Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 24
o BLAIfiQ 11. hlutl Eftir Peter OcDonaid — Eru sjeikarnir Hérna líka? — Með fríðu föruneyti. Tarrant strauk sér þreytulega um ennið. — Við erum allir í Gray d'Albion, hamingjusamir bræður saman. Mér er farið að finnast að ég sé annar Arabíu Lawrence — nema að hann naut þess, að vera í þessum skrýtna félagsskap. — Gleð þig, særða sól. Fram- koma Willies var léttileg, en undir niðri var einhver spenna. — „Að kveldi gistir oss grótur, en gleði- söngur að morgni". Tarrant starði: — Fyrirgefðu? — Sálmur 30, vers 6. — Þú — ah — þú hefur þá aðra köllun? — Varla köllun. En ég eyddi einu sinni ári ( fangelsi f Kalkútta, og hafði ekkert nema saltarann að lesa. Svo ég lærði sálmana utan að. — Ég skil. Tarrant þagnaði að- eins og hélt svo áfram: — Hvað er að hjá þér, Willie? — Ég veit það ekki ennþá. Get- urðu gert mér greiða? — Hvað er það? — Gefðu mér tvær mínútur og farðu svo heim til Hagans. Það er fyrsta gata til vinstri, númer sextán. Farðu upp stigann og hringdu bjöll- unni. - Og þá? Willie yppti öxlum. — Svo sjá- um við hvað gerist. ! ! B'Fll *-T Sl'i Modesty útilokaði sársaukatil- finninguna frá höndunum, svo hún vissi ekki af henni. Aðeins hálf klukkustund síðan hún hringdi til Nicole, svo Willie hlaut að vera að nálgast. Hún sperrti eyrun til að heyra minnstu hreyfingu — ekki [ stiganum úti, heldur inni í íbúðinni. Þessi einbeiting hjálpaði til að halda aftur af þjáningunni. Hún hjálpaði líka til að útiloka vitund- ina um lostafulla fingur Didi, sem voru að fitla við hana. Hinum megin ( herberginu lá Paul Hagan og starði án afláts á þau; hatrið brann í augum hans og and- lit hans var baðað svita. Didi leit á úrið og stóð upp: — Þegar Garvin kemur, sagði hann og miðaði á víxl á Hagan og Mod- esty, — ef annað æpir, skýt ég hitt fyrst. Entendu? Svo varð hann allt í einu kyrr og hlustaði. Útifyrir heyrðist dauft fóta- tak í stiganum, sem varð hávær- ara. Eitthvað nam staðar fyrir fram- an dyrnar. Dyrabjallan hringdi. Augu Hagans voru á Modesty og hvöttu hana til að hrópa. Hún hreyfði höfuðið lítið eitt til neitun- ar, og fylgdist með ganginum, sem lá inn í svefnherbergið. Með byssu í hönd gekk Didi til dyra. Hann greip um húninn og þreif dyrnar upp á gátt. Um leið kom Willie Garvin fram úr gangin- um hinum megin í stúdíóinu. Hann hélt á hníf í hendinni; hélt um oddinn,- síðan var enginn hníf- ur, aðeins eitthvað, sem glitraði í loftinu. Blaðið stakkst aftan í hand- legg Didis, þann sem hélt á byss- unni, og stóð í beini. Hann hrein upp í skelfingu og starði ennþá á hávaxna, gráhærða manninn, sem stóð fyrir framan hann í opnum dyrunum. Byssan datt úr máttlausum fingrunum, og há- vaxni maðurinn greip hana rólega, ýtti Didi inn í herbergið og lokaði dyrunum á eftir sér. Didi sneri sér stynjandi við og vissi, að hann myndi sjá Garvin. Það var annar hnífur í stórum þrekmiklum hramminum, og tvö heimskautsköld augu, sem boðuðu dauða. — A ég að klára hann, Prins essa? spurði Willie lágt. — Nei, Willie. Losaðu mig. Didi fékk annað áfall, þegar hann varð fyrir höggi og féll ofan á stól, slettist til hálfs yfir borðið og hnífurinn stóð út úr handleggn- um á honum. Tarrant vó byssuna í hendi sér og sagði ekkert. Willie Garvin hallaði sér yfir Modesty. Hann losaði fótinn, sem var krækt- ur undir bandið, og skar síðan snærið varlega í sundur með hnífn- um. Þegar hún hreyfði sig, stirðlega, til að setjast upp, féll sundurskor- inn sloppurinn frá henni upp að mittisstað, og eitt andartak sá Tarr- ant fagran líkama hennar. Willie lagaði á henni sloppinn og risti upp hálsmálið, svo hann gat hnýtt það saman að aftanverðu. Þumal- fingur hennar voru svarbláir og hræðilega bólgnir. Willie tók þá milli handa sér og tók að nudda varlega. Hann beitti allri sinni at hygli að henni, eins og ekki væru fleiri í herberginu. — Ég skal ná í föt með heitu og köldu vatni, sagði hann. — Stingdu fingrunum ofan í þau á víxl. Þá lagast þeir fljótlega. En þú átt von á góðu næstu tíu mín- úturnar, Prinsessa. — Ég á það skilið, það veit guð. Allt saman. Rödd hennar var hörð af sjálfsásökun. Svo mýktist hún: — Þakka þér fyrir, Willie vinur. Þumalfingurnir geta beðið. Náðu í sjúkrakassann og lappaðu upp á Didi, áður en honum blæðir of mik- ið. Ég þarf að líta eftir Paul. Með stirðum fingrum tók hún hníf Didis og reis á fætur. Willie gekk þvert yfir stúdíóið og kinkaði vingjarnlega kolli til Hagans i kveðjuskyni. — Halló, Paul. Gaman að kyrm- ast þér. Hvernig er heilsan, fé- lagi? — Betri en ég á skilið, andskota- k.ornið! Það var harka í ródd Haa- ans, og svitinn streymdi niður and- lit hans. Modesty kraup við hiið- ina á honum með hnífinn í hend- inni. Willie staðnæmdist frammi fyrir Tarrant, og Tarrant sá tvö blá augu ögra honum; skora á hann að segja eitthvað um allt það, sem hann hafði séð og skilið. Tarrant leit á Modesty og Hagan, síðan aftur á Willie. Eftir andartaks hik kinkaði hann lítið eitt kolli í viðurkenning- arskyni. Willie slappaði af, leit á Didi, sem lá ennþá yfir borðið, meðvit- undarlaus. Hann tók í hárið á manninum og lyfti upp á honum höfðinu. — Didi, sagði hann glaðlega. — Nú man ég eftir honum. Það er alltaf eitthvað að honum f hand- leggjunum, Prinsessa. Hann fór inn ( svefnherbergið og kom mínútu síðar með lítinn sjúkrakassa. Hogan var farinn fram í eldhúsið að sjóða 24 VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.