. Bobby sagði að hún hefði verið fallegur njósnari í fyrri heimsstyrjöld, hefði verið skotin og dáið hetjudauða. Pearl sagði að hún hefði horfið, en ekki með jarðneskum manni. Það var vera af einhverjum öðrum heimi sem hafði numið hana á brott, þyrlað henni upp í einhverj- um hólk, sem örugglega væri þarna ennþá, en auðvitað ekki sýnileg- ur. Það gæti verið að hún kæmi aft- ur, en kannski ekki fyrr en eftir hundrað ár, þá gæti enginn séð hana, þau yrðu öll dáin. Þessi hug- mynd gerði mig dauðhrædda. Ef eitthvert okkar, sérstaklega ég, rækist í sakleysi á þennan ósýni- lega hólk og hyrfi út í buskann, þögul og ósýnileg . . . — Hvar er þessi hólkur, spurði ég í angistarróm. — Einhversstaðar úti í skóginum, fyrir utan eldhúsdyrnar. — En það er enginn skógur, hvar er skógurinn? — Hún hljóp út um eldhúsdyrn- ar, út í skóginn, er það ekki? Pearl var að reyna að vera sannfærandi, skógurinn var staðreynd sem fylgdi sögunni, hann var hluti af þessu erfðaævintýri. En skógurinn var horfinn, þegar við fórum að skyggnast eftir hon- um, árið 1950. Catherine frænka hafði hlaupið út í skóginn fyrir 40 árum. Nú voru þarna aðeins hús og götur, einstaka tré á stangli, fyrir framan hús og meðfram göt- unni að járnbrautarstöðinni. Það var annar heimur, önnur kynslóð, sem Catherine hvarf frá árið 1910, annar heimur sem hún flýði til með ókunnugum manni. Þessi ókunni maður átti eiginlega ekkert sæti í hugarheimi okkar. Hann var auðvitað staðreynd, það hafði einhver séð hann, en hann kom okkur ekkert við. Hann varð að vera þarna, annars hefði Cat- herina ekki getað hlaupizt á brott, en þessutan kom hann okkur ekk- ert við. En fyrir nokkrum árum fann ég Catherinu og ókunna manninn. Ég stoppaði í einn dag á gamla fjöl- skylduheimilinu, á leið minni til Chicago, þar sem ég ætlaði að fara á listaskóla. Ég gat ekki hugsað mér að vera þar lengur en einn dag, því að nú var það Mildred sem þar réði húsum, en mig langaði til að hitta Lisbet afasystur mína, sem er göm- ul og veikbyggð. Mildred kúgar Lisbet, það hafa allir alltaf kúgað Lisbet. Hún tók mig með sér upp í svefn- herbergið sitt og lokaði dyrunum varlega, svo að Mildred færi ekkert að forvitnast. — En hvað þetta er skemmti- legt herbergi, sagði ég. — En hvað þú átt mikið af fallegum smámun- um. Lisbet brosti. — Það er lítið, en þetta er það herbergi sem ég von- aðist til að fá, þegar ég flutti hing- að. Þetta er herbergið sem við Cat höfðum saman, þegar við vorum ungar, áður en ég gifti mig. — Ég hélt að þú hefðir haft aust- ur herbergið. Mildred sagði að þú vildir fá það. Lisbet hélt áfram að brosa. — Ég lét hana halda það. Ef hún hefði vitað að mig langaði til að fá þetta herbergi, þá hefði hún örugglega sett mig í austur herbergið. Þessi hlédrægna kona hafði lært að búa við ofríki. Hún hafði fyrst komizt í kynni við ofríki hjá móð- ur sinni, sem hafði hrakið Cather- inu frá heimili sínu með þessu sama ofríki. Frh. á bls. 29. Tín minda konfekt- knssi Smásaga efftlr Dorothy Johnson FYRIR OKKUR, SEM BÖRNUM, VAR ÞETTA TÁKN LEYNDARDÖMA ASTARINNAR OG LÍFS- VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.