Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 31
og fleygði henni ó brautarpallinn.
Fjölskyldan frétti eitthvað af
þessum manni seinna, það var ein-
hver ó brautarstöðinni sem kannað-
ist við hann. Hann var ungur og
hafði verið lótinn laus úr fangels-
inu í bænum með því skilyrði að
hann færi úr bænum. Þetta skeði
oft, það var ódýrara en að fæða
þó í fangelsinu. Þeir sníktu sér svo
venjulega far með lestinni, en þessi
átti peninga, því að hann keypti
tvo farmiða.
— Þetta er nú öll sagan sem ég
þekki. Það getur verið að hún sé
ennþá á lífi og þú gætir kannski
rekizt á hana, ef þú reynir . . .
Lisbet frænka haltraði að kom-
móðu við vegginn og fór að gramsa
þar í skúffu. Hún dró upp gamla
mynd.
— Þannig leit hún út þegar hún
var ung. Mamma vissi aldrei að ég
átti þessa mynd.
Catherina getur ekki hafa verið
lagleg. Jafnvel þarna fyrir fram-
an Ijósmyndarann var hún eins og
á verði, biðjandi. Það var eins og
hún væri að segja: — O, meiddu
mig ekki! Hún hafði þesskonar hár
að það hlýtur að hafa verið hrein
plága í þá daga, þegar hárgreiðsl-
an gekk út á að liða hárið með
járni, sem hitað var yfir olíulampa.
— Ég man eftir þeim degi þeg-
ar mamma skar aliar myndirnar af
Cat út úr albúminu, sagði Lisbet. —
Hún gerði það með rakhnífnum
hans pabba, og hönd hennar skalf
ekki einu sinni.
Mamma var mjög þrá. Hún vildi
aldrei snerta á konfektkassanum,
sem Cat skildi eftir á dagstofúborð-
inu. Hún viðurkenndi hreinlega
ekki að kassinn væri þar. Börnin
þurrkuðu við og við af honum ryk-
ið og hann stóð þar í nokkra mán-
uði, þá fór einhver með hann upp
á háaloft. Mamma minntist aldrei
á það heldur.
Einn bræðra minna óhlýðnaðist
henni einu sinni og hún nefndi
aldrei nafn hans, síðustu árin sem
hún lifði. Það var þannig, að einu
sinni var fjölskyldufundur, en hann
gat ekkl komið, vegna þess að hann
tjöldin eru sterk, ódýri, þola regn og gerði fyrir ís-
lenzka veðráttu. 5 manna fjölskyIdutjöldin orange-
lituðu með bláu aukaþekjunni eru tjöida ársins.
Forðist eftiriíkingar.
teppasvefnpokarnir eru ómissandi í viðleguna.
PALMA
Ferðaprímusar
Pottasett - Bakpokar
vindsængur eru viðurkenndar fyrir gæði. Verð frá Verzlið þar sem hagkvæmast er. Verzlið í stærstu
kr. 485.00 sportvöruverzlun landsins. Gerið samanburð á verði.
hafði atvinnu í Arabíu. Henni fannst
að hann hefði samt getað komið,
og þar sem hann ekki gerði það,
gerði hún hann arflausan.
— Lét langamma eftir sig mikla
peninga?
— Áttatíu og sjö dollara í pen-
ingum, sagði Lisbet og daufu brosi
brá fyrir á andliti hennar. — Þú
skalt ekki hugsa illa til hennar,
barnið mitt. Hún vann mikið og
henni fannst að hún ætti inni svo-
lítið frelsi. Eina leiðin til að njóta
þess var að láta Cat passa börnin,
svo hún gæti komizt á safnaðar-
fundi og söngæfingar. . .
Þegar ég var komin til Chicago,
búin að koma mér fyrir í lítilli íbúð
og skólanum, fór ég að reyna að
hafa upp á Catherinu frænku. Ég
lagði þó ekkert sérstaklega á mig
til þess, enda var ég upptekin um
tíma af ungum manni, sem heitir
Martin. Hann er liðsforingi í hern-
um að atvinnu. Við höfðum orðið
ósátt og mér leið ósköp illa.
Svo var það einn leiðinda sunnu-
dag að ég var að skoða eina af
útborgum Chicago. Ég leit þar í
símaskrá, til að vita hvort ég ræk-
ist á nafnið Clifford Jaunty. Jú,
þarna var það, með „Jr". fyrir aft-
an. Auðvitað gat ég aldrei haft
neitt upp úr simtali, en ég hringdi
nú samt, áður en ég missti kjark-
inn. Hol drengjarödd svaraði í sím-
ann.
Ég reyndi að vera mjög virðu-
leg og spurði: — Get ég fengið að
tala við Clifford Jaunty?
— Pabbi er ekki heima, en afi
KONGSBERG
úrvals verkfæril
Umbodsmenn á islandi
K.Þorsteinsson & Co.umbods-helldverzlun
VIKAN 23. tbl.