Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 4
MOSfeu reykjaví ulpars FEí-L VÍFÍLSSTAÐfR ÖKULEIÐIR UM NÁGRENNI REYKJA- VÍKUR. HEIJBfittU. BÚRFELL HIIERNIG ER HMHVERFIREYKJAVIKUR? EFTIR GÍSLA GUÐMUNDSSON, LEIÐSÖGUMANN Þegar vel viðrar á sunnudögum, streyma bílarnir út úr borginni. En þaS þarf ekki að fara langt til þess að njóta náttúrufegurðar. í Ferðahandbókinni, sem er ómissandi á öllum ferðalögum, skrifar Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður, til dæmis um ökuleiðir um nágrenni Reykjavíkur. VIKAN birtir hér með þessa grein og skorar á bíleigendur að lesa hana og fara síðan þessa leið einhvern sunnudaginn - til þess að kynnast hinu fagra umhverfi höfuðstaðar okkar. Eigi ósjaldan heyrir maður haft orð ó því að mörgum hætti við að leita langt yfir skammt er þeir fara í ferðalög, að þeir þeytist lands- harnanna á milli í leit að fögrum og athyglisverðum stöðum, sem oft sé að finna handan við næsta leiti. Það er óþarflega mikið satt í þessu og ekki sízt mætti heimfæra það uppó íbúa höfuðborgarinnar. Otrúlega margir þeirra vita sama og ekkert um næsta nágrenni hennar og lifa oft og einatt í þeirri trú að þar sé fátt eitt skoðunar- vert. Hvað mega þeir svo halda, sem heimsækia höfuðborgina og heyra slíkan anda í heimamönnum? Sem betur fer er þessi skoðun alröng því að í nágrenni Reykjavík- ur eru margir fagrir og skoðunarverðir staðir, sem einnig eiga langa og merka sögu að baki. Víðast hvar eru nú komnir sæmilegir vegir, sem að sumarlagi b|óða upp á möguleika til skoðunarferða og það er einnig hægt að haga lengd þeirra ferða mjög eftir hentugleikum. Ég mun nú leitast við að gefa stuttorða lýsingu á þessum ökuleiðum í nágrenni höfuðborgarinnar. Öll vegalengdin, sem ég lýsi, er þægi- leg dagsferð en það er einnig hægt að skipta henni, t. d. í tvær ferðir. Ef það er gert tel ég að austurhlutinn henti betur til morgunferðar en vesturhlutinn til síðdegis- og kvöldferðar. Eitt skulum við hafa í huga, þetta er ekki hraðferð. Ofan viS Elliðaár tökum við Vesturlandsveg með Grafarvog á vinstri hönd og byggingar tilraunastöðvarinnar að Keldum í grænu dalverpi handan hans. Og strax hér yfirgefum við þjóðveginn, förum Gufunesveg til vinstri handar. Hann liggur í sveig fyrir botn vogs- ins, út með honum að norðan og svo austur yfir Gufuneshöfða að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Þar er suðurendi Viðeyjar skammt undan landi og muna má eyjan sú sinn fífil fegri. Um aldir var þar eitt merkasta klaustur landsins og eftir siðaskipti sátu þar miklir höfðingjar, svo sem Skúli Magnússon, landfógeti. Á fyrri hluta þess- arra aldar reis upp útgerðarþorp á suðurenda eyjarinnar. Nú er þessi 4 VIKAN 3Z-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.