Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 33

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 33
að til að reyna að koma yður i mjúkinn hjá mér á tungskinslausri nótt? — Það gegnir allt öðru máli. Ég er ástíanginn a£ yður. Hann dró hana til sín. Það var svo dimmt, að Angelique sá ekki framan í hann, en hún fann lyktina af púðrinu, sem hann bar i hár- ið á sér. Öll persónan geislaði af hóglífi og þægindum. Hann stóð réttu megin; hann hafði ekkert að óttast. Hann var réttu megin við vegginn, sem útlagarnir þjáðust bak við. Angaði hún ekki enn af salti og blóði? Hann hélt svo fast um hendur hennar, að hún fann til, en hún þorði ekki að draga þær til sin. — Nærvera yðar gerir mig brjálaðan, muldraði Monsieur de Bar- dagne. — Ég hef það á tilfinningunni, að ef ég aðeins vogaði yrðuð þér ekki eins hörð við mig í Þessu myrkri. Viljið þér til dæmis gefa mér einn koss? Rödd hans var auðmjúk, og Angelique fannst, að hún yrði að leggja eitthvað á sig. Það var ekki hægt að auðmýkja konunglegan em- bættismann svona mikið, án þess að reyna að hressa upp á sjálfs- traust hans við og við. Þetta hafði verið dagur reynzlunna og tilraunanna. Eftir að nátt- úran hafði svipt hana sínu sterkasta vopni, hafði hún að lokum ákveðið, að gefa henni Það aftur að hluta? — Allt í lagi, sagði hún með uppgjafarödd, ■— þér megið kyssa mig. Hún gat ekki verið minna uppörvandi. En Nicholas de Bardagne var engu að siður frávita af gleði. — Ástin mín, stamaði hann. — Að lokum eruð þér mín. — Monsieur, ég sagði aðeins koss! — Hvílík sæla! Ég heiti að vera mjög varkái;. Hann átti þó erfitt með að standa við þetta loforoð siti. Varir hennar stóðu við sin fyrirheit, en hann hefði e£ til vill getað óskað sér, að þær væru ekki svona fast saman herptar. En hann var nógu kurteis til að lát.a sitja við orðinn hlut. Ef ég aðeins hefði yður á mínu valdi, andvarpaði hann þegar koss- inum lauk, — skyldi ég þíða yður. — Monsieur, var þetta allt sem þér ætluðuð að segja? Ég held ég ætti að fara núna. — Nei, ég hef ekki lokiö máli minu. Ég er því miður hræddur um að ég verði að snúa mér að leiðiniegri málum. Ástin mín, Það sem rak mig hingað á yðar fund i nótt, var jafnframt ákafri þrá minni til að vera hjá yður aftur, sú staðreynd, að ég gat ekki látið hjá líða að koma og vara yður við samsæri, sem verið er að brugga gegn yður. Ég hef miklar áhyggjur af örlögum yðar. Ó! Hversvegna skyldi ég hafa orðið svona ástfanginn af yður? Að fyrstu fann ég til vonar, siðan kvíða og nú er ég fullur sorgar, vegna þess að Þér hafið logið að mér, þér hafið vitandi vits blekkt mig. — I-Ief ég? Það er ekki satt. — Þér sögðuð mér, að Bræðralag heilags sakramentis hefði sent yður hingað. E'n það er ekki satt. Beaumier hefur verið að spyrjast fyrir um yður og komizt að því, án nokkurs vafa, að enginn kvenn- anna í félagsskap hins heilaga sakramentis hefur átt nokkur sam- skipti við yður, eða svo mikið sem þekkir yður. — Sem aðeins sannar, að Monsieur Beaumier hefur ekki fengið réttar upplýsingar ....... — Nei! Það var íuilvissa í rödd liðsforingjans. — Það sannar aðeins, að þér hafið verið að ljúga. Því hagar svo til að þessi mannrotta, Beaumier, fær alltaf mjög góðar upplýsingar um allt. Hann er mjög hátt settur í leynfélagsskapnum, raunar mun hærra en ég. Það er þessvegna, sem ég verð svo oft að láta að vilja hans. Það fór í taugarnar á mér að sjá hann reyna að komast að einhverju um yður, en Það stendur ekki i mínu valdi að hindra hann. Ég frétti í gegnum einn af njósnurum mínum, að hann hefði haft endaskipti á himni og jörð til að komast að þvi nákvæmlega, hver þér eruð. Hann kom nær og hvislaði: — Segið mér, hver eruð þér? Hann reyndi að taka hana í fangið aftur, en hún stirðnaði upp. — Hver ég er? Þetta var skrýtin spurning. Ég er aðeins einföld .... — Ónei, þér eruð enn að ljúga. Haldið Þér, að ég sé algjört fífl? Ég skal segja yður, að í öllu franska konungdæminu gæti ekki verið til einföld þjónustustúlka eins og þér, sem getur skrifað svona vel stílað bréf, með jafn fagurri snarhönd og bréfið, sem þér skrifuðuð mér ný- lega. Það vakti mér bæði gleði og kvíða, en staðfesti einnig þann grun minn, að þér felið hið raunverulega heiti yðar og stöðu bak við tilbúið nafn og lánuð föt. Um leið og Beaumier sá yður, fylltist hann tortryggni. Ég heyri að þér hafið hjartslátt. Þér eruð hrædd. Ef hann kæmist að einhverju, myndi það skaða yður? Svona, af hverju segið þér ekkert? Af hverju treystið þér mér ekki, engillinn minn? Ég er reiðubúinn til að gera hvað sem er til að bjarga yður. Fyrst af öllu verðið þér að yfirgefa þessa Húgenottaræfla, sem ekki geta gert neitt nema skaða yður. Dag einn verða þeir handteknir og finnist þér á meðal þeirra, komist þér ekki hjá lögreglurannsókn. Svo þegar það gerist, verðið þér að vera komin langt í burtu á öruggan stað. Ég get farið með yður, yður og dóttur yðar, til einnar af eignum mínum í Berry. Síðar, þegar þessi trúarþvæla er hjöðnuð og Beaumier er önn- um kafinn við eitthvað annað, get ég komið með yður aftur til La Rochelle. Þér mynduð að sjálfsögðu verða konan mín þá. Hann endurtók, fullur göfugleika, ef hún skyldi ekki hafa gert sér ljósar fyrirætlanir hans: — Ég veit ekki, hver þér eruð, en ég er reiðubúinn að kvænast yður fyrir því! Angelique kom ekki upp nokkru orði. Þessar uppljóstranir, að kvöldi slíks dags, slógu hana algjörlega út af laginu. Hún lagði af stað inn í húsið, steinþegjandi, en hann náði taki á henni. ■— Hvert eruð þér að fara? Þér eruð svo sannarlega óvenjuleg kona. Þér hafið ekki einu sinni svarað mér. Ætlið þér að ihuga tilboð mitt. — Já, að sjálfsögðu mun ég gera það. — Þér hafið þegar heitið mér því einu sinni áður. En þér verðið að ákveða yður fljótt. Á morgun verð ég að fara til Parísar í nokkra daga, til að sitja þar ráðstefnu. Ef aðeins að þér samþykktuð að koma með mér, gæti ég skilið yður eftir i Berry. — Ég get ekki ákveðið mig svo fljótt. Framleiðum mikið úrval af stálhúsgögnum í eldhús, félagsheimili, kaffistofur o. fl. K R Q M hisiiBH Hverfisgotu 82 — Simi 21175 MÐUttWM ÍFERMLMID & í® I i m s SLÁTURFÉUG 1 SUÐURLANDS f 32. tw. vjkaN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.