Vikan


Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 09.06.1966, Blaðsíða 50
Barninu líður vel í húðinni! Barninu Mður vel-þegar notað er Nivea babyfein. Hin reynda móðir veit bvers vegna hún velur babyfein handa barni sínu: Þessar samstilltu fram- leiðsluvömr - krem, olía, púðnr, sáþa - innihalda allt, sem húðlxknirinn álítur nauðsýnlegt hinni viðkvœmu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fz hvörki sxrindi, né rauða og bólgna húð. G NIVEA íaSylcút' Í££j Í Í - og flasan ffer eða sárir. Og þegar olíulamparnir tóku að ósa, birta þeirra að fölna og dögunin nálgaðist, voru sagðar beztu sögurnar í heiminum. Danir og Sviar.sögðu af œfintýrum sínum við hvalveiðar undan Grænlandi, þar sem nóttin var sex mánaða löng; Hollendingarnir lýstu auðæfum Austur-Indía og dásemdum Kína og Japans; Spánverjarnir töluðu dreymnir um dýrðir Mexíkó og fjársjóði Perú; Frakkarnir lýstu dá- semdum Nýfundnalands, Kanada og Virginíu, því allir höfðu þrælarn- ir áður verið sæfarar. Næsta morgun var farið með hana niður að höfninni til fundar við Ali Hadji, sem umkringdur var hópi ungra. drengja, allir klæddir i gult silki með rýtinga við mittið og gula vefjarhetti um höfuðin. Flestir voru Márar eða svertingjar, en nokkrir voru aðeins mjög sólbrúnir og einn eða tveir höfðu blá, norræn augu. Þeir horfðu á Angelique með fyrirlitningu, samblandi af hroka og hatri. Henni fannst hún vera um- kringd af ljónahópi eða herskáum tígriskettlingum, og i samanburði við þá, var arabiski kaupmaðurinn næstum vingjarnlegur. Langbátur lék á öldunum neðan við stigann, sem náði frá þilfari galeiðunnar niður í sjó. Sex Ijóshærðir þrælar, sennilega Rússar, voru við árarnar og Tyrkir með fyrirferðarmikið yfirskegg stóðu frammi í stafnj, með vöðvamikla handleggi krosslagða á brjóstinu. E'inn drengj- anna tók stýrið. Angelique steig ofan í bátinn, undir miskunnarlausu augnaráði drengj- anna, sem klúktu eins og hræfuglar á þóftunum. Hún velti því fyrir sér, hvert báturinn myndi flytja hana, því hann stefndi út fyrir höfða, utarlega i höfninni, en þaðan barst ómurinn af múskettuskothríð og einstöku skammbyssuskoti. —• Hvert erum við að fara? spurði hún. Enginn svaraði. Einn drengjanna spýtti í áttina til hennar en hitti ekki, og glotti aðeins þvermóðskulega, þegar Tyrkinn ógnaði honum. Þessir drengir virtust ekkert óttast. Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framh. í næsta blaöi. Barbra Streisand Framhald af bls. 17. að blanda öllu saman og núna langar mig mest til að búa til kraga og uppslög úr öllu saman . . . Svo förum við að tala um pen- inga. — Einu sinni fékk ég fimmtíu dollara á viku, en það var of mik- ið, svo að nú fæ ég tuttugu og fimm. Þessa peninga nota ég í leigubíla og til að fá mér drykk, ef mig langar í. Það er dásamlegt að þurfa ekkert að hugsa um hvað hlutirnir kosta, bara benda á það sem mann langar í, fá það heim- sent og senda reikninginn til fram- kvæmdastjórans. Stundum langar mig til að vita eitthvað um pen- ingamál mín. Þá er settur fundur og mér sýnt einhver ósköp af töl- um og stigatöflum. Þetta er allt ósköp skemmtilegt, en stundum kýs ég að vita ekki nokkurn skap- aðan hlut um peningahliðina.... Núna hef ég mestan áhuga á að læra ítölsku og píanóleik. Ég hringdi til Leonard Bernstein og hann útvegaði mér kennslukonu. Hún er mjög ströng og ég verð að leggja mikið á mig, en ég hefi gaman að því. Að spila á pfanó er eins og að leysa stærðfræðiþraut. Svo er kennslukona mín, Shirley Rhods, hreinasti snillingur. Hljómlistarherbergið gefur mjög skýra mynd af persónuleika Bar- bru. Þar ægir öllu saman; fjöldinn allur af kössum og hattasnögum úr kopar, fullur skápur af skóspenn- um úr silki og gulli og eldgamall sími. Purpurarautt spánskt sjal með svörtu kögri er breitt yfir píanóið. Á því stendur líka mynd af Barbru á sjö—átta ára aldri; þar er greini lega hægt að sjá hið fræga Streis- and-nef, feimnislegt bros og þung- lyndisleg augu. Þegar hún var tólf ára söng hún inn á fyrstu hljóm- plötu sína. Það var mamma henn- ar sem kom þvf til leiðar og hún söng „You'll never know", og Bar- bra á plötuna ennþá. — Ég mælti meira en að segja af munni fram í lokin Úr þessari litlu stúlku hefur orð- ið ein frægasta stjarna vorra tfma, hvað finnst henni sjálfri um frægð- arferil sinn? — Ég reikna með að ég hafi bara verið heppin, komið á réttum tíma. Rock-músikin var á undanhaldi og það var ekkert reglulega efst á baugi, þegar ég fór að syngja vfs- ur mínar. Ég held að fólk hafi fall- ið fyrir bíræfni minni. Söngvarnir voru líka fallegir, fólk hlaut að verða hrifið af þeim, svo hefur það farið að beina athyglinni að mér, furða sig á því hver þessi stelpa væri . . . Hefur hún áhrif á áheyrendur eða hafa þeir vald á henni? — Við vinnum saman, þegar ég er upp á mitt bezta, fylgja áheyr- endur mér, annars fylgi ég þeim. Ég held að maður verði að hafa áhrif á áheyrendur, fá þá til að hlægja eða ekki. Ég er alltaf að reyna í mér þolrifin. Ég verS að vera góð, það er vaninn sem fylg- ir því að verða frægur. Þá verður maður að standast gagnrýni . . . Barbra og Elliott fara ekki oft ( samkvæmi eða á frumsýningar, þau vilja helzt vera heima og nánustu vinir þeirra eru ekki listamenn. — Það er svo erfitt að umgang- ast leikara að staðaldri. Þeir fara í kring um sjálfa sig og hafa ekki áhuga á neinu fyrir utan leiklistar- heiminn. Leikhúsin eru mjög lítill hluti af heiminum og Kfinu......... Áður var hún afskaplega hræðslu- gjörn, og er það kannske ennþá, en ekki á sama hátt. Elliott hefur fært henni öryggi. — Ég er hrædd við dauðann, ég er myrkfælin, ég er líka hrædd við allt sem ég veit engin skil á, en hjónabandið hefur gefið mér ör- ugga fótfestu. Allar mannlegar ver- QQ VIKAN 23. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.