Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 29
krónum íslenzkum) einu sinni í metró og strætó eða öfugt. Við tökum metróinn tii Expó. Á stöðinni Ile Sainte-Helene er okkur sagt að fara úr. Úr förum við, eftir göngum og rennistigum, og sjá, hér blasir við okkur mikið mannhaf og litaskrúð, einspori (monorail, reyndar kall- aður minirail hér) rennur í nokkurri hæð yfir jörðu, hvarvetna er ys og tónlist úr hátölurum, og framundan er fánaborg með miklu mannvirki á bak við: Bandaríski sýn- ingarskálinn. Það er komið undir kvöld, þegar við kom- um hér, dumbungur í lofti og hangir yfir með rigningu. Sannarlega ekki myndaveður. Allt fullt af fólki. Bezt að nota tímann til að lit- ast um og átta sig á staðháttum. Við örkum af stað og fyrr en varir erum við komnir að fljóti heilags Lárentíusar. Og sjá, okkur á hægri hönd rís stór bygging hvítmáluð og gluggalaus, fallegt íshús á súlum. Á húsinu stendur SCANDINAVIA. Við förum þangað, heilsum upp á íslendingana sem standa fyrir okkar hönd og annarra íslendinga í dimmum sal strax og upp er komið og gefa upplýsing- ar um land og þjóð. Sýningardeildir landanna eru uppi, en á sömu hæð og upplýsingarnar eru líka veitingastofur „miðnætursólarinnar“, (Midnight sun restaurant), restaurant, kaffi- tería og bar. Við förum inn á kaffiteríuna til að fá okkur í svanginn, setjumst við borð, kannski ofurlítið týndir í öltum þessum ólgu- sjó manngrúa og tröllstórra ævintýrahalla. — Það er drungalegt úti, mjög farið að skyggja, hreytir niður dropa og dropa og hér í kaffi- teríunni ná veggirnir ekki nema niður að borðbrúninni og það næðir kuldalega um Framhald á bls. 44. Illjusin 144 Supersonic. Þetta er líkan af hljóöhverfunni þeirra So- vétmanna. Þetta er rennilegur fugl og fallegur, með fellinefi. en ekki var tilgreint hvenær hann myndi fara á loft. Inngangurinn í Sovétskálann. Því verður ekki á móti mælt, að ham- arinn og sigðin geta verið falleg áhöld og gott merki. <y L cjj, Séð yfir hluta af Sovétskálanum. Þar blasir við meðal annars ný- tízkuleg mynd af Lenin sáluga. Líkan af rúss- neskri, atómknú- inni stöð til vinnslu fersk- vatns úr sjó. Framar á mynd- inni er svo líkan af íbúðarhverfi. Á vinstri blað- síðunni sér yfir lænuna milli Ile St.-Helene og Ile Notre-Dame. Það er Sovétskálinn, sem hæst ber hins vegar. Mynd- in er tekin úr Skandinavíu- skálanum. Fiskeldisker í Sovétskálanum, líkan af kjarn- orkuknúnum kafbáti og annað tilheyrandi útvegi og siglingum í Sovét.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.