Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 49
Áður en langt um leið, var tjaldi lyft og gömul Múhammeðstrúar-
kona, brún og hrukkótt eins og skorpin pera, kom inn fyrir. — Ég
heiti Fatima, sagði hún og brosti. — En fangarnir kalla mig Mirelia
le Provencal.
Hún var með tvær hunangskökur og vatn, bragðbætt með ediki og
sykri ,ásamt blæju til að vernda Angelique fyrir sólbrunanum. Þetta
kom þó of seint, því andlit hennar var þegar skariatsrautt af brenn-
andi sólinni, sem breiddi guilna silkiþræði sína yfir glampandi hvíta
Alsirborg. Hún vildi komast í bað. Föt hennar voru strokin af sjóýringi,
og blettótt af tjöru af þilförunum.
— Ég skal fara með yður í bað, þegar hinir þrælarnir eru seldir,
sagði gamla konan. — Það tekur stundarkorn, vegna þess að salan má
ekki byrja fyrr en eftir hádegisbænina.
Hún talaði á sabir, sem var sambland af Spönsku, ítölsku, Frönsku,
Tyrknesku og Arabisku, sem allir þrælar skildu. En smámsaman rifjaðist
upp fyrir henni franskan, sem var hennar móðurmál, og hún sagði
Angelique frá fæðingarstað sínum skammt frá Aix-en-Provence. Þegar
hún var sextán ára, hafði hún gengið í þjónustu hefðarkonu frá Mar-
seilles, og þegar hún fór með henni til að finna eiginmann hennar i
Napólí, höfðu þær fallið í hendur Berba. Af því að hún var aðeins
þjónustustúlka, hafði liún verið seld fyrir fáeinar sekínur og kaup-
andinn var fátækur Múhameðstrúaramður, en hefðarkonan hafði lent
í konunglegu kvennabúri.
Fatima-Mirelia, sem nú var orðin gömul og ekkja, vann sér inn nokkra
pjastra með því að sjá um nauðsynjar nýju fanganna. Kaupmenn, sem
voru áfjáðir í að sýna verzlunarvöruna í sem beztu ásigkomulagi, leit-
uðu þjónustu hennar mjög oft. Hún baðaði og burstaði og róaði hinar
óhamingjusömu konur, sem oft voru í slæmu ásigkomulagi á líkama
og sál, eftir allt það sem á undan hafði gengið, og óttuðust sín nýju
umskipti.
— Það er mér mikill heiður, sagði hún, — að hafa verið íengin til
að hugsa um yður. Þér eruð franska konan, sem Rescator keypti fyrir
þrjátíu og fimm þúsund pjastra, og síðan slapp frá honum. Mezzo-
Morte hafði svarið að ná yður á sitt vald, á undan keppinauti sínum.
Angelique leit á hana skelfingu lostin: — Það er ómögulegt, stamaði
hún. — Mezzo-Morte veit ekki einu sinni hver ég er.
— Ó jú, hann veit allt. Hann hefur njósnara ailsstaðar. Osman
Faraji, stórgeldingur soldánsins af Marokkó, kom hingað til að hafa
uppi á hvítum konum, og Mezzo-Morte bauðst til að sjá um yður.
— Hversvegna?
— Vegna þess að þér hafið orð á yður að vera fegursta hvíta ambátt-
in á öllu Miðjarðarhafinu.
— Ó, hvað ég vildi, að ég væri ljót! hrópaði Angelique og neri hendur
sínar: — Vansköpuð, hræðileg, afskræmd....
— Eins og ég, sagði konan. — Þegar ég var tekin höndum var ég
aðeins átján ára, og hafði stór og falleg brjóst. En ég var svolítið bækl-
uð. Maðurinn, sem keypti mig og varð eiginmaður minn, var úrvals
iðnaðarmaður, leirkerasmiður, sem var fátækur alla sína ævi, og
hafði aldrei efni á því að taka sér hjákonu. Ég varð að vinna eins og
skepna, en mér líkaði það bara vel. Okkur kristnu konunum likar illa
að vera seldar aftur og aftur, og notaðar af mörgum aðilum.
Angelique þrýsti höndunum að höfðinu og hafði sáran höfuðverk.
— Ég skil ekki. Hvernig gátu þeir sett upp þessa gildru til að ná mér?
—- Ég heyrði, að Mezzo-Morte hefði sent aðaltrúnaðarmann sinn og
ráðgjafa, Amar Abbas til yðar á Möltu, til að hvetja yður til að taka
skip á leið þangað, sem þér mynduð nást.
Angelique hristi höfuðið og þorði ekki að leita skilnings í því, sem
hún heyrði. — Nei.... Ég hitti engan þar. . . . Aðeins gamlan þjón
eiginmanns míns, sem heitir Mohammed Raki.
— Það var Amar Abbas.
— Nei, það er óhugsandi.
—Var það ekki Berbi, með stutt, litlaust skegg?
Angelique kom ekki upp nokkru orði: — Bíðið, sagði gamla konan,
— mér dettur nokkuð í hug. Fyrir fáeinum mínútum sá ég Amar Abbas
vera að tala við Sadi Hassan, framkvæmdastjórann hér. Ég ætlaði að
skreppa og sjá hvort hann er enn hérna nálægt, og ef hann er það,
ætla ég að benda yður á hann.
Litlu síðar kom hún aftur með síða slæðu: — Vefjið þessu um yður,
alveg upp að augum, sagði hún.
Hún leiddi Angelique íram eftir ganginum, sem opnaðist út á svalir,
þar sem þær sáu ofan í ferhyrndan húsagarðinn.
Þrælasalan var byrjuð. Nýju þrælarnir voru naktir — hvítir líkamir
Evrópubúanna stungu i stúf við dökkt hörund hinna austrænu fanga.
Hægra megin sátu herforingjarnir á mjúkum hægindum og gamlir
sjóræningjar, sem voru orðnir auðugir og nutu nú kvennabúranna, sem
auðæfi þeirra höfðu fært þeim, og lögðu allt í að hugsa vel um þau,
setja þar upp garða með ólivutrjám, appelsínutrjám og oleander, og
bæta stöðugt við nýjum ambáttum. Umhverfis þá voru svertingjasveinar,
sem svöluðu þeim með löngum blævængjum.
Einn af ráðgjöfum pasjans, framkvæmdastjóri hans tók sér sæti með-
al þeirra.
— Sjáið, sagði Mirelia, — manninn, sem er að tala við hann, við
hliðina á honum.
Angelique hallaði sér út yfir handriðið og sá Mohammed Raki. — Það
er þessi, sagði hún.
—• Já, þetta er Amar Abbas, ráðgjafi Mezzo-Morte.
— Nei! hrópaði Angelique í örvæntingu. —Það er óhugsandi. Hann
sýndi mér bréfið og tópasinn.
Yfirkomin eyddi hún því, sem eftir var dagsins, við að reyna að
skilja, hvað hefði komið fyrir hana. Savary hafði rétt fyrir sér, þegar
allt kom til alls, með að vera tortrygginn í garð Berbans, en hvar var
Savary núna? Það hafði ekki hvarflað að henni að leita að honum í
þrælahópnum, sem var til sölu. Og þegar henni varð hugsað til þess
núna, varð henni ljóst, að hún hafði heldur ekki séð riddarana tvo.
Smám saman lækkaði þysinn.
Kaupendurnir fóru heim með nýju þrælana. Myrki'ið færðist yfir
Alsír. Fatima Mirela lá á strámottu við hliðina á dívaninum, þar sem
Angelique var að reyna að sofna. Til þess að reyna að svæfa hana sagði
hún henni langar sögur um staðina, þar sem vín og sögur flóðu í alls-
nægtum. Þar hittust þrælarnir til að skipta því, sem þeim hafði heppnazt
að stela, fyrir ofurlitinn mat, og þangað komu allir, sem voru veikir
Zanussi heimilistækin eru
árangur af löngu samstarfi og
rannsóknum tæknifræöinga og
skipulagsfræöinga á þörfum
heimila og húsmæðra, ásamt
áralangri reynslu á fjölmörgum
sviðum tækninnar.
Hin sívaxandi sala á Zanussi
heimilistækjum hér á landi
sýnir að það er óhætt að treysta
hinum þroskaða smekk og
gæðamati íslenzkra húsmæðra.
VIKAN 23. tbl.
XLL