Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 47
f
I
I
[71 VIKAN OG HEIMILIÐ
ritstjóri:
Gudridur Gisladóttir.
[ : W /
Þessi skemmtilegu heklmunstur má nota
sem litla eða stóra dúka, heklaða með hvítu
hekígarni eða úr skóarahör (fæst í verzl.
Jóns Brynjólfss.). Einnig’ má, með breyting-
um, nota munstrin í teppi og hekla þá úr
grófu bómullargarni eða ullargarni „Hjarta
crepe“.
Dúkur nr. 1.
Þvermál um 16 cm. Efni: D.M.C. heklu-
garn nr. 60 eða finna heklunál nr. 12 eða 14.
Fitjið upp 10 loftl., myndið úr þeim hring
og lokið honum með keðjulykkju.
1. umf.: Hekl. 42 þrefalda stuðla (sjá skýr.)
í hringinn.
2. umf.: 3 loftl., 1 fastal. miili annars hvers
stuðuls = 21 bogi í umferðinni.
3. umf.: 4 loftl., 1 fastal. í hvern boga.
4. umf.: 5 loftl., 1 fastal. í hvern boga. Auk-
ið áfram út 1 fastal. í hvern boga til og með
8. umf. og eru þá 9 1. í boganum.
9. umf.: ☆ Hekl. 8 þrefalda stuðla í miðju
bogans með 9 1., 2 loftl. Endurtakið frá ☆ =
21 stuðlasamstæða með 2 loftl. á milli í um-
ferðinni.
10. umf.: 2 loftl., 1 fastal. milli annarra
hverra sluðlá = 63 bogar í umferðinni.
11. umf.: 3 loftl.. 1 fastal. í hvern boga.
Aukið áfram út 1 fastal. í hvern boga tii og
með 15. umf. og eru þá 7 loftl. í bogunum.
16. umf.: ☆ 8 þrefalda stuðla í miðju boga
með 7 loftl. (7. loftl., 1 fastal. í boga) 6 sinn-
um, 7 loftl., endurtakið frá ☆ þar til 9 stuðla-
samstæður með bogum eru í umferðinni.
17. umf.: ☆ 7 loftl., 1 fastal. í miðja stuðla-
samstæðu (7 toftl., 1 fastal. í boga) 7 sinn-
um, endurlakið frá ☆ = 72 bogar í umferð-
inni.
18.—21. umf.: 7 loftl., 1 fastal. í boga.
22. umf.: Hekl. eins og 16. umf., en víxlið
stuðlasamstæðunum við þær fyrri.
23. —24. umf.: Eins og 17. umf. en með 8
loftl. í bogunum = 81 bogi í umferðinni.
25.—26. umf.: 9 loftl., 1 fastal. í hvern boga.
Klippið á þráðinn og gangið frá honum.
Hringmunstur nr. 2.
Hekl. 5 hringlaga munstur um 4 cm í
þvermál hvert. Munstrin má annars hafa
eins mörg og vill og fer vel á að hafa þau
í dúk.
Efni: D.M.C. heklugarn nr. 50 eða finna
heklunál nr. 12 eða fínni.
Fitjið upp 6 loftl., myndið úr þeim hring
og lokið honum með 1 keðjul.
1. umf.: 6 loftl. (1 þrefaldur stuðull, 2 loftl)
11 sinnum. Lokið umferðinni með 1 keðjul.
í 4. loftl. = 12 bogar í umferðinni.
Framhald á bls. 48.
* ‘
* :
...: ■*'■