Vikan


Vikan - 21.12.1967, Síða 34

Vikan - 21.12.1967, Síða 34
en hún eftir því, að hún var hrein og strokin, og hún lagði gjöfina til Christabel á borðið, settist svo í sætið sitt. Hún var stirð eftir að liggja á gólfinu, hún var með höfuðverk og hana sveið í hálsinn, eftir allan grátinn, en hún var svöng. Mamma gaf henni te og hún borðaði bæði brauð og kökur. Afmæliskakan var fallega skreytt og á henni voru tólf kerti, og svo var líka skrifað á hana, með rauð- um sykri: „Til hamingju, Christa- bel". — Og ég er átta sinnum tólf ára, sagði langamma. Daggardrop- inn læddist fram á nefbrodd henn- ar og glitraði. — Átta sinnum tólf, getur nokkur sagt mér hve mikið það er? spurði langamma. Elisabeth starði á daggardrop- ann, og áður en nokkur gat svar- að kom það, ting. — Níutíu og sex! — Æ, hvað ég er orðin gleymin, sagði langamma. — Ég ætlaði að koma við í einni búð og kaupa smávegis,- fægilög, sápuspæni og negul, en ég gleymdi því. Elísabeth, geturðu ekki farið fyrir mig í búð- ina og keypt þetta, þú gætir hjólað, þá ertu fljótari. — En ég get ekki . . . — Hérna eru peningarnir, sagði langamma, — þú kemur svo með afganginn. Ting! Áður en Elisabeth vissi af, var hún komin út á götu með hjól- ið sitt, og hún hjólaði nú hiklaust. Áður en varði var hún komin til baka, með vörurnar fyrir langömmu. og hárrétt til baka. — Hvað er það sem hjálpar mér? Ég hélt að það væri álfabrúðan, sagði Elisabeth undrandi. Hún trúði þessu ekki. — Ég hélt það líka, sagði Josie, og það var ekki laust við að hún væri ergileg. — Hvernig ætti það að vera? sagði Godfrey. — Hún hefði ekki getað það, sagði Christabel, sem vissi svo margt, hún var líka orðin tólf ára. — Þetta var bara brúða! — Álfabrúða, leiðrétti langamma, og rödd hennar var fjarlæg. — Eins og hún kæmi ofan að, hugsaði Elisabeth. Fyrir jólin máttu börnin óska sér jólagjafa. — Ég vil vatnslitakassa, sagði Christabel. — Ég vil aukavagn í járnbrauta- lestina mína, sagði Godfrey. — Ég vil brúðueldhús, sagði Josie. Elisabeth vissi ekki hvað hún vildi. — Aðra álfabrúðu, stakk Christa- bel upp á. — Aðra, það er engin önnur, sagði Elisabeth hneyksluð. — Hún var álfabrúða. Á aðfangadag var jólatréð kom- ið inn í dagstofuna. Mamma fór upp á loft og sótti jólaskrautið í kistuna. — En hvað á að setja á toppinn? spurði Christabel. Elisabeth hljóp upp á loft, hún ætlaði að leggjast bak við kistuna. — Ég ætla að vera þar. Mig langar ekki í nein jól, sagði hún. Þegar hún kom upp, var kistan opin. Ofan á teppunum og peysunum lá kass- inn undan álfabrúðunni. — Hann er tómur, sagði Elisa- beth, — alveg tómur. Hún var alveg komin að því að fara að gráta, en þá heyrði hún greinilega: — Gáðu, ting, gáðu! — Hversvegna? Hann er tómur! — Gáðu í kassann! — Hann er tómur. — Gáðu. Þetta var meira en venjulegur hljómur, þetta var hreyfing, eins og kassinn væri lifandi, og . . . eins og töfrasprota væri veifað. Elisabeth rétti varlega fram hönd- ina. Lokið flaug af kassanum. — Opnaði ég hann? spurði Elisabeth, hún heyrði skrjáf í bláa umbúða- pappírnum. — Var ég að skrjáfa? Allt í einu var álfabrúðan í hendi hennar. — En hvernig? spurði Christabel. — Ég sagði bara: — Hvað á að vera á toppnum? Þá hljóp hún upp og kom niður með álfabrúð- una. — Sem var týnd, sagði Godfrey. — Var hún ekki týnd? spurði Josie. Þau gátu ekki skilið þetta. Einhver kynni nú að hugsa að Josie, sem var afbrýðisöm, hefði tekið álfabrúðuna og falið hana í kistunni. En Josie varð undrandi, þegar álfabrúðan fannst, svo það gat ekki verið. Og hvernig gat það verið að álfabrúðan var nú hrein og fín, silfurvængirnir voru sem nýj- ir og skórnir voru alveg nýir. Kannski hafði mamma fundið hana og sett hana til hliðar, vegna þess að henni hefir fundizt Elisa- beth vera orðin of háð henni. Mamma hefði getað búið til nýjan kjól og vængi. — En ég hefði aldrei getað saumað svona fíngerða skó, sagði mamma. Álfabrúðan horfði beint fram fyr- ir sig, og töfrasprotinn hreyfðist mjög varlega í hendi hennar. Álfabrúðan var komin á sinn stað á jólatrénu. Eftir jól var hún lögð í kassann undir kistulokinu. — Hún hefir lokið sínu hlutverki, sagði mamma. Christabel fékk vatnslitakassann, Godfrey járnbrautarvagninn og Josie, sem nú var alveg laus við alla afbrýðisemi, fékk brúðueldhús- ið. Elisabeth fékk Ijómandi fallega brúðu, sem gat lokað augunum og opnað þau. Hún er afskaplega hrifin af brúð- unni sinni, en í hvert sinn sem hún hleypur upp eða niður stigann, leggur hún hendina á kistulokið; og í hvert sinn sem hún gerir það, finnst henni hún heyra tæran hljóm, eins og frá glerbjöllunum á jóla- trénu, en það getur verið (mynd- un.... ☆ 99 mamma hugsai* fynt- öllu. - - hún hafuí- ávalk % VlCK VapoRub Salve Til udvortes bruQ Ved visse irritationer viJ hendina” Eftir 4 ár Framhald af bls. 23 settist við hlið honum og sagði: „Halló, Ralph! Velkominn aftur!“ Ralph mundi eftir Jimmy Fleming. Hann hafði fyllstu ástæðu til að muna vel eftir honum. Það var einmitt hann, sem hafði yfirheyrt hann nótt- ina, sem hann var tekinn fast- ur fyrir fjórum árum. „Halló! Hefurðu verið hækk- aður í tign?“ Jimmy Fleming brosti. „Ekki ennþá. Ég er ekki einn af þeim mönnum, sem sýknt og heilagt er verið að hækka í tign. Hvernig lízt þér á staðinn?" Ralph yppti öxlum. „Hann hefur ekkert breytzt. Hins vegar hefur borgin breytzt mikið. Ég varð hissa, þegar ég sá jólaskreytingarnar. Ég bjóst ekki við, að þær væru svona stórfenglegar.“ Leynilögreglumaðurinn brosti og tók upp sígarettupakka, sem var allur velktur og krumpinn. „Kaupmennirnir álíta senni- lega, að þessar skreytingar auki viðskiptin; setji mann í svo gott jólaskap, að maður gleymi að telja hvern eyri í buddunni." Hann valdi eina sígarettu úr pakkanum. Hún var minna velkt en hinar. „Ertu búinn að gera jólainn- kaupin, Ralph?“ „Ég þarf ekki að gefa nein- um jólagjöf. Stelpan beið ekki eftir mér.“ „Þrátt fyrir öll þessi ósköp af ilmvatni, sem þú ætlaðir að gefa henni? Það var leiðinlegt. Ég heyri sagt, að hún sé farin að vera með Bud Tobruk. Er það satt?“ „Ég veit það ekki; hef ekki heyrt hann nefndan.1 „Hann er lítill karl, en lang- ar til að verða stór. Ég bíð eftir, að honum takist það.“ „Á sama hátt og þú hefur beð- ið eftir, að ég slyppi út?“ „Ilmvatn! Það var ekki nógu verðugt verkefni fyrir þig, Ralph.“ „Það var margra milljóna virði.“ „En hvar ætlaðirðu að selja það? Á strætum og torgum kannski?" Ralph yppti öxlum. „Heyrðu, hvernig vissirðu að ég væri hér? Varstu að leita að mér?“ ..Nei, ekki beint. En þessi staður er mjög vinsæll, sérstak- lega hjá mönnum eins og þér.“ „Það er nefnilega það,“ sagði Ralph og lauk úr glasi sínu. „Þetta eru fyrstu jólin, sem þú ert frjáls ferða þinna í hve mörg ár?“ „Pjögur ár. Ég var laus og lið- ugur einmitt í þessari viku fyr- ir fjórum árum. Þá var ég stað- 34 VTKAN 51-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.