Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 46

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 46
f I I [71 VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. [ : W / Þessi skemmtilegu heklmunstur má nota sem litla eða stóra dúka, heklaða með hvítu hekígarni eða úr skóarahör (fæst í verzl. Jóns Brynjólfss.). Einnig’ má, með breyting- um, nota munstrin í teppi og hekla þá úr grófu bómullargarni eða ullargarni „Hjarta crepe“. Dúkur nr. 1. Þvermál um 16 cm. Efni: D.M.C. heklu- garn nr. 60 eða finna heklunál nr. 12 eða 14. Fitjið upp 10 loftl., myndið úr þeim hring og lokið honum með keðjulykkju. 1. umf.: Hekl. 42 þrefalda stuðla (sjá skýr.) í hringinn. 2. umf.: 3 loftl., 1 fastal. miili annars hvers stuðuls = 21 bogi í umferðinni. 3. umf.: 4 loftl., 1 fastal. í hvern boga. 4. umf.: 5 loftl., 1 fastal. í hvern boga. Auk- ið áfram út 1 fastal. í hvern boga til og með 8. umf. og eru þá 9 1. í boganum. 9. umf.: ☆ Hekl. 8 þrefalda stuðla í miðju bogans með 9 1., 2 loftl. Endurtakið frá ☆ = 21 stuðlasamstæða með 2 loftl. á milli í um- ferðinni. 10. umf.: 2 loftl., 1 fastal. milli annarra hverra sluðlá = 63 bogar í umferðinni. 11. umf.: 3 loftl.. 1 fastal. í hvern boga. Aukið áfram út 1 fastal. í hvern boga tii og með 15. umf. og eru þá 7 loftl. í bogunum. 16. umf.: ☆ 8 þrefalda stuðla í miðju boga með 7 loftl. (7. loftl., 1 fastal. í boga) 6 sinn- um, 7 loftl., endurtakið frá ☆ þar til 9 stuðla- samstæður með bogum eru í umferðinni. 17. umf.: ☆ 7 loftl., 1 fastal. í miðja stuðla- samstæðu (7 toftl., 1 fastal. í boga) 7 sinn- um, endurlakið frá ☆ = 72 bogar í umferð- inni. 18.—21. umf.: 7 loftl., 1 fastal. í boga. 22. umf.: Hekl. eins og 16. umf., en víxlið stuðlasamstæðunum við þær fyrri. 23. —24. umf.: Eins og 17. umf. en með 8 loftl. í bogunum = 81 bogi í umferðinni. 25.—26. umf.: 9 loftl., 1 fastal. í hvern boga. Klippið á þráðinn og gangið frá honum. Hringmunstur nr. 2. Hekl. 5 hringlaga munstur um 4 cm í þvermál hvert. Munstrin má annars hafa eins mörg og vill og fer vel á að hafa þau í dúk. Efni: D.M.C. heklugarn nr. 50 eða finna heklunál nr. 12 eða fínni. Fitjið upp 6 loftl., myndið úr þeim hring og lokið honum með 1 keðjul. 1. umf.: 6 loftl. (1 þrefaldur stuðull, 2 loftl) 11 sinnum. Lokið umferðinni með 1 keðjul. í 4. loftl. = 12 bogar í umferðinni. Framhald á bls. 48. * ‘ * : ...: ■*'■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.