Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 39

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 39
— Þau gerðu það, sagði ég á- kveðin og hafði enga samvizku af því að skrökva þessu, ég var svo viss um að það veitti þessari gömlu konu yl. — Eg heyrði einu sinni tal- að um það. Langamma fékk ein- hvern leynilögreglumann til að reyna að hafa upp á þér, en hún vildi ekki láta neinn vita af því. Cat frænka hrökk við, það var eins og ég hefði slegið hana. — Nei, stundi hún, — ó, nei, ég vissi ekki að hún hefði gert það. Svo brosti hún, sigri hrósandi. — Jæ|a, svo mömmu var þá ekki al veg samal Martin og Jaunty komu inn í eld- húsið og heimsóknin var á enda. Jaunty ók okkur heim til mín. — Þú getur skrifað systur hennar hvað sem þú villt, það getur eng- inn tekið Catherinu frá mér héðan af . . . . Þegar Jaunty var farinn, stóð Martin á miðju gólfi, með eitt af þessum engilblíðu brosum á and- litinu. — Hvað segirðu nú, turtildúfan mín litla? — Farðu, sagði ég og saup hvelj- ur. — Þú ert nýbúin að hitta tvær mannesk|ur, sem hafa narrað sig S|álf og aðra í hálfa öld. Þú hjálp- aðir þeim sjálf, með svolítilli lygi. Gerðirðu það ekki? ég heyrði að hláturinn sauð niðri í honum. — Ég er stoltur af þér. Ég hélt ekki að þú værir svona sniðug. — Þetta er ekkert fyndið, sagði ég reiðilega. — Það er það sannarlega ekki, viðurkenndi. hann. — Hún er enn- þá afbrýðisöm. Hún- er hrædd um að sú gamla hinum megin við girð- inguna, nái í hann. Og hann klæj- ar í lófana, til að ná í skepnuna sem sendi henni konfektkassann forðum. — Já, sagði ég. — Þau eru ekkert aðlaðandi, nema hvort fyrir annað. Hún hefur sjálfsálit, eins og Helena af Trjóu og hann heldur að hann sé ennþá alveg ómótstæðilegur, vegna þess að hún lætur hann halda það. — Sjálfsálit? hrökk út úr mér. — Hún er ennþá hrædd um að missa hann. Ef hann vildi fara á flakk núna, er hún reiðubúin til að fylgja honum. — Það væri kannski hægt að segja að þau væru gamlir asn- ar, sem lifa í blekkingu, sagði Mar- tin hugsandi. — En einhverra hluta vegna eru orðin ,,ást" og „tryggð" að hljóma í hausnum á mér. Ég sá þau aldrei aftur. Þau buðu mér ekki heim. Og svo var Martin fluttur út að vesturströndinni og ég fór með honum. Eg ætla að fylgja honum, hvert sem hann fer, og vera hjá honum hvar sem hann verður að vera. Það var ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. — Saga fjölskyldu minnar er ekki skemmtileg, sagði ég við hann. — DOM ESTO Drepur sýk/a! Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyöandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt aö vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baöherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA X DOMl/lCE 7*52 Þessi hræiðlega kona, hún lang- amma mín, eyðilagði líf allra barna sinna, ekki einu sinni barnabörnin hennar báru gæfu til að höndla hamingjuna. — En allir frændur þínir og frænkur? — Þau sem ég þekki virðast hafa það ágætt, viðurkenndi ég. En af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um, var ég hrædd við framtiðina með Martin. — Cat frænka og Clif- ford hennar eru svo háð hvort öðru, að þegar annað fer, er ekkert eft- ir handa hinu. — En þau hafa hvort annað núna, sagði Martin, blíðlega. — Hugsaðu þér áhættuna sem þau tóku, en þau sigruðu. Frænka þín tók áhættunni, það var engin hálfvelgja í þeirri stúlku. Hann tilbiður hana ennþá fyrir það. Hvað segir þú, litla stúlk- an mín, þorir þú ekki að hætta á neitt? — Jú, ég þori það, sagði ég fast- mælt og fór að gráta og hann huggaði mig. Hann vissi að ég var að gráta út af ungu stúlkunni, sem hljóp að heiman árið 1910, og elskaði ennþá hinn hetjulega bjarg- vætt sinn. Ég skrifaði Lisbet frænku langt bréf, og fékk að vita að hún hafði haldið einu atriði leyndu í öll þessi ár. — Ég sagði þér ekki, stóð í bréfi hennar, — og ég ætla aldrei að segja systur minni frá því, að það var herra Marble, sá sem átti ís- búðina, sem sendi Cat konfektkass- ann. Hann kenndi í brjósti um hana, og hann gat ekki selt þennan stóra kassa. Hann sagði mér þetta einu sinni, og hann var alveg eyðilagð- ur yfir því að honum fannst það sér að kenna að hún hafði strok- ið . . . ☆ VIKAN 23. tbl. OQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.