Vikan


Vikan - 28.12.1967, Síða 13

Vikan - 28.12.1967, Síða 13
Mick Jagger stjómaði upptöku á plötu RoIIinganna. Brian Jones ■—• í fangelsi. Ný hæggeng plafa fs*á RoKIingum Rollingarnir hafa hlið látið á sér kræla und- anfarna mánuði. Þeir hafa þó lýst því yfir, að þeir muni ekki leggja árar í bát, þótt einn þeirra, Brian Jones, dúsi nú í fangelsi og verði þar næstu niu mánuði. Eins og kunnugt er af fréttum, var Brian dæmdur fyrir að hafa talsvert magn eiturlyfja í fórum sínum; einnig fyrir að halda svallveizlur í íbúð sinni, þar sem eiturlyf voru um hönd höfð. Áður en Brian var hnepptur í fangelsi, höfðu Roll- ingarnir lokið upptöku nýrrar hæggengrar hljómplötu, sem nú mun vera komin á mark- að. Á plötunni eru níu lög, öll eftir Mick Jagger og Keilh Richard að einu undan- skildu, sem bassaleikarinn, Bill Wyman hef- ur samið. Rollingarnir segjast ekki hafa fengið neina utanaðkomandi hjálp við gerð laganna og innspilun þeirra, og Mick Jagger stjórnaði sjálfur plötuupptökunni. Flest lag- anna eru æði nýstárleg og eitt er fimmtán mínútur að lengd. Meðan á plötuupptökunni stóð, komu Bítlarnir tíðum í heimsókn að fylgjast með. „Þeir höfðu alltaf einhverjar afsakanir á reiðum höndum,“ segir Mick, — „eins og til dæmis: dyrnar voru opnar og við gengum bara inn — eða — við höfum aldrei verið viðstaddir plötuupptöku!" Ekki hefur enn af hálfu Rollinganna verið boðuð út- koma nýrrar tveggja laga plötu. Hlióðfærahúsiö i nýjjum húsakynnum Hljóðfærahús Reykjavíkur hf., opnaði verzl- un sína í nýjum húsakynnum við Laugaveg 96, föstudaginn 3 nóv. Skömmu áður en fyrri heimsstyrjöldin brauzt út kom dönsk kona til landsins mcð íslcnzkum manni sín- um Ólafi Friðrikssyni rithöfundi. Það var frú Anna Friðriksson. Frú Anna hafði mikinn áhuga á tónlist og réðst því í að stofna hljóð- færaverzlun, þótt ýmsum þætti bjartsýni að ætla sér að verzla með slíkar vörur eingöngu á þeim tíma. Þetta var seint á árinu 1916. — Er hljóðfærahúsiö því hálfrar aldar og lang- e.lzta verzlun sinnar tegundar hér á landi. Ár- ið 1926 tók Hljóðfærahús Reykjavíkur upp þá nýbreytni að efna til hljómleikahalds með innlendum og erlendum listamönnum og komu margir heimsþekktir listamenn hingað til lands á vegum fyrirtækisins. Kunnu bæj- arbúar vel að meta þetta starf. Á árinu 1932 færði fyrirtækið út kvíarn- ar og var á því ári stofnsett deild með leð- urvörur, og hefur hún verið rekin samhliða tónlistardeildinni síðan. Hljóðfærahús Reykjavíkur var um árabil langstærsti útgefandi landsins á nótum. Enn- fremur voru fyrstu islenzku liljómplöturnar gefnar út á vegum þess. Starfssvið Hljóð- færahúss Reykjavíkur er lieildsala og smá- sala með allar tónlistarvörur. Á löngum starfsferli hefur Hljóðfærahús Reykjavíkur tekið að sér umboð margra þekktra fyrirtækja. Sem dæmi má nefna The Pye Rccords Ltd. í Englandi og gítar- verksmiðjurnar frægu í Svíþjóð Levin og Hagström. Þá hefur fyrirtækið árum saman haft einkaumboð fyrir hið heimsþekkta Lingue- phone Institutc í Englandi sem gefur Út Lingueplionenámskeið á hljómplötum á 30 mesttöluðu tungumálum heims. Hefur notk- un þess við málanám aukizt geysilega hér á landi á liðnum árum. Innréttingar í hið nýja húsnæði verzlunar- innar eru teiknaðar af Gunnari Magnússyni húsgagnaarkitekt og smíði þeirra hefur ann- azt Smíðastofan Kr. Ragnarsson að Nýbýla- vegi 52, Kópavogi. Núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Árni Ragnarsson. 52. tbl. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.