Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 18
FRAMHALDSSAQAN EFTIR SERGANNE QOLON Angelique truflaði hugsanir hans: — Ég veit, hversvegna Þér vil.iið ekki leyfa mér að fara. Það er vegna þess, að Þið hafið ekki enn fengið lausnargjaldið fyrir mig. Gamalt prestsandlitið lýsti af glettni: — Ég skal viðurkenna, að mér hefði þótt gott að hafa þá afsökun til að koma í veg fyrir, að þér fremd- uð heimskupör, en reyndin er sú, að ég var að fá þær fréttir frá banka- manni okkar í Livorno, að framkvæmdastjóri yðar í París hefði greitt ábóta okkar þar lausnarféð. Augu hans glömpuðu: — Jæja, Madame, ég verð að viðurkenna, að mannleg vera, sem hefur unnið írelsi sitt, hefur leyfi til Þess að nota það til að eyðileggja sjálfa sig, ef henni býður svo við að horfa. Innan viku mun galeiða von Nessenood baróns leggja í haf aftur, í krossferð til stranda Barbaríu. Ég gef yður heimild til að fara með henni. Ög þótt andlit Angelique glampaði af gleði, lét hann ekki mýkjast. Hann gretti sig og benti á hana með kardinálahringnum og tónaði: — Munið varnarðarorð min. Berbarnir eru ótrúlega grimmir. Jafnvel tyrknesku pasjarnir eru hræddir við þá, þvi sjóræningjarnir saka þá um að vera hálfvolgir í trúnni. Ef eiginmaður yðar er meðal þeirra, er það einungis vegna þess, að hann hefur orðin einn af þeim. Munið sálarheill yðar, og standið réttu megin við krossinn, Madame. Svo, þegar hann sá að orð hans fóru fyrir ofan garð og neðan hjá henni bætti hann við með þýðari röddu: — Krjúpið, barnið mitt, og takið á móti blessun minni. Galeiðan var komin af stað, og virkismúrar Möltu að baki. Von Nessenood barón skálmaði um þilfarið eins og aðmíráll fullur sjálfs- trausts. I klefanum undir þiljum voru tveir franskir kóralkaupmenn að tala við hrokafullan hollenzkan bankamann og spánskan stúdent, sem var á leið til fundar við föður sinn, liðsforingja við herdeild í Bone. Ásamt Angelique og Savary voru þetta einu farþegarnir um borð. Og áður en langt um leið, bar á góma möguleikana á því að sleppa undan barbarískum sjóræningjum á leiðinni. Galeiðan var rúmbetri en hin konunglega franska. Það var gott að sitja inni í tjaldskálanum, þar sem farþegarnir gátu látið fara sæmi- lega um sig á grófgerðum bekkjum. Angelique var hálf miður sin af óþolinmæði, og, þótt hún skyldi ekki hversvegna, kviða. Þetta var ekki eins og draumur hennar hafði verið. Hefði hún ekki séð tópasinn, hefði hún tortryggt sendiboðann, sem kom með hann. Það var eitthvað undirförult í augum hans. Henni hafði ekki heppnazt að fá frekari smáatriði upp úr honum; hann hafði aðeins yppt öxlum og snúið lófanum upp með undarlegu brosi, eins og hann vildi segja: — Eg hef sagt yður allt, sem ég veit. Illar forspár Desgrez sneru aftur til hennar. Hvernig myndi Joffrey de Pejn-ae taka á móti henni, eftir öll Þessi ár? Ár, sem höfðu farið Ómildum höndufn um iíkami þeirra og hjörtu. Hvort um sig hafði kynnzt öðrum vandamálum, öðrum gestum.... einnig öðrum ástum. Það yrði erfitt að hittast á ný. Það vottaði fyrir gráu í gullnu hári hennar, en hún stóð enn í æsku- blóma, jafnvel enn fegurri en þegar hún giftist fyrst, en á þeim árum höfðu línur líkama hennar ekki náð þeim þroska, sem nú var fenginn, og hreyfingar hennar voru þá ekki eins tigulegar og nú. Allar þessar breytingar höfðu átt sér stað fjarri augum Joffrey de Peyracs og á- hrifum has. Grimm örlögin höfðu tætt hann frá henni. — Og hvað um hann? Smáður, þjáður af fjölda erfiðleika, sviptur auði sinum, upprættur úr heiminum, hafði hann haldið þeim persónu- leika sem henni hafði þótt svo vænt um? ■— Ég er hrædd. . .. muldraði hún við sjálfa sig. Hún óttaðist að hið örlagaríka andartak, þegar hún sæi hann á nýjan Ieik, yrði blandað einhverjum vonbrigðum. Desgrez hafði varað hana við þeim möguleika. Eri hún hafði aldrei getað sannfært sig um, að Joffrey de Peyrac myndi nokkru sinni breytast. Efasemdirnar, sem gagntóku hana, höfðu næstum borið hana ofur- Jg VIKAN 23. tbl. liði. Hún sagði hvað eftir annað við sjálfa sig, eins og barn, að hana langaði til að sjá „hann“ aftur, ástina hennar, elskhuga hennar, frá Höll hinna glöðu visinda, ekki ókunnugan mann, ekki framandi mann i ókunnugu íandi, eins og hann gæti verið orðinn. Hún þráði að heyra heillandi rödd hans aftur. En Mohammed Raki hafði ekkert sagt um röddina. Var hægt að syngja i Barbariinu? Undir hinni miskunnarlausu sól? Meðal hörundsdökkra manna, sem hjuggu hausana hver af öðrum með sama hugarfari og þeir slógu akrana? Ó, hvað gat hafa komið fyrir hann.. .. ? Hún reyndi örvæntingarfull að kalla fram minningar frá liðnum tíma, að sjá enn einu sinni fyrir sér návist greifans af Toulouse, undir súlum hallar Hinna glöðu vísinda. En sýnin brást henni. Svo reyndi hún að sofa, því svefninn myndi eyða þokunni, sem aðskildi hana og ást hennar. Svefninn var að síga henni á brá, og hún heyrði lága rödd muldra í evra sér: — Þér eruð þreytt. . . . Þér skulið sofa í mínu húsi .... Þar eru rósir. . . . lampar. . .. gluggar, sem opnast út að hafinu. . . . Hún vaknaði með ópi. Savary hallaði sér yfir hana og hristi hana. — Madame du Plessis, þér verðið að vakna. Þér æpið svo heyrist um alla galeiðuna. Angelique reis upp við dogg og hailaði sér upp að sófabakinu. Nóttin hafði fallið á. Nú heyrðist ekki lengur háttbundinn hrynjandi galeiðu- þrælanna í skipinu. því galeiðan sigldi undir seglum, og árarnar höfðu verið dregnar inn. 1 óeðlilegri þögninni heyrðist ekkert annað en fóta- tak von Nessenoods baróns, Þar sem hann skálmaði um þilfarið. Ljósið í framstafninum hafði verið minnkað til að draga ekki að sér athygli sjóræningja, sem án efa lágu í leyni í sundinu milli Möltu og Sikil- ey.iar á stjórnborða, og strandar Túnis á bakborða. Angelique andvarpaði: — Það var galdramaður að ofsækja mig í draumum minum. Ef bað gæti nú bara setið við drauminn. sagði Savary. — Hvað eigið þér við? Hvað eruð þér að hugsa? — Hg vnr að hugsa. að sióræningi á borð við Rescator muni ekki láta yðnr sleppa frá sér, án þess að reyna að ná því aftur, sem honum tiiheyrir. —• Ég er ekki hans eign. sagði Angelique. — Hann borgaði skipsverð fyrir yður. Héðan í frá mun eiginmaður minn vernda mig, sagði hún, þótt hún hefði ekki trú á bví sjálf. Savary sagði ekkert. — Mait.re Savary. hvíslaði Angelique. — Haldið þér, að þetta geti verið gildra? ftg veit, að þér tortryggðuð Mohammed Raki, en hann hafði óhvggjandi sannanir. — Rétt. — Hann hlýtur að hafa hitt frænda sinn, Ali Mektuh, úr þvi að hann bnfði bréfið mitt. Hann hefur séð eiginmann minn. Hnnn sagði mér frá bví, sem ég oín gat vitað, og sem ég hafði næstum eleymt, en rifjaðist upp fyrir mér undir eins. Nema.. . . Ö, Savary, haldið þér, að ég 'geti vor’ð fórnnrlnmb einhverskonar galdra. að það. sem kemur mér til að trúa. séu aðeins hillingar, beita til að leiða mig í gildru? Ó, Savary, ég er svo hrædd.... —- Slikt gæti gerzt. sagði apótekarinn. — en ég held, að sú sé ekki raunin nú. Þetta er nokkuð annað. Gildra, ef til vill. en ekki galdrar. Mohammed Raki sagði ekki allan sannleikann, bíddu, þar til við siáum fyrir endann á þessu. Þá komumst, við að því. Hann hafði verið að leysa upp pillu í vatnsbolla: — Drekkið betta. Þá hvílist þér betur. — Er þetta enn meira maumie? - Þér vitið vel að ég á ekki meira maumie, sagði Savary dapur. —- Eg notaði það allt í eldinn í Candia. — Savary, hversvegna vilduð þér endilega koma með mér í þessa ferð, sem þér eruð ekki hrifinn af? —- Hvernig gat ég yfirgefið yður? svaraði hann, eins og hann væri að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.