Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 36

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 36
 ir . t . > t.J. . 1*. .............. ' || |: rpii | æ w <# Bí : <5> £1 sa— ti— árbrú að afleggjara, sem þar er til hægri suður yfir flatlendið. — Hann ,greinist þar í tvær álmur vinstri álman að barnaheimilinu að Silungapolli en hægri álman að austurhliði Heiðmerkurgirðingar. — Frá hliðinu er rúmur kílómeter að aðalveginum í Mörkinni og mið- svæði hennar. Þar beyg|um við til hægri, förum framhjá einum af- leggjara til vinstri og staðnæmumst á næstu vegamótum. Hin leiðin frá Geithálsi er eftir Austurvegi í átt- ina til höfuðborgarinnar unz við komum að afleggjara til vinstri, merktum Jaðar. Hann förum við og er þá fyrst fyrir okkur brú, ef brú skyldi kalla, á Hólmsá og allur er þessi vegur í stíl við hana, höfuð- borginni til lítils sóma. — Sunnan Hólmsár komum við að austurenda Rauðhóla og ökum svo vestur með suðurjaðri þeirra. Meginhlutinn af þessu merkilega náttúrufyrirbæri hefur verið tættur í sundur miskunn- arlaust. Vesturendi hólanna er þó að mestu óhreyfður og nú í umsjá Náttúruverndarráðs. Þar birtist Ell- iðavatn framundan og vegurinn liggur suður með austurenda þess. Þá er hið forna stórbýli Elliðavatn á vatnsbakkanum til hægri, afleggj- ari að heimavistarskólanum að Jaðri til vinstri en aðalhlið Heið- merkur beint framundan, og örstutt frá því að vegamótunum, sem við vörum stödd á áðan. Heiðmök ætla ég ekki að lýsa hér, það fagra friðland verður hver og einn að kanna á eigin spýtur 36 YIKAN ^2-tbl- og á eigin fótum. Sú könnun get- ur tekið marga daga, hún byggist eingöngu á því, hvað menn eru gönguglaðir og hvort þeir hafa auga fyrir hinni yfirlætislausu, Ijúfu fegurð, sem þar er að finna. En þegar þið hafið lokið skoðun ykk- ar, þá skuluð þið koma aftur að vegamótunum, sem við vorum á áðan, þvf þar getum við enn einu sinni valið um tvær leiðir. — Við skulum fyrst halda veginn, sem liggur suð-vestur Heiðmörk, um Tungur með Strípshraun og Löngu- brekkur á vinstri hönd en Hjalla til hægri, að Selgjá í austurjaðri Smyrlabúðarhrauns. Þaðan er stutt suður að Gjárétt og frá henni suð- ur Búrfellsgjá að Búrfelli. Búrfell er eldgígur og gjárnar, sem nefnd- ar voru eru miklar hrauntraðir, sem Gerðahraun hefur runnið norður um, til sjávar á Álftanesi og í Hafnarfirði (Vífilstaðahraun, Garða- hraun, Gálgahraun). Vegurinn þver- beygir hér til hægri norður með hrauninu og út um vesturhlið Heið- merkur á Elliðavatnsveg á Urriða- vatnsholti, skammt sunnan við Víf- ilsstaði. Lengra förum við ekki að sinni, því að við þurfum að athuga hinn veginn úr mörkinni. Elliðavatnsvegur. Nú förum við til baka norður Jaðarsveg á Aust- urveg og eftir honum að suður- enda Rauðavatns. Þar förum við Elliðavatnsveg vestur um lægðina, sunnan við Selásinn og yfir Elliða- árnar, rétt norðan við stíflumann- virkin, þar sem árnar renna úr Ell- iðavatni. Vegurinn liggur vestur brekkurnar, norðan við vatnið og er gott útsýni yfir það. Útvarps- stengurnar gnæfa á hægri hönd á Vatnsendahæð og nokkuð sunnar er fjarskiptastöð Flugþjónustunnar á Rjúpnahæð. Þar komum við fram á brekkubrún og í litlum dal fyrir neðan er Vífilstaðavatn og heilsu- hælið norðan við það. Af brekku- brúninni er dágott útsýni til vest- urs og norðurs. Norðan við vatn- ið er Vífilstaðavegur til hægri, norð- ur á Hafnarfjarðarveg í Silfurtúni, en við höldum áfram vestur með vatninu og er umhverfið sérlega hlýlegt, viða töluvert skógarkjarr. Hér verður fyrir okkur mjótt hraun- haft og vestan þess er Heiðmerkur- hliðið og vegamótin, sem við vor- um á áðan. Nú er Hafnarfjarðarbær á næstu grösum. Vestan við melinn er Urr- iðavatn og liggur vegurinn sunnan við það, þá yfir Setbergshlíð og Hafnarfjarðarlæk og kemur á Kald- árselsveg í austurbrekkum Mosfells- hlíðar, skammt sunnan við byggð- ina. Það er vel þess virði að bregða sér suður þann veg, að Valahnúk- um og Helgafelli (340 m). Mér er sagt að ofan af því sé frábært út- sýni. Við förum ekki þá leið núna heldur beygjum til hægri, norður með kirkjugarðinum, yfir Reykja- nesbraut og niður Öldugötuna að læknum. Þá er raftækjaverksmiðj- an í brekkurótum á hægri hönd en hjúkrunarheimilið Sólvangur hand- an við lækinn. Hér beygjum við 1il vinstri, niður með læknum, fram- hjá kirkjunni og út á Strandgötuna. Höldum eftir henni framhjá höfn- inni og norður úr bænum meðfram sjónum unz vegurinn sveigir til hægri milli tveggja vöruskemma á Garðaveg. GarðaholtiS er framundan. Fé- lagsheimili hreppsins er í brekk- unni til hægri en hinn merki kirkju- staður Garðar á Álftanesi sjávar- megin. Sú kirkja var lögð niður um a11 langan tíma og stóðu að- eins traustlega hlaðnir steinveggir eftir. Nú hefur þetta merka guðs- hús verið endurbyggt af miklum myndarskap og er hreppsbúum til sóma. Af norðurendanum á Garða- holti blasir Álftanesið við okkur, gróðursæl vin í örtröð þéttbýlisins og er óskandi að hún fái að hald- ast þannig. Fremsti hluti nessins er mjög láglendur og ákaflega vog- skorinn. Tveir vogar skera það næstum í sundur, Skógatjörn að vestan og Lambhúsatjörn að aust- an. Tjarnarnöfnin benda til þess, að sjórinn hafi brotizt inn ( þær eftir landnám enda verða hér oft landspjöll f stórbrimum. Sunnan við Lambhúsatjörn gengur Gálgahraun í sjó fram en norðan hennar er Bessastaðanes og þar standa Bessa- staðir, í meira en 4 aldir höfuð- setur hins útlenda valds en nú heimili forseta hins íslenzka lýð- veldis. Norðan við nesið er Bessa- staðartjörn, sem búið er að gera að tjörn aftur með fyrirhleðslu. Við ökum niður brekkuna og komum : j p» 'm f I Auðveldari ræsing «rJu [\ Meira afl. - Minna vélarslit. Allt a8 10% 1| eldsneytissparnaSur. ■'ii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.