Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 34
I Ollum kaupfElagsbúðum BIRGDASTÖU sagði ég. — Það getur verið að þetta verði ekki skemmtileg heim- sókn. — Lífið er ekki alltaf skemmti- legt, sagði hann. — Eg skal vera kominn til þín hólftíma óður en þessi gamli ribbaldi kemur til að saekja þig. Cliff Jaunty var auðvitað gam- all maður, en honum virtist ekki vera það Ijóst s|álfum. Hann var gamall og horaður, með brúnar skemmdar tennur, en honum fannst ábyggilega að hann væri ennþá ungur og hættulegur fyrir konur. Hann sýndi það með því hvernig hann brosti út í annað munnvikið og hvernig hann ýtti hattinum aft- ur á hnakkann. Hann veifaði hend- inni þegar hann yrti á mig, það hefur líklega verið í t(zku, þegar hann var ungur, og hann hefur ekki veitt því eftirtekt þegar það hætti að vera í tízku. Hann vaggaði. Fötin hans voru snjáð og skórnir slitnir; en Cliff Jaunty hafði það ábyggilega á til- finningunni sjálfur, að hann væri ennþá unglegur kvennaflagari. Þegar hann kom inn í stofuna til mín, lét hann fara vel um sig og teygði úr handleggjum og fót- um. Mér til mikillar undrunar sá ég að Martin gerði þetta líka, Martin sem var útskrifaður frá West Point! A leiðinni, í fornlegum bíl Cliff frænda, tók ég eftir því að Martin Hubbard, kapteinn í hernum tók eftir fleiri af kækjum Jauntys, hann, sem venjulega talaði ákaflega fág- að mál, var farinn að drafa eins og karlinn. Jaunty stöðvaði bílinn fyrir fram- an lítið hús, sem var í mikilli þörf fyrir málningu. Svo sagði hann við Martin: — Þú lítur út fyrir að vera bezti náungi. Hvað sagðirðu ann- ars að þú hefðir að atvinnu? — Eg er í hernum, sagði Martin. — Fínt, sagði Jaunty. — Það ger- ir úr þér mann. Ég gerði mfna skyldu árið 1918. Var í París þegar því var lokið. Eftir það sagði Martin „Herra minn" í hverri setningu þegar hann talaði við hann og það var sýnilegt að hann óx [ áliti. Cat frænka hegðaði sér eins og þessi heimsókn okkar væri ekkert merkilegt fyrirbrigði, það var engu líkara en að við værum til óþæg- inda. Hún var lágvaxin, feitlagin kona, hárið var litað gult og var úfið af lélegu permanenti. Hún brosti ekki og hún hafði oýnilega aldrei tekið í hönd nokkurs manns, nema kannski prestsins. — Jæja, setjist þið, — setjist þið . . . sagði hún í skipandi tón. Við Martin settumst í gamlan sófa. Aklæðið var upplitað og fjaðrirnar stungust upp úr honum. Jaunty breiddi úr sér í eldgömlum hægindastól og teygði úr fótunum. I fyrstu var Cat frænka óróleg, Eiginist nýja vinii Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upp- lýsingar ásamt 150 myndum verða send tii yðar án endur- gjalds. HERMES Berlín 11, Box 17/1 Germany. hún þurrkaði af borðinu með svuntuhorninu, þótt það væri ekk- ert ryk á því; svo sneri hún sér að hillu á veggnum og fór að hag- ræða litlum postulíns-dádýrum, sem voru þqr í hóp. — En hvað þau eru falleg, sagði ég. — Ég safna svona dádýrum, sagði hún höstuglega. — Hún á heila hjörð af þeim, sagði Jaunty og brosti glettnislega. Cat frænka sneri sér snögglega við og sagði: — Koma dádýrin enn- þá í grænmetisgarðinn heima? Þau voru vön að koma úr skóginum. Þetta augnablik fannst mér sem hjarta mitt ætlaði að bresta. Guð minn góður, hugsaði ég, — með heimþrá eftir öll þessi ár! — Nei, sagði ég, — það er eng- inn garður þar lengur og skógur- inn er margar mílur í burtu. Borg- in hefur vaxið svo ört. — Enginn garður, sagði hún. — Drottinn minn, öll þau kartöflubeð sem ég þurfti að hreinsa arfann úr! Jaunty sagði: — Einu lofaði ég henni þó, þegar hún kom með mér, ég sagði: — Hallaðu þér að Jaunty, stúlka litla, ég skal lofa þér þvf að þú skalt aldrei þurfa að reita arfa framar. Hún hefur heldur aldrei þurft þess, nema þá í kring- um blómin sfn. Hæ, komið þið og skoðið blómin. — Þú getur tekið unga manninn með þér, við Eloise ætlum að tala svolítið saman. (Seinna sagði Martin mér að hann hefði lært meira um blómarækt en hann kærði sig um). — Hvað varð af þeim öllum? spurði Cat frænka. — Hvað varð af syst- kinum mínum? Ég sagði henni allt sem ég vissi um afasystkini mín: Þessi fór til Kaliforniu og annar dó ungur, svo hafði einn grætt peninga á verð- bréfasölu og ennþá einn farið til Arabíu. Allar systur hennar höfðu gifst og eignazt börn, sömuleiðis bræðurnir. — Faðir þinn, sagði ég, — lifði til sjötíu og tveggja ára aldurs, móðir þín dó áttatfu og fimm ára. — Já, sagði hún, — jæja. Og voru systkini mfn hamingjusöm? Ég veit ekki hvað það var sem hún vonaðist til að heyra, en ég sagði sannleikanum samkvæmt: — Ég held ekki, flest þeirra voru ekki hamingjusöm. Það var alltaf eitt- hvað að, einhversstaðar. Jafnvel ég vissi það, þegar ég var barn. Þeim kom yfirleitt ekki vel saman við maka sína, sumir fengu skiln- að. — Jæja, sagði hún, — en við Jaunty erum ennþá saman, þrátt fyrir allt og allt. Vissir þú að ég hljóp að heiman með honum? — Ég hef heyrt það, frænkur mínar töluðu oft um það. Okkur fannst það afskaplega rómantfskt. — Ég býst við að það hafi ver- ið það, sagði hún og andvarpaði. — Ég spilaði hátt, það virtist vera hræðileg áhætta að fara með VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.