Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 16
Frægðin hefur sína galla og sá versti er, eftir þv! sem Barbra seg- ir, að hafa sjaldan matfrið. Þessi tuttugu og þriggja ára gamla kona, ættuð frá bakgörðum Brooklyn, sit- ur í fallegri dagstofu sinni við Cen- tral Park West í New York, og b(t- ur hálfólundarlega í ostsneið. — Eins og til dæmis í gærkvöldi. Mig langaði allt í einu svo ofsa- lega til að fara á veitingahús til að borða. En það var eyðilagt fyrir mér. Og ekki var það matnum að kenna, hann var alveg dásamlegur, en fólk streymdi stöðugt að borð- inu til okkar, baðst afsökunar á því að það væri að ónáða mig, en hvort ég vildi ekki skrifa nafnið mitt á þessi plögg sem það var með. Allan tímann hugsaði ég: Ef þið skammizt ykkar svona mikið, hversvegna eruð þið þá að ónáða mig, en gefið skít í það? Aður og fyrr, þegar Barbra bjó í herbergi yfir fisk-matstofu, var hún vön að þræða barina í New York, þar sem hægt var að fá mat, því að hún er mikið fyrir góðan mat; svo var það líka til að losna við fisklyktina heima hjá sér. Sú lykt var svo þrálát, að kunningjar hennar vildu ekki heimsækja hana. Þangað kom enginn, nema Elliott Gould, sem nú er eiginmaður henn- ar. Þau bjuggu svo þarna og lifðu listamannalífi, þangað til hún „sló í gegn" í „Funny Girl" á Broadway. En nú hafa þau, eins og hún segir sjálf, staðfest ráð sitt. Þau voru eiginlega neydd til þess, til að geta varizt árásum frá aðdáendum hennar. Það er ekki langt síðan að hsgögnin þeirra voru aðeins rúm og kæliskápur, en nú er íbúðin full af verðmætum, frönskum húsgögn- um og gömlum munum. Þau hafa jafnvel fengið matreiðslukonu. — En samt er ég ennþá jafn- hrifin af steikinni á „21" og á „21" getum við vel farið. Þangað kemur svo mikið af frægu fólki, að við getum fengið að vera í friði þar, það tekur enginn eftir okkur. Ef maður situr ekki á sér, getur mað- ur átt það til að biðja einhvern sem þar er um eiginhandar-skrift! Hefur smekkur hennar fyrir fína matnum á „21" komið henni til að gleyma hamborgurunum, sem hún hafði verið svo hrifin af áður? — Nei, það geri ég aldrei, ég held því ennþá fram að maður fái bezta hamborgara á börunum. Það er bara það, að ég þori ekki að fara á þá staði. Elliott ekur mér stundum á þessa staði, svo sit ég í bílnum meðan hann fer inn og kaupir hamborgara . . . Hádegisverðinum er lokið og smám saman komum við að öðr- um samtalsefnum. Það er enginn vafi á því að frægðin hefur breytt töluvert persónuleika hennar, slíp- að af henni hornin og veitt henni tækifæri til að þroska persónuleika sinn. — Auðvitað breytist maður með tímanum, og ég er í raun og veru mikið rólegri nú, miklu meira í sátt við sjálfa mig og ekki eins MBRfl STREISAND Dýrasti _ ■ | m - VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.