Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 26
SVERRIR HARALDSSON HEFUR GEFIZT UPP A ABSTRAKTINU í BILI OG SÝNIR HLUTLÆGAR MYNDIR EFTIR LANGAN TÍMA OG MIKLA LEIT. Texti: Gísli Sigurösson Myndir: Kristján Magnússon Hér stendur Sverrir í dyrum vinnustofunnar ósamt nokkrum nýj- ustu verkum sínum, sem öll eru máluS út frá sama mótivinu, út- sýninu út um vinnustofugluggann. Hverfur aftur til náttúrunnar Útsýnið út um gluggann á vinnustofunni. Sverri Haraldssyni hefur hlotn- azt það í ríkari mæli en flest- um öðrum íslenzkum myndlist- armönnum að verða landskunn- ur ó unga aldri; það þekkja all- ir til hans og ekki nóg með það, það ætlast allir til mikils af honum. Þetta kann að vera bæði kostur og ókostur fyrir hann sjálfan: Hvatning í aðra rönd- ina er að hinu leytinu óttinn við að valda vonbrigðum. Það hefur lítið spurzt til Sverris á undanförnum árum. Sumir voru farnir að gera því skóna að hann væri jafnvel hættur; að hann hefði koðnað upp í ab- straktinu, strandað með spraut- una. Þetta var að nokkru leyti rétt. Nema kannski að því leyti að Sverrir hefur aldrei verið fjær því að hætta, aldrei gengið eins glaður að sínu starfi, öruggur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.