Vikan - 28.12.1967, Page 15
tíð þína, finnst mér þú í senn standa nær mér og Þó svo miklu fjær.
Heldurðu, að við getum skilið hvor aðra?
— Það held ég, kæra Abigail. Ef þú vilt, getum við al'ltaf verið
vinkonur.
— Ég óska þess af öllu mínu hjarta. Angelique, þú veizt hvert för
okkar er heitið. Ef hjörtu okkar eru fyllri af hatri og illgirni en ást,
komumst við ekki af — við munum sundrast eins og brotið gler.
Hér var hún allt í einu að segja nákvæmlega það sama og Rescator
hafði sagt íyrir skemmstu: — Við erum aðeins menn og konur um
borð í sama skipi — með ást okkar, iðrun — og vonir.
— Hve einkennilegt það er, hélt Abigail áfram, lágt og þýðlega, -—
hve einkennilegt það er, að uppgötva allt í einu hvað lífið á mörg
svið. Það er eins og alít i einu hafi verið svipt frá augum mínum
hulu, og nú sé ég langt, fram í órafjarska. Einmitt þegar ég hafði
ímyndað mér, að allt væri fast og óumbreytanlegt. Það var það, sem
gerðist með mig í dag. Hve lengi, sem ég lifi, mun ég aldrei gleyma
þessum degi, ekki svo verulega vegna þeirrar hættu, sem við höfum
staðið andspænis, heldur allt eins vegna þess, sem ég hef uppgötvað.
..... Ef til vill varð ég að uppgötva þetta til að búa mig undir
það líf, sem við munum lifa handan við hafið .......... Við verðum
öll að hafa hamskipti ......ég trúi því í raun og veru, að sú stað-
reynd, að við neyddumst til að leggja í haf á þessu skipi — og ég
meina einmitt á þessu sTcipi, sé blessun fyrir okkur öll. Augu hennar
skinu og Angelique átti erfitt með að þekkja í henni hlédrægu, næst-
um mannfælnu ungu stúlkuna, sem hún hafði kynnzt i La Rochelle.
—- Vegna þess að maðurinn sem þú kallar útlaga, Angelique, getur
lesið leyndustu leyndarmál fólks í augum þess. Ég er viss um það. Hann
hefur vald til þess.
— Á Miðjarðarhafinu var hann kallaður töframaðurinn, hvislaði
Angelique.
Hún fann til næstum hlægilegrar ánægju, sem hún gat ekki gert sér
nánari grein fyrir, vegna vináttu Abigail. Þetta andartak var hlaðið
spennu og þrungið fyrirheitum. Hún hlustaði á öldurnar gjálfra við
kinnunginn. Hún fann til dáleiðslu af hreyfingum skipsins, og hún
hefði vel getað setið þarna alla nóttina með Abigail, trúað henni fyrir
fortíð sinni og talað við hana um Rescator, hefði hún ekki haft
áhyggjur af hvað hún ætti að taka til bragðs með Honorine.
— Og svo er Það Honorine, sem vill ekki fara að sofa, af því hún hef-
ur ekki dýrgripaskrínið sitt, andvarpaði hún og benti á litlu stúlkuna
sem stóð grafkyrr við hlið þeirra eins og dómari.
— Ó! Óttalegur klaufi gat ég verið. hrópaði Abigail og stökk á fæt-
ur. Nú var hún aftur eins og hún átti að sér. Hún Þaut þangað sem
föggur hennar stóðu og kom aftur með litinn trékassa, sem Martial
hafði skorið í, handa Honorine.
— Almáttugur! Abigail! hrópaði Angelique og skellti saman hönd-
unum. — Þú mundir meira að segja eftir þessu! Þú ert óviðjafnanleg!
Honorine, sjáðu! Hérna eru skeljarnar þínar!
Eftir þetta sýndist allt auðvelt. Honorine varð hamingjusöm að nýju
og hamingja hennar smitaði móðurina. Angelique leysti utan af þeim
fáu klæðaplöggum, sem hún hafði tekið með þeim: Pilsið hennar og
jakkinn myndu duga til að breiða yfir litlu stúlkuna. Hún lagði hana
til svefns við hlið sér og fannst að hún gæti með góðri samvizku sagt
að barnið skorti nú ekkert. Sjálf hafði hún endrum og eins sofið við
miklu erfiðari skilyrði í fangelsum. Henni var ekki hlýtt og svefninn
lét á sér standa. Hún velti sér á hliðina og reyndi að koma lagi á
hugsanarót sitt.
Og hvað mundi morgundagurinn bera í skauti sínu? Hún fann enn
hvar hendur Rescators höfðu haldið um úlnliði heiinar. Hún fann enn
til máttleysis við tilhugsunina og nú, vegna þess að henni var kalt
fannst henni minningin um hið stutta faðmlag hans langt frá þvi að
vera óviðkunnanlegt, en samt fylgdu því einhver óþægindi, því þegar hún
lagði hendui-nar á flauelsklædda bringu hans hafði hún fundið undir
flauelinu beinharðan skjöld, í staðinn fyrir lifandi karlmannsbringu.
Var það hringabrynja eða stálplata? Þetta var maður hættunnar, sem
sá dauðann liggja i leyna i hverju horni. Hjarta hans var i stálslíðrum,
en hafði maður eins og hann nokkurt hjarta?
— Myndi hún verða svo heimsk að verða ástfangin af þessum
manni? Og þar að auki var hún ekki fær um að verða ástfangin af
neinum lengur. Og hvað þá? Hann heillaði hana og dáleiddi með
einhverjum töframætti, rétt eins og — — Hver var það sem einu
sinni hafði vakið hjá henni svipaðar kenndir. Blöndu af aðdráttarafli
og tortryggni? Hver sem það var, var hann einnig sagður búa yfir
töframætti, að heilla til sfn konur með ....
Birta skein I augu hennar og blindaði hana.
■— Aha! Þarna eruð þér!
Stór, loðinn haus leit í áttina t,il hennar. Þetta var Nicholas Perrot,
maðurinn með loðhúfuna.
— Skipstjórinn sendi mig með þetta handa yður og hengirúm handa
litlunni.
„Þetta" var þykkt klæði, sem hægt var að nota annaðhvort sem
skikkju eða teppi; ríkmannlega útsaumað og mjúkt, af þeirri gerð-
inni sem hirðingjar á eyðimörkum Arabíu vefa, og i því lá enn þungur
ilmur austursins.
Með fimum fingrum hafði Nicholas Perrot bundið hengikojuna við
tvo rafta í loftinu og Angelique lyfi Honorine upp í hana, án Þess
að vekja hana.
— Það fer betur um hana þarna og er minni raki. En við getum
ekki búið svo Þægilega um alla. Við höfum ekki nægilegan útbúnað
um borð til þess. Við áttum sannarlega ekki von á svona vandmeð-
förnum farmi. En þegar við komum út á íshafið, látum við ykkur
hafa ofna.
•—■ Viljið þér færa herra mínum Rescator þakkir mínar.
Hann brosti til hennar og hvarf út f myrkrið á stóru selskinns-
stígvélunum sfnum.
Hér og þar guilu við hrotur. Eina luktin sem logaði á var sú sem
hékk yfir særða manninum, en jafnvel f kringum hann var allt kyrrt.
Angelique vafði utan um sig þykku teppinu. Þegar nýr dagur rynni
færi ekki hjá því að félagar hennar tækju eftir þessu sérstaka virð-
ingarmerki Rescators. Gat hann ekki sent henni ófélegri ábreiðu? Nei,
hann hafði gert þetta viljandi, Hann naut þess að koma fólki úr
jafnvægi, að vekja ur.drun þess eða afbrýðissemi, að örva frumstæð-
ustu kenndir þess. Þessi ábreiða var móðgun við allsleysi allra hinna.
En þegar nánar var á málin litið gat vel verið að önnur ábreiða hefði
ekki verið honum handbærari. Rescator hlóð I kring um sig dýrum
munum. Hann hafði talið það fyrir neðan sína virðingu að gefa
einhverja fábrotna gjöf. Mikilmennskan rann honum í æðum eins
og.......„hann ber ekki venjulegt sverð, aðeins bjúgsverð, en ég gæti
svarið að hann væri aðalsmaður .........“ Hvernig hann heilsaði kon-
unum fyrr um kvöldið, það var ekki hæðni, né heldur var það til-
gerð. Það virtist honum fullitomlega eðlilegt að heilsa fólki svo virðu-
lega. — Og ég hef aldrei séð fólk bera skikkjuna sína á sama hátt,
nema, __.........
Hugsanir hennar náðu ekki lengra og hún gat ekki komið þvi fyrir
sig við hvern hún átti að gera samjöfnuð um.
Einhversstaðar djúpt í hugskoti hennar var maður, sem minnti hana
á Rescator.
Hann minnir mig á einhvern sem ég þekkti einu sinni. Það er ef
til vill þessvegna sem hann kemur mér kunnuglega fyrir og ég haga
mér gagnvart honum eins og hann væri gamall vinur. Það hlýtur að
hafa verið maður af sömu gerð, því þegar ég segi að hann minni mig
á einhvern á ég aðeins við líkingu i fasi, ég hef aldrei séð andlit hans.
En það er eitthvað f kæruleysislegri framkomu hans og þvi hve eðli-
lega hann ræður yfir öllum, og skopast að þeim. Já, það er það sem
mér finnst svo kunnuglegt og nú minnist ég þess. Hinn maðurinn
var einnig með grimu .........
Hjarta hennar tók að slá örar. Fyrst sjóðhitnaði henni, svo setti
að henni hroll. Hún settist upp og lagði höndina að hjartastað, eins
og til að loka úti þennan óskiljanlega ótta, sem greip hana.
— Hann bar iðulega grimu ........ en þegar hann tók hana af sér,
Þá ......
Hún bældi niður óp, og allt í einu kom það.
Hún mundi það.
Þá tók hún að hlægja, hálf móðursýkislega.
— Já auðvitað. Það er rétt, nú man ég hvern hann minnir mig á.
Hann minnir mig á Joffrey de Peyrac, fyrsta eiginmann minn. Það
var það sem ég var að reyna að muna.
Henni var samt ekki rótt. Minningarnar komu þjótandi inn i huga
hennar, eins og marglitir flugeldar, sprungu og aðrir nýir komu i stað-
inn, líkt og ílugeldnrnir sem þeir skutu upp, nóttina i Candia.
— Hann er nauðalíkur honum! Joffrey notaði iðulega grímu, og
Rescator var konungur Miðjarðarhafsins. Setjum nú svo að það væri
hann!
Þung tilfinningaalda liafði næstum kæft hana. Henni fannst eins og
hjarta hennar myndi bresta og hún gaf frá sér langdregna gleðistunu.
— Hann ......... og ég hefði aldrei þekkt hann!
Svo allt í einu gat hún dregið andann á ný og fann í senn til léttis
og vonbrigða.
— Skelfing er ég heimsk! En sú hugmynd! Þetta er hlægilegt!
Fyrir augum sínum sá hún manninn sem gekk á móti ungri brúði
sinni, inni í hinu gullfagra Toulouse landslagi. Hún hafði næstum
gleymt þessu atviki. Jafnvel þótt liún gæti ekki rifjað upp fyrir sér
andlitið lengur, sá hún glöggt myndina af þykkum, svörtum hármakk-
anum, sem hafði gert hana svo undrandi, þegar hún komst að því að
þetta var ekki hárkolia. Og skýrar en allt annað sá hún haltrandi
göngulagið, sem hafði gert hana svo hrædda. Göngulag mannsins sem
kallaður var Halti djöfullinn i Langedoc.
— En barnaiegt! Hvernig gat mér dottið svona nokkuð í liug, þótt
e-kki væri nema andartak?
Þegar hún hugsaði sig um gerði hún sér ljóst að ýmís smáatriði hefðu
leitt hana á villigötur og kynt undir imyndunaraflinu. Hann hafði
eitraða og kuldalega kímnigáfu, en höfuð Rescators var eins og á
ránfugli, óvonjulegt höfuð, sem sýndist litið, þar sem það stóð upp
úr fyrirferðamiklnm, stífum, spönskum flibbanum. Hann hafði einnig
undarlegt en fótvisst göngulag og stirðar axlir .......
— Eiginmaður minn var haltur ........ Hann gat látið fólk gleyma
þessu líkamslýti, vegna þess hve laginn hann var að fela það. Kímni-
gáfa hans heillaði og laðaði. en það var ekkert illgirnislegt við hana,
eins og í kímni sjóræningjans.
Hún uppgötvaði að hún var rennvot af svita, eins og hún hefði
haft hita. Þegar hún dró silkiábreiðuna yfir sig strauk hún hana
hugsi. — Illgirnisiegt ..... Ég er ekki viss um að það sé rétt orð.
•Toffrey de Pevrac gæti vel hafa beitt kurteisi á svipaðan hátt, en
hvernig getur mér dottið í hug að bera saman þessa tvo menn!
Joffrey de Peyrac var göfugastur manna í Toulouse, hann var mikill
höfðingi, næstum konungur. Rescator er ekkert annað, þegar allt
kemur til alls, en ævintýramaður, sem lifir af ránum og ólöglegri
verzlun. þrátt fyrir að hann krefst þess af svo miklum hroka, að vera
ávarnaður virðulega. Hann myndi ýmist vera ótrúlega auðugur eða ör-
snauðari en betlari. ofsóttur, eins og friðlaus fugl. Þessir sjónræningj-
ar ímynda sér ævinlega að þeir geti haldið í auðæfi sín, en ekkert
er ótryegara, sérstaklega fyrir þeim. Þeir hafa ekki fyrr auðgast,
en þeir glata rikidæminu aftur.
Hún minntist d’Escrainville markgreifa, þar sem hann horfði á brenn-
andi skip sitt.
Til eru fjárhættuspik.rar, sem eru ekki slæmir að öðru leyti en
því að þeir eru hættulegir menn, þar sem mannslíf er í veði, þegar
beir varpa teningunum. Joffrey de Peyrac var hinsvegar mannvinur.
Hann hafði andstyggð á ofbeldi. Tilvera manna eins og Rescators bygg-
ist á dauða annarra. Hendur hans eru blóðstokknar ......... Hún hugs-
aði um Cantor og galeiðurnar, sem fallbyssur sjóræningjans höfðu
sent á hafsbotn. Með eigin augum hafði hún séð skip úr konungle'g-
um flota Frakklands hverfa i hringiðu með alla róðrarþrælana inn-
anborðs, meðan þrisigla Rescators sveimaði í kringum þau, eins og hræ-
fugl.
— Og samt er það einmitt þessi maður, sem ég laðast að .......... Ég
Iaðast að honum, ég get ekki neitað þvi.
Hún varð að gera sér staðreyndirnar ljósar. Hún bylti sér á timb-
urþilfarinu. Hún gat hreint ekki sofnað. Það var til þessa manns sem
hún haði snúið sér, þegar hún þarfnaðist hjálpar. Fuil trúnaðartrausts
Framhald á bls. 36
52. tbi. VIKAN 15