Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 11
ráð fyrir því að þeir sálarpartar, sem farnir kunna að vera úr líkamanum, séu á sveimi á næstu grösum, að minnsta kosti meðan sjúklingurinn dregur andann. Kínverjar síðari tíma telja að sálin sé saman sett úr tíu pörtum. Þar af teljast þrír æðri, en sjö óæðri tegundar. Forn kínversk frumspeki taldi sálarpartana tvo, sheng og kwei. Tökum dæmi, sem nálega allir, sem dvalizt hafa í Kína, hafa séð oftar en einu sínni. Kínversk kona á dauð- veikt barn inni í húsinu, og sér að mjög er af því dregið, svo að sumir partar sálarinnar hljóta að vera farnir úr líkamanum. Þá tekur hún einhverja flík, skyrtu, jakka eða kjól, sem barnið á, fer með flíkina út, veifar henni og hrópar: „Hwei lai, hwei lai!“ Það er: „Snúið aftur, snúið aftur!“ Þessu held- ur hún áfram fram eftir nóttu, unz öll von er úti — eða barninu batnar. Oft má heyra þessi hróp í nætur- kyrrðinni, þegar farsóttir ganga. En sé um fullorðinn mann að ræða og séu sumir sálarpartarnir farnir úr honum, þá vinna særingamennirnir með hljóðfærum sínum og svörtubók- um fyrir utan húsið, syngja, öskra og hamast, svo að svitinn bogar af þeim þegar heitt er í veðri. Ef dauðinn ber að dyrum Vera má að ekki takist að endur- heimta sálarpartana, og deyr þá sjúklingurinn, og þá gjörbreytist öll athöfnin. Þegar maðurinn er dáinn, þá verður sál hans að hættulegum anda, ef ekki er rétt að öllu farið. Þá þarf að búa svo um að hann komi ekki aftur í það hús sem hann fór úr. Allt verður til að vinna svo að hann gangi ekki aftur og valdi reimleikum, slysum eða öðru tjóni á þeim, sem í húsinu búa eftir hans dag. Þess vegna má ekki bera lík út um þær dyr, sem menn nota daglega. Mörg kínversk svefnherbergi hafa varahurð, sem aldrei er notuð nema þegar bera skal Það þóttl gott í Kína að' prestur skrifaði myrkrahöfðingjanum línu og bæði hann að snúa hinum látna til betri heimkynna. l>ess- um bréfum var komiö tll skila með því aö presturinn brenndi bréfið — fyrir ríflega þóknun. Þegar maður varð alvarlega veikur, trúðu Kínverjar aö partar af sálinni yfirgæfu líkamann. Þessvegna reið á að fara út og reyna að dusta þessum sálarpörtum inn í húsið að nýju. út lík. í borgum er oft farið með lík út um glugga, og verður þá að taka gluggann úr og slá upp1 vinnupöll- um fyrir utan húsið og setja upp stiga. Þetta eru varúðairráðstafanir, sem gerðar eru ef svo illa skyldi tak- ast til að hinn framliðni gengi aftur og leitaði síns fyrri staðar, en hann ratar ekki aðra leið inn en þá, sem líkið fór út. Komi hann að lokaðri hurð eða glugga, þá kemst hann ekki inn. Fyrstu dagana eftir andlátið er hætt- an talin mjög mikil. Mesta hættan er sú að andinn reiðist og verði flqkku- djöfull, sem hvergi tollir, og þar að auki illskufullur, hrekkvís og hefni gjarn. Slíkir andar kallast á kínversku „kiang-shi“, og það er trú manna að til séu heilar hersveitir af þeim. En heiðnir menn kæra sig að jafnaði ekki um nein sambönd við slíka anda, nema ef þeir ætla að ná sér niðri á óvinum sínum. Sumir fremja sjálfsmorð í þeim tilgangi að ganga aftur og hefna sín. En friðsamir og hjálpfúsir andar eru viðmælanlegir á þrem stöðum, við andatöfluna, gröfina og forfeðrahöll- ina. Til þess að tryggja sér vinsam- lega afstöðu hins framliðna, fórna menn fallegum hana þegar eftir að hinn framliðni er skilinn við. Umbúnaður um lík framliðinna Kínverjar ganga flestum mönnum betur frá likum og eru í því efni gjör- ólíkir Indverjum og Tíbetbúum. Menn færa lík framliðinna í góð föt, láta hinn framliðna hafa húfu á höfði og nýja skó á fótum. Oft eru silfurpen- ingar látnir í hendur honum og stund- um er gullmoli látinn í munn hans, svo að aðrir andar skuli skilja að hér er enginn aumingi á ferð. Hann getur borgað fyrir sig í gulli og silfri. Lík- kistan er einatt smíðuð mörgum árum áður en maðurinn deyr, og góð lík- kista, sem búin er að standa lengi í heimahúsum, er hin mesta huggun kínverskra gamalmenna. Kistan er smíðuð úr fyrsta flokks viði, kamfóru- tré eða cypressu, sem eru dýrar og ilmandi viðartegundir. Þykkt kistunn- ar er sjaldan undir 15—20 cm, og þykir hinn mesti nirfilsháttur að smíða hana úr tveggja þumlunga borðum eða þynnri, eins og gert er hjá oss. Utan um líkið eru oft látin nokkur hundr- uð pund af kalki í kistuna, og þegar þetta kemur í jörðina, harðnar það líkt og steypa, og líkið kann þannig að varðveitast öldum eftir að kistan er fúnuð. Með því að kisturnar verða þungar af því að mikið kalk er í þeim og viðurinn þykkur, þarf venjulega 16 menn til að bera eina kistu til graf- ar. En kistur auðugra manna og höfð- ingja þarf þrjátíu og tvo menn til að bera í senn, og ganga þó margir burð- arkarlar lausir til að leysa þá af sem þreyttir verða. Ég hef oft séð kistu borna af þrjátíu og tveim mönnum í senn. Til þess að koma svo mörgum mönnum að einni kistu, þarf mikinn útbúnað, ekki færri en fimm burðar- tré og mikið af köðlum. HelRÍathafnir við jarðarfarir Mikið er um að vera við kínverska jarðarför. Vér höfum þegar nefnt han- ann, sem fórnað er strax eftir andlát hins framliðna. Til viðbótar er fórnað kjöti, víni, hrísgrjónum og öðrum mat- vælum. Menn búa til gervihúsgögn úr pappír, sömuleiðis brúður, hesta og peninga, burðarstóla og búsáhöld, allt úr pappír. Þessu er öllu brennt á opnu svæði skammt frá heimili hins framliðna, og um leið og því er brennt, er álitið að það fari inn í annan heim og verði þar til afriota fyrir hinn fram- liðna. Brúðurnar eiga að vera þjónar hins framliðna. Þessi siður er leifar af enn eldri siðum, það var að drepa hjákonur og þræla látinna höfðingja, til að þess- ar persónur skyldu fylgja þeim og þjóna í öðrum heimi. Mannúðlegir keisarar í fornöld skipuðu svo fyrir að þessa siði skyldi leggja niður, en grafa brúðir með látnum. Að hjákonur gengju í dauðann með bónda sínum af fúsum vilja, var sið- ur ,sem varðveittist lengur en hinn, að drepa þræla við jarðarfarir. Sið- urinn var aftur tekinn upp á Yuen tímabilinu, það er á 13. öld, og hélzt á Ming öldinni, næstu aldir á eftir, en var svo aftur lagður niður af ein- um Ming keisaranna. Framhald á bls. 41. VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.