Vikan - 21.12.1967, Blaðsíða 39
þar sern Voru litlai' myndastytt-
ur aí fjárhirðunum og vitring-
unum frá Austurlöndum. Það
skrjáfaði í pökkunum, þegar
fólkið hreyfði sig.
Loks hélt hann að allir væru
farnir. Hann litaðist um í kirkj-
unni til að fullvissa sig um það.
Hann varð undrandi þegar hann
sá Bob Tobruk krjúpa á bekkn-
um fyrir aftan sig.
„Halló Ralph,“ hvíslaði hann.
„Ég þarf að tala dálítið við þig.“
Ralph fór út úr kirkjunni og
beið eftir Tobruk á tröppunum.
„Þú eltir mig,“ sagði hann
önugur.
„Nei, alls ekki.“
„Hvað viltu mér?“
„Fleming leynilögreglumaður
heimsótti þig, var það ekki?“
„Hvaða máli skiptir það?“
Bud Tobruk andaði að sér
fersku næturloftinu og sagði:
„Þú hefur vonandi ekki sagt
honum neitt.“
„Eins og hvað?“
„Það sem okkur fór á milli í
morgun. Um gimsteinana, þú
veizt.“
„Ég sagði honum ekki neitt.“
„Það er gott.“
„Hættu bara að elta mig á
röndum."
Hann gekk burtu og vildi
helzt losna við þau öll með tölu.
Þau fóru í taugarnar á honum.
Honum var ljóst, að hann gat
ekki dvalist í þessari borg öllu
lengur. Þegar hann hafði pakk-
að niður sínum fátæklega far-
LILUU
LIL-JU
LILJU
LIUJU
LILJU BINDI
ERU BETRI
Fást í næstu búð
SIGMAR & PÁLMI
Hverfisgötu 16A, sími 21355
Laugaveg 70 - Sími 24910
angri morguninn eftir, kom
Mavis í heimsókn. Hún var bet-
ur klædd nú en daginn áður og
mikið máluð.
„Hvernig líður þér, Mavis? Ég
hitti vin þinn, þennan Tobruk
í gærkveldi.“
„Hann sagði mér frá því. Hann
sagði, að þú hefðir haldið, að
hann væri að elta þig.“
„Var hann ekki að því?“
„Við erum vinir þínir, Ralph.“
„Það fór lítið fyrir vináttu
þinni síðustu tvö árin, sem ég
sat inni. Þú heimsóttir mig aldr-
ei.“
„Bud vill, að þú hjálpir hon-
um við að finna aftur þessa
gimsteina.“
„Ég kæri mig ekkert um það.
Ég hef ekki verið frjáls nema
í tvo daga. Það er engu líkara
en þið viljið koma mér undir
lás og slá strax aftur.“
„Veiztu eitthvað um þessa
gimsteina?“
„Það virðast allir halda það.“
„Kom einhver leynilögreglu-
maður til þín?“
„Já, hann virðist fylgjast með
hverri hreyfingu minni. Og þessi
vinur þinn eltir mig hvert sem
ég fer. Hvað á þetta eigimlega
að þýða?“
„Við erum bara að reyna að
hjálpa þér.“
„Sér er nú hver hjálpin! f
fjögur ár hef ég setið bak við
lás og slá, Mavis, og hef beðið
eftir að losna úr prísundinni. Ég
bjóst ekki við að þurfa að sitja
inni í fjögur ár. En þegar hin
langþráða stund rennur loksins
upp, gerist þetta! Ég ætla ekki
að hjólpa þessum vini þínum að
græða svo mikið sem grænan
eyri.“
„Þá hefur hann líka rétt fyrir
sér. Það varst þú, sem stalst
gimsteinunum!“
„Ég hefði aldrei átt að hafa
samband við þig. Ég veit ein-
faldlega ekki, hvers vegna ég
gerði það. Sennilega af eintómri
forvitni.“
„Hann hefur rétt fyrir sér!
Hann er þá raunverulegur leyni-
lögreglumaður. Sjáðu til, ég
sagði honum frá bílfarminum af
ilmvatni, sem þú stalst. í marga
daga braut hann heilann um
það, hvers vegna í ósköpunum
þú hefðir gert það. Loks komst
hann að þeirri niðurstöðu, að
þú hlytir að hafa gert það til
þess að draga athyglina frá öðru
og stærra afbroti, sem þú hefðir
framið um leið. Hann fór á bóka-
safnið til þess að lesa blöðin frá
þessum tíma. Þá rakst hann
á frétt um þetta gimsteinarán
og morð. Þá mundi ég allt í
einu eftir því, að þú hafðir ver-
ið fjarverandi nóttina áður en
þú varst dæmdur, sjálfa jóla-
nóttina. Þú mgttir ekki fara úr
borginni, en samt gerðir þú það.
Ég var alveg hissa á því, að þú
skyldir koma aftur. Ég hélt, að
þú hefðir stungið af. En segðu
mér, Ralph: Hvar faldirðu þá?
„Farðu! Ég hef ekki hugmynd
um, hvað þú ert eiginlega að
tala um.“
„Við þurfum ekki að hafa
Bud með í þessu. Við getum
bara verið tvö, ég og þú eins og
áður.“
Það verður aldrei eins og áð-
ur, hugsaði Ralph og ásakaði
sjálfan sig fyrir að hafa komið
í þessa borg aftur.
„Ég er að fara, Mavis,“ sagði
hann.
„Einn?“
„Já, einn. Leynilögreglumenn
eru á hælum mér. Þú og þessi
Tobruk elta mig á röndum. Ég
er ekki óhultur hér.
„En það eru að koma jól,
Ralph."
„Það koma jól á hverju ári.“
„Er þá öllu lokið okkar í
milli?“
„Já, það er öllu lokið.“
Hann læsti töskunni sinni.
„Skilaðu kveðju til Tobruks.
Og sendu mér línu, ef ykkur
skyldi takast að finna gimstein-
ana!“
Hann greiddi fyrir hótelher-
bergið, gekk niður á strætis-
vagnastöðina og keypti sér far-
miða. Fáeinar snjóflyksur féllu
hægt til jarðar og dauf vetrar-
sólin gæðist í gegnum þunnar
skýjaslæður.
Hann keypti sér farmiða til
Kansas City, sem var eins langt
í suðri og hann hafði efni á að
fara. Hann ákvað að bíða eftir
vagninum. Leynilögreglumaður-
inn Fleming var hvergi sjáan-
legur og ekki heldur Mavis eða
vinur hennar.
Það voru tíu mínútur, þar til
vagninn mundi koma og aðrar
tíu mínútur, þangað til hann átti
að leggja af stað. Ralh tók að
rölta í hægðum sínum. Fyrr en
varði gekk hann götuna, sem lá
upp að kirkjunni. Enn var góð
stund til hádegis og kirkjan var
tóm. Hvergi var nein hreyfing
sjáanleg nema flökt ljóssins frá
altariskertunum.
Hann gekk hljóðlega niður
eftir hliðarstúkunni, stóð andar-
tak hreyfingarlaus fyrir framan
jötuna og hinar skrautlega mál-
uðu myndastyttur. Þessar
myndastyttur voru nokkuð stór-
ar, sumar næstum tvö fet á hæð.
Hann virti þær fyrir sér fullur
aðdáunar, eins og dýrlingur.
Fjögur ár voru mjög langur
tími, en hlutir eins og þessir
breyttust ekki. Hann teygði sig
eftir einum af vitringunum frá
Austurlöndum. Hann var næst-
um búinn að grípa utan um
hann, þegar hann heyrði rödd
Bud Tobruks fyrir aftan sig.
„Yertu kyrr, Ralph!“
„Ég átti von á þér, Tobruk. Er
Mavis með þér?“
„Hún er úti í bíl; gætir þess
að vélin sé í gangi þangað til
ég kem aftur.“
Tobruk var með byssu í hend-
inni, en hún var lítil og Ralph
L 0 X E N E
- og flasan fer
5L tb! VIKAN 39