Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 19
fást við erfiðan vísindavanda. — Það er rétt, að ég er ekki hrifinn af
ferðinni, en ég ætla að fara til Alsír.
— Til Bone?
— Það er það sama.
— Kristnir menn eru Þar i minni hættu en í Alsír?
— Hver getur sagt um það? Spurði Savary og hristi höfuðið, eins
og sjáandi í návist hugsýna.
Allt i einu var næturhiminninn rofinn af undarlegum glampa, striki,
sem skipti litum nokkrum sinnum, og sprakk svo í neistaflugi.
— Flugeldur!
Kyrrðin á skipinu breyttist í almenna æsingu. Sjómenn og sjóliðar
hlupu til og frá og kölluðu hver á annan. Angelique þrýsti sér að
Savary. Þetta minnti hana á upphaf orrustunnar milli konunglegu gal-
eiðunnar og þrísiglu Rescators.
— Savary, haldið þér, að við munum rekast á þann sjóræningja aftur?
— Madame, þér talið eins og ég sé herstjórnandi, sem hafi þá yfir-
náttúrlegu hæfileika, að vera á maltneskri galeiðu og sjóræningjaþrí-
siglu samtímis. Tyrkneskur flugeldur þýðir ekki aðeins Rescator. Það
getur þýtt alsirskan varðmann, engu að siður, eða túnisiskan, eða mar-
okkókanskan.
— En ég sá ekki betur, en að flugeldurinn kæmi frá þessu skipi.
— Þá er svikari um borð.
Án þess að vekja hina farþegana fóru þau upp á þilfar. Galeiðan
fór I hlykkjum, án efa i tilraun til að villa óvinum sýn, ef einhverjir
væru. Angelique heyrði rödd de Roguier, þegar hann kom framan úr
stafni ásamt þýzka riddaranum.
— Bróðir, það er kominn tími til að vopnast.
— Nei, ekki enn bróðir.
— Hafið þér fundið svikarann, sem sendi flugeldinn upp frá þessu
skipi? spurði hún þá.
— Við höfum leitað, en án árangurs. Allt fær sína refsingu síðar. Sjáið
þarna yfirfrá.
Langt framundan stafni sá hún röð af ljósum. Hún var ekki viss
um, hvort þetta var strönd meginlandsins, eða aðeins eyja. Ljósin voru
á flökti, þau voru fyrst í beinni iínu, en mynduðu síðan boga.
•—- Fyrirsát! Allir á sinn stað! þrumaði von Nessenood barón.
Allir gerðu ein og fyrir þá var lagt. Angelique taldi þrjátíu ljós, sem
hreyfðust úti á sjónum. — Berbar, sagði hún lágt.
De Roguier heyrði í henni, um leið og hún fór framhjá. — Já, en
verið ekki hrædd. Þetta er aðeins floti smáskipa, sem þorir ekki að
ráðast á okkur, nema þeir fái liðsstyrk. Þetta getur þó verið gildra.
Voru þeir að bíða eftir okkur? Flugeldurinn virðist benda til þess.
Hvernig sem því er varið, ætlum við ekki að eyða vopnabirgðum okkar
á smámuni, þegar við getum komizt undan þeim. Þér heyrðuð, að
skipstjórinn taldi ekki enn kominn tima til að vopnast. Við gerum
það ekki fyrr en alveg er komið að orrustu, svo menn okkar verði
ekki óstyrkir af biðinni. Barón von Nessenood er Ijón í orrustu, en hann
verður að hafa að minnsta kosti þrjár galeiður á móti sér, til þess
að hann vilji hætta mönnum sinum og skipi.
Þrátt fyrir orð riddarans, um að þessir bátar væru ekki óvinafloti,
komst hún ekki hjá að taka eftir, að þeir nálguðust þunghlaðna gal-
eiðuna mjög ört, þótt hún væri undir fullum seglum, allar árar væru
teknar til starfa, hefði hún snúið við og stefndi á enn breitt op í ó-
vinahringnum.
Áður en langt um leið, fölnuðu ljós flotans í fjarska. Litlu siðar voru
þau komin undir dimma eyju. Riddararnir tveir skoðuðu kortin í luktar-
skini.
— Þetta er eyjan Cani, sagði Þýzki riddarinn. — Sundið inn á flóann
er mjög þröngt, en við komumst þangað með guðs hjálp. Það gefur
okkur tækifæri til að endurnýja vatnsforðann, og um leið flýjum við
undan galeiðunum frá Túnis, sem án efa verða ekki lengi að koma til
aðstoðar flotanum, sem við höfum nú sloppið undan. Á þessari eyju
eru aðeins fiskimenn, og þeir koma ekki í veg fyrir lendingu okkar.
Það er ekki einu sinni virki á eynni.
Þegar hann sá, að Angelique stóð nokkur fet í burtu, bætti hann við
hvössum rómi: — Þér skulið ekki halda, Madame, að Riddararnir af
Möltu séu aumingjar, en ég ætla að koma yður heilu og höldnu til
Bone, ekki vegna þess að mér sjálfum sé svo mjög annt um það, heldur
vegna þess að stórriddarinn fól yður í mína umsjá. Við munum veita
óvinum okkar þá útreið, sem þeir eiga skilið, á bakaleiðinni.
Hún þakkaöi Þeim, djúpt snortin.
Þegar birti, sá hún litla sandströnd umkringda pálmaviði og olívu-
trjám. Hún var kyrr uppi á þilfari og taldi sér trú um, að hún þyrði
ekki að sofa, fyrr en þau hefðu náð til Bone, jafnvel þótt hún vissi
að það var fráleitt.
Galeiðan beið varkár við mynni flóans, þar til albjart var orðið af
degi. Barón von Nessenood skoðaði umhverfið stöðugt í sjónauka sín-
um. Allt í einu sneri hann sér að Henri de Roguier, og þeir tveir hurfu
undir eins inn í tjaldskálann. Þegar þeir komu aftur, voru þeir í rauð-
um skikkjum.
— Hvað gengur á? hrópaði Angelique.
Grá augu Þjóðverjans glömpuðu eins og þau væru gerð úr hreinu
stáli. Hann dró sverð sitt úr slíðrum og hið gamla heróp reglunnar
braust fram á vörum hans: —- Serkir! Vopnizt!
í sama bili féll hagl af kúlum og örvum niður á þilfarið, ofan frá
klettunum, og brutu bugspjótið.
Nú var albjart af degi, og þau sáu sex skotvirki meðal trjánna, og
öll miðuðu á galeiðuna. Yfir dyninn í fallbyssunum hrópaði riddarinn
skipanir um að snúa við og reyna að komast út úr flóanum, út á opið
haf. Þegar skipun hans hafði verið hlýtt, með nokkrum erfiðismunum,
báru sjóliðarnir kassa með skotfærum upp á þilfar og komu þeim fyrir.
Aðrir, vopnaðir múskettum, svöruðu kúlnahríðinni eins og þeir gátu,
en tókst ekki að miða nógu vel. Þilfarið var þegar þakið af særðum
og dauðum. Ómannleg öskur bárust neðan úr þrælalestinni, en skot-
hriðin hafði dunið yfir hana, ekki síður en þilfarið.
Svo miðaði ein fallbyssuskyttan af galeiðunni á eitt skotvirkjanna
og skaut. Svertingi riðaði og féll fram af klettinum ofan i sjóinn. öðrum
fallbyssuliða heppnaðist að skjóta tvo hermenn í öðru virki á ströndinni.
— Fleiri! hrópaði de Roguier. — Við skulum afvopna þá! Þegar þeir
eru orðnir skotfæralausir, ráðum við við þá.
En klettabrúnin var þegar iðandi af hvítum vefjarhöttum, og flóinn
bergmálagi af hræðilegum öskrum: — Gefizt upp, hundar! Þar að auki
var mynni flóans nú lokað af litlu bátunum, sem höfðu leitt galeiðuna
inn í þessa fyrirsát.
Þegar fyrsta skotið glumdi, hafði Savary dregið Angelique inn í
klefann, en hún stóð í dyrunum til að horfa á ójafna orrustuna. Mú-
hameðstrúarmennirnir voru fimm eða sex á móti hverjum einum Möltu-
búa, og vopnin á galeiðunni voru miðuð við sjóorrustu á nokkurn veg-
inn láréttum fleti, en ekki til að skjóta á miklu hærra mark. Alltaf
íjölgaði sjóræningjunum, og sigurvissan gerði þá svo æsta, að þeir
stungu sér í sjóinn til að synda út i galeiðuna. Fjölda af bátum hafði
verið ýtt á flot frá ströndinni, og þegar þeir nálguðust skipið, stungu
sundmenn sér fyrir borð og syntu i áttina að galeiðunni með logandi
kyndla.
Beztu skytturnar miðuðu á þá og tókst að fella fjölmarga; sjórinn
var rauður af blóði þeirra. E'n því fleiri, sem drepnir voru þeim mun
fleiri komu í þeirra stað og áður en langt um leið og þrátt fyrir skot-
hriðina frá skipinu, voru hinar galeiðurnar þaktar æpandi mönnum
með brugðna kyndla, rýtinga og sveðjur, ásamt skotvopnum.
Maltneska galeiðan var líkust risastórum, særðum sjófugli, sem maur-
ar höfðu ráðizt á. Hún var þakin af Márum, sem hrópuðu: — Va Allah.
Allah.
— Lengi lifi hin eina sanna trú, hrópaði von Nessenood barón og
rak sverðsoddinn I gegnum fyrsta hálfnakta Arabann, sem steig upp
á þilfarið. En í hans stað komu aðrir og fleiri. Riddararnir tveir og
baráttubræður þeirra urðu að láta undan síga, þótt Þeir héldu áfram
að berjast, og yrðu að hörfa upp að aðalsiglunni. Líkin hrönnuðust
upp. Enginn virtist sinna rupli og ránum, aðeins hugsa um að drepa
eins marga og mögulegt væri. Angelique horfði á með skelfingu, þar
sem annar kóralkaupmannanna greip um tvo unga Mára og glímdi
við þá, og allir þrir bitu og klóruðu eins og óðir hundar, því enginn
þeirra hafði vopn.
Eina kerfisbundna vörnin átti sér stað uppi við aðalsigluna, þar sem
riddararnir tveir börðust eins og Ijón. Fyrir framan þá var hár bingur
af likum, sem Máranir urðu að sækja yfir. Svo glumdi við skot frá
leyniskyttu, sem hafði tekið sér tíma til að miða vel, og kúlan hitti
von Nessenood og felldi hann. Roguier leit snöggvast á skipstjórann en
þessi andartaks óvarkárni kostaði hann höndina, sem hélt á sverðinu.
Kóralkaupmaðurinn hafði nú unnið sigur á Márunum tveim og renndi
sér niður stigann ofan í klefann og ýtti Angelique innfyrir. Savary,
hinn kóralkaupmaðurinn, bankamaðurinn og ungi, spænski stúdentinn
höfðu einnig leitað skjóls þar.
— Það er öllu lokið, sagði hann. — Riddararnir eru fallnir. Við höf-
um verið sigraðir. Nú er kominn tími til að kasta pappírum fyrir borð
og komast í önnur föt, svo sigurvegararnir viti ekki, hvaða stöður við
skipum. Sérstaklega þú, sagði hann og benti á Spánverjann, — skalt
biðja til hennar blessuðu meyjar, að þeir komist ekki að því að þú
ert sonur liðsforingja í herdeildinni í Bone. Þá myndu þeir halda þér
sem gísl, og um leið og fyrsti Márinn væri drepinn undir spönskum
virkisveggjum, myndu þeir senda föður þínum höfuð þitt á spjóti.
Síðan klæddust allir karlmennirnir úr fötunum, þrátt fyrir návist
Angelique, bundu þau í pinkil ásamt plöggum sínum, og köstuðu þeim
út um kýraugað í hafið. Síðan fóru þeir i tötra, sem þeir tóku upp úr
sjókistum.
— Þarnar er ekki nokkur kjóll, sagði einn kaupmannanna skelfingu
lostinn. — Madame, ræningjarnir sjá undir eins, að þér eruð aðalborin.
Drottinn má vita, hvaða upphæð þeir vilja fá i lausnargjald fyrir yður.
— Ég þarfnast einskis, sagði Savary. — Það er alltaf byrjað á þvi
að kasta mér fyrir borð sem einskisnýtum.
Uppi á stigabrúninni kom í ljós risavaxinn negri, og svart andlit
hans varð ennþá svartara, þegar áberandi hvít hvítan i augum hans
kom í Ijós, meðan hann renndi augunum yfir íbúa klefans og lyfti
bjúgsverðinu.
Þögn, sem aðeins var rofin af stunum hinna særðu, hafði tekið við
af orrustugnýnum. Föngunum var smalað saman á þilfarinu.
Fjórar galeiður voru að koma inn í flóann. I stafni þeirrar fyrstu
stóð foringi þessa litla flota. Hann steig um borð i maltneska skipið
og liðsforingjar hans á hælunum á honum, ásamt manni, sem hafði
bað starf að verðleggja herfangið og gretti sig, þegar hann sá hve illa
galeiðan hafði verið leikin. Hann lét nokkrar beiskar athugasemdir falla
um málið, og gaf síðan skipun um kerfisbundna rannsókn á föngunum
og eigum þeirra.
Allir galeiðuþrælar af alsirskum uppruna voru settir frjálsir. Hinir
voru fluttir yfir á alsírsku galeiðurnar. öll maltneska áhöfnin var lögð
i hlekki. Angelique sá Henri de Roguier, ganga framhjá, ataðan í blóði,
Framhald á bls. 48.
VIKAN 23. tbl. 10