Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 27
Vinnan er hans líf og yndi. Uppó síðkastið hefur Sverrir staðið við mólverkið myrkranna ó milli. Vinnustofan er þröng, en Sverrir bætir úr því með því að fara með myndirnar út und- ir húsvegg. Tréskúlptúr eftir Sverri, sem hann kallar ein- ungis tálgaðar spýtur. um sjálfan sig og nýja lausn á eilífu vandamáli. Það er rétt að hann koðnaði upp á abstrakt- inu. Sigldi skipi slnu f strand en komst Kfs af og tvíefldist. Hvað segir hann sjálfur um það? — Ég var farinn að skilja um- hverfið annarlega, segir hann. Það var engin þróun lengur, mér var Ijóst að þetta var eins og að rekast á vegg. Vegur- inn lá ekki lengra, það var sjálf- helda. Það var ekki um annað að gera en að snúa við. — Hvað er langt síðan að þér varð þetta Ijóst, spurði ég. — Það eru tvö ár sfðan. Ráð- þrota lagði ég verkfærin frá mér, ég hafði þá haldið mig við sprautuna í um það bil þrjú ár. Þetta var mikið uppgjör við sjálfan sig,- miklar andlegar þjáningar. Ég málaði ekkert f heilt ár. Hugsaði bara og tálg- aði spýtur, — þú sérð árangur- inn hér. — Tréskúlptúrinn? — Kallaðu þetta ekki skúlp- túr, þá móðgum við myndhöggv- arana. Ég kalla það tálgaðar spýtur.. . Yfirlætislausara gat það naum- ast verið. En hann Iftur öðrum augum á það en málverkið, tel- ur það meira f ætt við fikt eða dægrastyttingu. Hann tekur sér spýtu í hönd og tálgar hana á meðan hann drekkur kaffið, tálgar til að nota tímann eins og hann segir. Það er eins og hendurnar á honum verði að halda áfram við eitthvað. Hann hefur langan vinnudag og stendur við allt upp í tíu tíma á dag, þrotlaus vinna, mað- urinn fullur af bjartsýni eftir að hafa fundið sjálfan sig að nýju. Og niðurstaðan? Hún lá ekki fyrir eftir árið og hann byrjaði aftur að mála abstrakt um hvíta- sunnuna í fyrra en samt hafði eitthvað gerzt innra með hon- um. Þá var hringformið svo á- sækið við hann, að næstum mátti segja að það ofsækti hann. Hann málaði mynd eftir mynd og samskonar hringir endurtóku sig, oft í sömu litum. Svo tekur hann einn hringinn, kolabstrakt mynd að öðru leyti, og segir: — Þessi er frá Árbæ. Hvað meinar hann með því? Það sést enginn mun- ur á ytra borðinu en þetta eru tímamót fyrir hann sjálfan. Hann er kominn niður á jörðina, byrjaður að leita í umhverfinu. Hringurinn leysist upp og breyt- ist í næstu myndum, unz það er gert sem ræður úrslitum: Hann málar Úlfarsfellið, stílfært að VIKAN 23. tbl. 2J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.