Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 10
Heill sólarhringur leið og ekkert gerSist. 20. marz rann upp. ÞaS var ofsarok og rigndi eins og hellt væri úr fötu. Lög- regfuþjónarnir voru enn í felustöSum sínum. Einhver hlaut aS koma og sækja filmurnar - einmitt í svona veðri. Klukkan tíu um kvöldið kom lítil Fíat-bifreið akandi eftir veginum . .. 10 VIKAN 32- tM- Síðdegis 15. marz síðastliðinn komu tveir menn inn í litla og ósjálega fornverzlun við Valentino-götu í borginni Torino á ftalíu. Eigandi hennar, hin 52 ára gamla Angela Maria Antoniola, hraðaði sér glöð í bragði á móti þessum viðskiptamönnum, sem hún hugði vera. Andartaki síðar varð andlit henn- ar skelfingin uppmáluð. Mennirnir kynntu sig sem háttsetta yfirmenn í SID, ítölsku ör- yggislögreglunni. — Vill frúin vera svo góð og koma með okkur. Þér eruð teknar fastar, grunaðar um njósnir. — En maðurinn minn ... Við finnum hann fyrr en varir. Á sama tíma gekk maður úr húsasundi skammt frá. Hann gekk öruggum skrefum að kyrrstæðum Volkswagenbíl. Um leið og hann opnaði bílhurðina og settist, heyrði hann lága rödd: — Eruð þér Giorgio Rinaldi? — Já .. . — Þá skulum við aka spölkorn saman, sagði ókunni maðurinn, lagði handlegginn yfir axlir honum þannig að hann gat ekki hreyft sig. Enginn vegfarenda tók eftir neinu óvenjulegu. Fáeinum klukkustundum sífiar handtók ítalska öryggislögreglan einnig 32 ára gaml- an mann, Armando Girard. Girard kom frá Spáni og fór yfir landamærin til ftalíu um kvöldið. Hann var tekinn á tollstöðinni, án þess að til nokkurra átaka kæmi. í farangri hans fann SID vindlaöskju, sem hafði að geyma 35 mikrofilmur — hernað- arleyndarmál. Þar með hafði ítalska öryggislögreglan komið upp um mestu og hættulegustu njósna- starfsemi, sem vitað er um. Upphaf þessarar sögu gerðist einn blíðan vordag 1957. Giorgio var ósköp venjulegur, fátækur ítali, fyrrverandi fallhlífarhermað- ur, sem lifði á því að sýna og kenna fall- hlífarstökk. Hann fékk 2000 krónur fyrir hvert stökk. Rinaldi var taugaveiklaður og sálsjúkur og drykkfelldur í meira lagi. Pen- ingunum, sem hann fékk fyrir fallhlífar- stökkin, eyddi hann öllum á kránni. Vorið 1957 komst hann í kynni við rúss- neskan sendiráðsmann, en ekki er enn þá kunnugt hvernig það atvikaðist. Hjá honum fékk hann 25.000 krónur. Síðan tóku Rúss- arnir hægt en örugglega að notfæra sér hann. Þeir komust fljótt að raun um, að hann gat orðið þeim að miklu liði. Hann var fyrrverandi fallhlífarhermaður í stríðinu og síðan kennari í fallhlífarstökki á ftalíu, Sviss og Spáni, þótt hann missti þá stöðu vegna drykkjuskapar. Slíkur maður var innundir hjá hernum ekki aðeins á ftalíu. Hann gat einnig heimsótt spænskar, franskar og ame- rískar herstöðvar næstum óhindrað. Auk þess virtist hann vera auðveldur viðfangs. Það þurfti ekki annað en veifa peningaseðlum framan í hann ... Rinaldi fékk að leika lausum hala í tvö ár. Allan þann tíma fylgdust Rússarnir samt með hverri hreyfingu hans. Fyrst 1959 lögðu þeir spilin á borðið og fengu hann fyrir of- fjár til þess að ganga í G.R.U. — hina leyni- legu, rússnesku njósnahreyfingu. Rinaldi hik- aði ekki hið minnsta. Hann ferðaðist nú til Rússlands til þess að dveljast á njósnaskóla í nokkrar vikur. Þar lærði hann meðal annars að taka myndir, gefa undirmönnum fyrirskipanir, nota ósýni- legt blek, fara með útvarpssenditæki, opna bréf, án þess nokkuð sæist á umslaginu og síðast en ekki sízt: koma fólki fyrir kattar- nef á örskammri stundu. Rinaldi var ötull

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.