Vikan


Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 10.08.1967, Blaðsíða 50
HUSMKDUR Nú eru góð kaup í boði 00 00 Uppþvottalögurinn „3 hands LIGHTNING' er i stórri, en ókaflega handhægri plastflösku, sem inni- heldur rúmlega 1 lítra. Uppþvottalögurinn er bland- aður LANOLINI og fer því mjög vel með hendurnar. Tappinn, sem er af nýrri gerð, hindrar óþarfa sóun og óþrif. Mildur og góður ilmur. Leirtauið verður skínandi fagurt ó augabragði. Spyrjid um verðið, og þer munuð sannfœrast um, að góð kaup eru í boði INNFLYTJANDI GLOBUS HF. Hvítkál er venjulega soðið í litlu vatni, hæfilega söltu. Það má sjóða það í hálfum hausum, stórum stvkkjum eða smáskorið. Það er sérstaklega ljúf- fengt, sé það soðið í blöndu af smjöri og mjólk eða vatni, líka má nota bacon- feiti 1 stað smjörs, þar sem á við. Blanda af smjöri og mjólk er ágæt.’ Mjöjg smáskorið hvítkál er gott í öll hrá salöt, og einfalt og auðgert salat er t. d.,1 smásaxað hvítkál og smáskornar appelsínur. Það er þá látið liggja saman í nokkra tíma, svo að kálið sjúgi í sig safann. Soðnir afgangar af hvitkáli eru góðir brúnaðir, og gott er að brúna saman leifar af soðnum kartöflum og hvítkáli. Hrátt, stórt hvítkálshöfuð má nota í kokkteilboði til þess að stinga í smápinnum með ýmsu góðgæti á, en hausinn verður þá eins og skrautlegur broddgöltur. Sætsúrt hvítkál. 4—6 bollar smásaxað hvítkál, 8 sneiðar bacon, 1 matsk. púðursykur, V2 tsk. salt, i/4 tsk. pipar, 3 matsk. edik, V2 tsk. sinnepsduft, 1 matsk. vatn V2 tsk. paprika. Sjóðið hvítkálið og látið vatnið renna af því í sigti. Steikið baconið og setjið þurru efnin saman við. Bætið ediki og vatni í og hitið að suðumarki. Hellfð yfir kálið. Hvítkálsstappa. 1 hvítkálshöfuð, V2 dl rjómi, 15 gr smjör, salt pipar, 1 tsk. múskat. Hvítkálshöfuðið skorið í fjóra bita og sett í sjóðandi vatn. Þegar suðan er komin upp, er vatninu hellt af því og annað vatn sett á það og kálið soðiið meyrt í því. Svo er það látið í gatasigti og látið renna vel af því. Þá er það hakkað einu sinni í hakkavél og á eftir á það að vera svipað laussoðnum hrísgrjónum. Rjóminn, smjörið, saltið, piparinn og múskatið sett 1 pott og kálið hitað upp í því. Gott með kjöt- og fiskréttum. Brúnkál með fleski. 50 gr. smjörlíki, 50 gr. sykur, 1 kg. hvítkál, 500 gr. nýtt flesk. Smjörlíki og sykur sett í járnpott eða á pönnu og brúnað. Hvítkálið skorið mjög smátt og því bætt út í og soðið í 2 klukkutíma eða þar til það er meyrt. Það á ekki að setja vatn á kálið, því að nægur vökvi á að koma úr því sjálfu. Auðvitað má ekki hafa hitann of mikinn, sérstaklega í byrjun. Fleskið er soðið með kálinu þar til það er meyrt, en tekið upp úr og haldið heitu þar til kálið er fullsoðið. Síðan er því raðað ofan á kálið, þegar rétturinn er borinn fram. Kál með pylsum. 1 hvítkálshöfuð, 8—10 stk. pylsur, 50 gr. smjörlíki, salt og pipar. Kálhausinn skorinn í fjóra hluta og soðið. Vatnið látið renna vel af því. Síðan er það hakkað með salti og pipar einu sinni gegnum hakkavél, en haft eins gróft og hægt er. Þriggja cm þykkt lag af káli sett á botn á eldföstu fati, pylsurnar settar í miðjuna og síðan kál yfir þær, smjöri hellt yfir og bakað í klukkutíma. Góð kjötsósa eða önnur sósa borin með. 50 VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.