Vikan


Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 5

Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 5
hafi verið í Hveragerði um tíma. Ég segi þeim, að við séum systra- börn, eins og við erum. Nú finnst mér einn þeirra fara að ærslast við mig. Við fljúg- umst á svolitla stund. Þá kyssir hann mig á kinnina. Að því loknu hættum við áflogunum. Þegar að því kemur, að þeir taka saman dót sitt og búa sig undir að fara, finnst mér einn þeirra rétta dóttur minni um- slag með peningum. Það voru 600 krónur- Síðan kemur einn þeirra til mín og réttir mér sam- anbrotið blað. Sá hét Guðmund- ur, en aldrei vissi ég, hvað hinir hétu. Ég fietti blaðinu sundur. Innan í því eru fjórir bláir vasa- klútar og 50 krónur í peningum! Mér finnst, að þetta eigi að vera greiðsla fyrir þjónustu við þá. Mér þykir þetta anzi lítið fyrir bæði mat og húsnæði. Ég leita betur í blaðinu, hvort ekki leyn- ist þar eitthvað fleira, en þá vaknaði ég. Hvernig er svo skriftin og hvað lesið þið úr henni? Ég vonast eftir ráðningu sem allra fyrst. Með beztu kveðjum- Ein ákaflega berdreymin. Þetta er athyglisverður draum- ur, en engan veginn auðráðinn. Við skulum samt reyna við hann, en þú skalt ekki taka ráðning- una of alvarlega: Maðurinn, sem þú ætlaðir að hýsa og fæða, táknar ósk, sem þig hefr lengi langað til að láta rætast. En aðstæður þínar hafa verið þannið í langan tíma, að þú hefur ekki átt þess kost með góðu móti. Samt gerir þú tilraun til þess. Þér er IJóst, að hún muni hafa erfiðleika í för með sér, en þeir erfiðleikar reynast þrisvar sinnum meiri en þú hugðir (Karl- mennirnir urðu allt í einu þrlr). Þú færir mikla fóm til að ósk þín rætist (Sagan um hlómin og garðyrkjumennina). Um tíma er útlit fyr>r, að allt ætli að fara vel (Áflogin og kossinn). En fóm þín var færð í eigingjörnum til- gangi -—- til þess eins að verða sjálfri þér til góðs. Slíkt er í rauninni alls engin fóm, heldur eintóm eigingimi- Sá tími kem- ur, að þú iðrast gerða þinna. Þeg- ar allt kemur til alls finnst þér þetta ævintýri varla hafa verið ómaksins vert (Greiðslan fyrir þjónustuna). Nafnið Guðmundur er góðs viti í draumi, og hlátt er litur jafnvægis og hugarhægðar. Þetta táknar það, að þú munir sætta þig við orðinn hlut og verða reynslunni ríkari eftir frum- hlaupið. MJÓI VEGURINN. Kæri Póstur! Við erum hér tveir ungir og frískir menn, sem leitum á náð- ir ykkar. Við höfum séð í Póst- inum, að þið reynið að ráða úr hverjum vanda. Við vonum, að þið getið hjálpað okkur. Við höfum báðir orðið fyrir því óláni að hrasa á mjóa veginum og þurfum að gjalda þess með frelsi okkar. Og þar af leiðandi sitjum við í hegningarhúsinu að Skólavörðustíg 9 hér í bæ- — En það sem okkur langar til að biðja þig um er það, hvort þið getið komið okkur í bréfasam- band við fólk á aldrinum 18— 30 ára í gegnum blað ykkar, án þess að nöfn okkar séu birt. Við erum báðir þeirrar skoðunar, að það gæti orðið okkur siðferðis- styrkur að komast í bréfasam- band við ungt, rétthugsandi fólk, ef einhverjir telja sér ekki mis- boðið að skrifast á við okkur. Og hver veit nema einhverjum takist að vísa okkur inn á mjóa veginn aftur með því að senda okkur línu. Áhugamál okkar er allt, sem er utan við múrinn. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Fyrir nokkru birtum við bréf frá fanga, sem óskaði eftir að komast í bréfasamband við fólk „utan við múrinn“ með hjálp Vikunnar. Við hirtum bréf hans og viðbrögð lesenda við því urðu snögg. Lengi á eftir streymdu bréfin til fangans, svo að liann hefur sennilega haft nóg að gera síðan. — Fyrst við hirtum bréfið frá honum, finnst okkur rétt að birta ofangreint bréf líka- Þeir sem vilja skrifast á við þessa ungu menn, sendi bréfin til Vikunnar og merki þau FANGARNIR TVEIR. Við mun- um sjá um að koma bréfunum til þeirra. * * JA, VID ERUM SAMMAIA „Hún er bceði fallegri og fullkomnari“ CENTRIFUGAL WASH MODEL 620 EINUM HNAPPI veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 (T) ÞVÆR, © ©Sfi © MARGSKOLAR, ©i HITAR, SÝÐUR, I ÞEYTIVINDUR AHAN ÞVOTI —Öll ffll- nnnq Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg f|Q[)f|||P ðflUfl þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður ljOllljUl f Qfirnlaflll ^ekur siúlf 'nn sérstakt skolefni II f ullUlullll ef þér óskið að nota það | indir m Tvívirk, afbragðs |(J þeytivinding j merkjaljós “8°"s festin ífl Þarf ekki að festast ||l niður með boltum Oflll hlœlonhúðuð að utan — fínslípað, Sérlega 1011011111 ullll ryðfrítt stál að innan auðveld iGlllJlliy : mmm fullkomnasta og fallegasta I UVllUlu vélin á markaðinum leið arvisir: SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK. Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 með nónari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmóla NAFDl ........................................................ HEIMILI ...................................................... TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavlk 52. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.