Vikan


Vikan - 28.12.1967, Síða 12

Vikan - 28.12.1967, Síða 12
André6 Indriöason .irfillfe, NVJAR HUOMPÍOTUR Póló og Erla á nýrrS hljómplöfu Fyrsta hljómplata hljóinsveitarinnar Póló frá Ak- ureyri hlaut mjög góðar viðtökur. Þegar ég heyrði þá plötu bjóst ég við, að lagið „Lási skó‘ yrði hvað vinsælast. en ég hef víst veðjað á vitlausan hest, því að nú hafa menn mátt hlýða á lagið „Glókollur“ í óskalagaþáttum útvarpsins mánuðum saman! Lög- in á þessari plötu voru annars nokkuð vel valin en slíkt er auðvitað mjög mikils um vert, ekki hvað sízt hjá hljómsveit, sem sendir frá sér plötu svo til öldungis óþekkt. En nú hafa Pólómenn haslað sér völl, og því var ekki nema eðlilegt að önnur hljóm- plata sigldi fljótlega í kjölfar hinnar fyrri. Hin nýja plata er betri hinni fyrri hvað söng snertir en síðri hvað lagaval áhrærir. Söngur Erlu Stefánsdóttur á þessari plötu er mjög áheyrilegur, og hún breiðir með söng sinum yfir ýmsar misfell- ur í undirleik. Textarnir, sem henni eru lagðir í munn eru því miður alltof gallaðir (hér er auðvit- að undanskilið ljóð Páls Ólafssonar við lagið „Ló- an er komin“), einkurn hvað snertir áherzlur, en oft virðist tilviljun ráða, hvort þær lenda á fyrsta, öðru eða þriðja atkvæði. Hvað hina efnislegu hlið textanna snertir. flokkast þeir undir það, sem nefna má sýróp. Suinum fellur sýróp vel f geð. Fráleitt verður hið fallega lag „Lóan er komin“ rismikið í flutningi Póló og Erlu. Því er nú líka svo farið með lög, sem lengi hafa lifað með þjóðinni, að þau þola hreinlega ekki frávik frá hefðbundn- um útfærslum nema eitthvað sérlega stórbrotið komi til. En því miður er slíku ekki til að dreifa hér, og lóan hans Páls Ólafssonar verður alltaf ann- ?.ð og meira en dægurlag. Lagið er álíka hafið yfir hið hversdagslega og enskur bauti er æðri íslenzku kindalæri með mélsósu og brúnuðum kartöflum. — Síðastliðið sumar heyrði ég bítlahljómsveit á Akur- eyri flytja vögguljóð eftir Brahms í bítlaútsetningu. Ég fékk gæsahúð! En sleppum nú öllu nöldri, því að platan á auð- vitað líka sínar góðu hliðar, þótt hér sé einkum vik- að að því, sem miður er. Lagið Brimhljóð er mjög skemmtilega útfært (að texta og trompetleik und- anskildum) og söngur Erlu á því lagi er með því betra sem heyrzt hefur frá íslenzkri dægurlagasöng- konu. Þessi hljómplata mun án efa seljast vel. Lofsverð- ur er dugnaður hljómsveitarinnar við að koma henni út á eigin snærum, og er vonandi að hér verði fram- hald á. Því að þrátt fyrir ýmsa galla, hafa lögin eitthvað við sig, sem fólki fellur vel í geð, eitthvað, sem ekki er auðvelt að skilgreina. Höfðum gefið uppalla von Þegar bandaríska hljómsveitin Box Tops lék lagið „The Letter“ á plötu, grunaði fáa, og allra sízt þá félagana sjálfa, að lagið ætti eftir að ná vinsældum. Hljómsveitin var til- lölulega nýstofnuð og þetta var fyrsta lagið, sem hún sendi frá sér. Það liðu margir mán- uðir frá því lagið var tekið upp, þar til það komst á vinsældalistann, og það var í raun- inni búið að leysa hljómsveitina upp, þegar Iagið tók að heyrast. Lagið komst í efsta sæti bandaríska vinsældalistans og varð einnig mjög vinsælt í Bretlandi. Að sjálfsögðu fór hljómsveitin þegar í stað á kreik aftur, þeg- ar svo var komið og nú er komin á markað- inn hæggeng hljómplata með Box Tops. — í byrjun næsta árs halda þeir til Bretlands, og ef að líkum lætur eiga þeir eftir að auka þar við vinsældir sínar að miklum mun. Keith West. Dýrasta platan Keitli West, sá er syngur lagið „Teenage Opera“, liefur nú sent frá sér aðra óvenjulega og skemmtilega plötu. Á annarri lilið plötunnar eru viðtöl við börn, en á hinni liliðinni lag, sem nefnist „Sam“, og enn sem fyrr eru barnakór og stór hljómsveit með í spil- inu. Sagt er, að hér sé á ferðinni dýr- asta tveggja laga plata, sem gerð hef- ur verið. Hljómsveitin telur 85 spilara og er útsetningin eftir þvi stórbrotin. Lagið er líka í lengra lagi — eða rúm- ar fimm minútur. Þessi plata hefur fengið mjög góðar viðtökur, enda gerð fyrir börn á öllum aldri! Keith West og stúlknakórinn sem syngur á plötum hans. 12 VIKAN 52-tM-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.