Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 21
Æk& lyfta huganum f Þessir snillingar, sem við sjáum hér, nefna sig Mothers of Invention. Þeir eru Bandarískir. Æðstuprestar og helztu boðberar psychedelic tónlistar. En bíð- um nú hæg. Psychedelic?!! Jú, þetta orð heyrist nú nefnt æ oftar og þá jafnan í tengslum við hugtakið músík. Ef þýða ætti hvorttveggja á íslenzku, yrði útkoman „sálarútþenslutónlist“. Sem sagt: hér er á ferðinni músik, sem stækkar sjónarhring einstaklingsins eða m. ö. o. eykur víðsýni hans. Svo er sagt, að normalt fólk noti 20% af heilanum. Neytendur LSD eyturlyfja kom- ast upp í 80% nýtingu — og þá eru þeir líka komnir í trans. Sálarútþenslu- tónlistin miðar að því að lyfta huganum í æðra veldi (líkt og við neyzlu, LSD), og ef til tekst taka menn að sjá sýnir eða falla í trans. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum! æöra velðl En hvernig lýsir þá þessi sálarútþenslutónlist sér, kann einhver að spyrja Rétt er að taka það fram, að ekki eru allir á eitt sáttir um það, hvort flokka beri fyrirbrigðið undir hugtakið músik. Flytjendur gefa frá sér brenglaða tóna, og mun næst sanni að segja, að hljóðframleiðslan sé óskipulagsbundinn hávaði. Tilgangurinn er að rugla heilastarfsemi áheyrenda. Til þess að slíkt megi enn betur takast eru ljóskastarar óspart notaðir. Ljósin eru í öllum regnbogans litum og þau leika ekki aðeins um flytjendur heldur og áheyr endur. Það er talið hámark sælunnar, þegar áheyrandinn tekur að sjá hringi fyrir augum sér — slíkt er oft gert með því að láta ljós springa með háum hvelli fyrir framan viðkomandi! Fiðgur lög effiir Rúnár á nýrri hljómplötu Dátar sendu fyrir nokkru frá sér aðra hljómplölu sína og sýndu þar með fram á, að enn er lífsmark með hljómsveitinni. — Nokkur truflun varð við útkomu plötunn- ar, þar sem pressugerðarmenn norskir fóru illa með ágæta hljóðupptöku Péturs Stein- grímssonar. Mun nú allt komið í eðlilegt horf, og Pétur hefur tekið gleði sína á ný. Skemmst er frá því að segja, að þessi skífa er að mörgu leyti betri en hin fyrri, sem Dátár sendu frá sér. Þar hélt eitt lag plötunni á lofti, „Leyndarmál“ eftir Þóri Baldursson. Á þessari plötu er tæplega hægt að segja, að eitt lag beri af öðrum. í sann- leika sagt eru öll lögin í fyrsta gæðaflokki og því er fyllsta ástæða til að óska Rúnari Gunnarssyni til lukku, — en Rúnar hefur samið öll fjögur lögin á plötunni. Hann syngur líka lögin sín sjálfur og kroppar í sólógítarinn. Þótt ljótt sé frá að segja, var ég vantrú- aður í aðra röndina, þegar ég setti þessa plötu á glymskrattann í fyrsta sinn. Ég hélt í fáfræði minni, að Dátar væru búnir að lifa sitt fegursta skeið. En svo heyrði ég lögin, og þá sagði ég við sjálfan mig: Ja, hvur öndóttur; Svona getur manni skjátlazt hrapallega. Lögin á plötunni heita „Fyrir þig“, „Gvendur á eyrinni“ og „Konur“. Texta við öll lögin hefur Þorsteinn Eggertsson gert og hefur hann leyst það hlutverk af hendi með mestu prýði. Hann kemst víða skemmtilega að orði, eins og t. d. þegar hann segir frá kvenpeningnum í Kína, en þar eru konurn- ar svo margar, „að kringum jörðina þær næðu, ef þær stæðu í röð. .. .“ Á einum stað í sama texta skýtur upp kollinum skemmtilegt suðurnesjaslang, þ. e. orðatiltækið „að pæla í e-u“. Kannski ekki óeðlilegt, þar eð Þorsteinn óx úr grasi suð- ur með sjó. Þorsteinn er án efa í hópi okk- ar beztu textagerðarmanna, og vonandi eiga fleiri eftir að njóta góðs af hæfileikum hans. Þessi hljómplata verður án efa til þess að auka hróður Dáta um allan helming, og er það vel, því að hljómsveitin á góðar við- tökur skilið eftir að hafa sent frá sér svo ágæta plötu. Það er einhver ferskur blær yfir öllu gumsinu, og fyrir það hengjum við medalíu með stjörnu og hala í barminn á Rúnari og hinum „dátunum". Skelfing hefði nú verið ánægjulegt að fá upplýsingar um hljómsveitina á kápubaki. Ekki uppskrúfaða mærðarvellu um það, hve hljómsveitin sé góð. Bara nokkrar staðreynd- ir, eins og t.d. það, hvað piltarnir heita. Ekki hefði það sakað. CILLA Er það sem mér sýnist . . . ? Jú — þetta er Cilla Black, miki'ð rétt, klædd á japanska vísu í revíunni „Way out in Piccadilly“, sem hefur verið leik- in við miklar vinsældir í London að undanförnu. Cilla sést nú ekki nema endrum og eins í heimabæ sínum, Liverpool, enda hefur hún í mörg hornin að líta bæði við söng og leik, m. a. í Prince of Wales leikhúsinu í London, þar sem revían er flutt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.