Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 37
Jaunty, en þetta hefur allt bless- azt. — Lisbet frænka sagði mér hvern- ig þetta var, viðurkenndi ég. — Hún hefur verið afskaplega óhyggjufull öll þessi ár, vegna þess að hún frétti ekkert frá þér. Hörkulegt andlitið á Cat frænku varð allt í einu blíðlegt og furðu- lega unglegt. — Ég hljóp grátandi út í skóginn, ég vissi ekkert hvert ég átti að fara. Ég hljóp í áttina að ánni. En þá kom maður fram úr myrkrinu og sagði við mig: — Heyrðu stúlka litla, vertu ekki að gráta, þetta lagast allt saman. Þannig bar fundum okkar saman. Hann var að bíða eftir ferð, hann þurfti að komast burt úr bænum. En hann átti peninga, tuttugu og sjö dollara, svo við fórum upp f lestina. sem var á austurleið. Heyrðu, hversvegna ertu að skæla, sagði hún og röddin var dálítið hrjúf. — Ég veit það ekki, sagði ég og þurrkaði mér um augun. Hún varð vör við einhverja hreyf- ingu fyrir utan gluggann og gekk út að honum og kíkti gegnum b'úndu-gluggatjöldin, svo tautaði hún hálf-æst: — Er hann ekki far- inn að tala við þessa kerlingu aft- ur, — yfir girðinguna. Finnst þér ekki að maður á hans aldri ætti að hætta að eltast við kvenfólk? Það er gott að pilturinn þinn er með honum. Ég býst við að það sé þá allt í lagi. Cat frænka var að sál- ast af afbrýðisemi og það sem meira var, hún hélt dauðahaldi í hana. Svo sneri hún sér að mér og sagði: — Ef þessi gamla geit héldi að ég treysti honum, yrði hann afskaplega óhamingjusamur. Hann hefur alltaf verið afbrýðisam- ur og hann heldur enn þann dag í dag að ég hafi vitað hver sendi mér þennan tíu punda konfekt- kassa. Hugsaðu þér, og það var áður en ég hitti hann. Þeir eru að koma inn. Ætlarðu að giftast þess- um pilti? — Ég, — ég veit ekki, sagði ég, — ég er að hugsa um það. Hún yppti öxlum. — Ég ætla ekki að ráðleggja þér neitt. Þetta er allt- af happdrætti, það er sama hvað þú gerir. Cliff Jaunty kallaði: — Er ein- hver heima! og Cat frænka hIjóS- aði upp: — Skelltu ekki hurðinni, sagði hún, og ég er viss um að hún hefur sagt það í hvert sinn, en auð- vitað skellti hann hurðinni. — Fyr- irgefðu, sagði hann um leið og hann ýtti Martin inn. — Blómin yðar eru dásamleg, sagði Martin. Cat frænka svaraði, heldur ó- lundarlega: — Þau eru ekkert á við það sem áður var, áður en ég krepptist öll af liðagigtinni. Um leið og Jaunty gekk fram hjá henni, strauk hann hendinni yf- ir hárið á henni og sagði: — Ég vil að Catherina sé alltaf fín, það eru ein ósköp sem ég er búinn að evða í hárið á henni um ævina! — Ja, svei, sagði hún. Svo sagði hann við mig: — Hef- ur þér verið sagt hvernig 'fólkið hennar lét leita að henni, hérna forðum? Ekki það? Hversvegna sagðirðu henni það ekki, Kitty? — Það kemur engum við, sagði hún. — Segðu henni það samt, — með- an ég sýni þessum stríðsmanni kjallarann. Hún horfði á eftir þeim þegar þeir fóru niður stigann. — Kjallar- ann, tautaði hún, — hvað á hann að gera niður í kjallara? Við eig- um ekki einu sinni þetta hús. Við erum búin að hafa það á leigu í fjörutíu ár. Við hefðum getað keypt hús fyrir löngu síðan, en hann vill vera frjáls. — Þú verður að horfast í augu við það, stúlka litla, sagði hann kvöldið sem ég hitti hann fyrst, — að ég er förumaður. Mig hreinlega klæjar í iljarnar. Það er ekki hægt að leggja nein bönd á mig. Ég vil ekki að þú getir seinna sagt að ég hafi ekki varað þig við. Þegar flakklöngunin grípur mig, þá verð ég að fara. Þetta sagði hann mér. Ég sagði að það væri allt í lagi, ef hann bara tæki mig með sér, hvert sem hann færi. Ég sagðist ætla að vera honum til hjálpar, en ekki fjötur um fót. — Svo nú er ég búin að vera reiðubúin í öll þessi ár. Það var stundum. þegar ég fann að hann var eirðarlaus, að ég hélt að nú færum við á flakk, jafnvel eftir að við eignuðumst börnin, ég á tvær giftar dætur, fyrir utan soninn, hélt ég að hann gæti ekki verið alltaf á sama stað. Við höfum aldrei eign- azt húsið eða góð húsgögn, til að vera ekki bundin af þeim. Svo sagði hún. dálítið hörkulega: — En ég stóð við loforð mitt, hann er ennþá frjáls til að fara hvert sem hann vill. Stundum er hann að tala um að flytia til Florida, en éa reikna ekki með að það verði af því . . . Hún var í svo miklu uppnámi, að ég tók þann kostinn að brevta um umtalsefni. — Hvernig var það þeg- ar fiölskyldan lét leita að þér? spurði ég. Hún gretti sig. Það var nú ein fluqan sem hann fékk fyrir löngu síðan. Það er þessvegna sem nafn- ið okkar er ekki í símaskránni. Hann er heitvondur út í soninn fyr- ir að hafa látið nafn sitt í sfma- skránna. Við vorum búin að vera nokkur ár í Chicago, þá rakst Jaun- tv á einhvern mann, sem hann sagð- ist vita að hefði unnið við járn- brautarstöðina heima. Auðvitað þekkti þessi maður ekki Jaunty frá Adam, en hann fékk þetta á heil- ann, sagði að hann hefði verið sendur út af örkinni til að leita okkur uppi. Ég reyndi aldrei að fá hann ofan af því . . . Cat frænka snera sér að mér og nú brosti hún aumkunarlega. — Mér fannst líka svolítil huqgun í því að þeim hefði ekki verið alveg sama um mig, að þau hefðu gert tilraun til að finna mig . . . þekktustu kexbakarar Bretlands síðan 1830 senda reqlulega til ís- lands 25 tegundir af kexi. M & D kexið er óviðjafn- anlegt að gæðum og verði. HEILDSÖLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H.F. Símar 13425 og 16425. Suwkjólar Frá Englandi: SHUBETTE OF LONDON LADY COURT OF LONDON Frá Hollandi: DOOYES, Jersey kjólar Frá Danmörku: ELSON, dagkjólar Alltaf eitthvað nýtt. Kjörðartar Laugavegi 59 Sími 18646 VIKAN 33. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.