Vikan - 28.12.1967, Síða 18
HÆTTULEGT.. HÆTTULAUST.. HÆTTULEGT.. HÆTTULAUST
Einn daginn segja þeir, að reykingar séu banvænar, næsta, að hættu-
legt sé að hætta að reykja. Að pípur séu meinlausar, en svo að maðurfái
húðkrabba af þeim. Að síusígarettur séu öðrum hættuminni — eða verri
en allar hinar ....
HVERJUM
EIGUM VID AD
TRUA?
Lundúnaprófessorinn Richard Doll greiddi nýlega öllum
fyrrverandi reykingamönnum alvarlegt högg, með því að full-
yrða, að það væri tilgangslaust að hætta að reykja. Það drægi
ekkert úr hættunni á lungnakrabba. Allur sá fjöldi manna,
sem víða um heim hafa lagt á sig iikamiegar og andlegar kval-
ir, farið á frávanaklínikkur, fengið sprautur og étið pillur til
að losna undan oki Tóbakkusar, eru vægast sagt æfir út í Doll
þennan.
En hann er ekki sá eini, sem hefur látið okkur verða fyrir
áfalli hin síðari árin. Sérfræðingar á sviði læknisfræði og lík-
amsræktar hafa slegið um sig fullyrðingum og niðurstöðum
rannsókna, svo almenningur veit ekki lengur, hvaðan á hann
stendur veðrið.
Það er orðið langt síðan þetta byrjaði. En í ianúar 1964 hljóp
alvara í málið. Þá hnykkti heiminum við. Heilbrigðismálaráðu-
neyti Bandaríkjanna lét frá sér skýrslu um samhengið milli
lungnakrabba og tóbaksreykinga. Þessi skýrsla hafði það í för
með sér, að fjöldi manna hætti snarlega að reykja. Það var
sagt, að hættan á að látast á sóttarsæng ykist um 40% ef maður
reykti 10 sígarettur á dag. 10—19 síearettur juku áhættuna
upp í 70% og 20 eða fleiri upp í 90—120%!
Og við fengum að vita ýmislegt fleira. Reyksíur — filter —
eru gagnslausar, en pípur hreint skaðlausar. Og við máttum
reykja fimm vindla á dag án þess að skaðast.
Bandaríkjamenn brugðu við snöggt og lögðu í almenna her- j
ferð gegn reykingum. f Eastland í Texas gekk það meira að
segja svo langt, að íbúum staðarins var harðbannað að reykja
eða svo mikið sem bera sígarettur á sér. Viðurlög voru allt
að þriggja ára fangelsisvist.
Víða um heim var mikill áróður gegn reykingum rekinn í
blöðunum og í danska sjónvarpinu var farið með dáleiðslu-
þætti sem áttu að vera haldgóðir við reykingum.
En þá komu Bretar og sögðu, að ameríska rannsóknin væri
bara píp, og Danir voru einnig mjög tortryggnir. Að minnsta
kosti einn sænskur sérfræðingur hélt því fram, að ekki væri
hægt að leiða öruggari getur að sambandi milli reykinga og
krabbameins nú, en fyrir tíu árum.
En árangurinn af öllu þessu var sá, að víðast hvar var reykt
hálfu meira eftir en áður samkvæmt tóbakssöluskýrslum. —
Fyrsta áfallið gieymdist smátt og smátt þar til mál var til
komið að láta næsta höggið ríða.
í desember 1964 sagði danski prófessorinn Aoul Astrup, að
reykingar leiddu til breytinga á blóðinu, sem gætu haft skað-
vænlegar afleiðingar, og jafnframt stöðvaðist sýruframleiðsl-
an að nokkru. í janúar kom svo annar skellur frá USA: í ár
deyja 125 þúsund manns af völdum reykinga, var sagt. Nokkr-
um mánuðum seinna var þessi spátaka komin upp í 250 þúsund.
En svo sagði Tomas Kenedi á karólínska sjúkrahúsinu að
það væri örugglega lífshættulegt að hætta að reykja, og þá
var það ekki heldur vogandi. Hann hélt því fram, að reykinga-
hlé, svo sem til dæmis við sjúkrahússvist, gæti orsakað veik-
indi sem beinlínis yllu dauða.
Síðan var farið að ræða um það, hvers vegna hópur reyk-
ingamanna fær lungnakrabba, en ekki allir- Jú, svaraði hin
ameríska rannsókn, það gelur verið af líkamlegum orsökum.
Reykingamenn eru venjulega hærri og þreknari en þeir, er ekki
reykja, og krabbi eða ekki krabbi getur verið kominn undir
byggingarlagi líkamans. Þetta hljómaði óskiljanlega í eyrum
leikmanna og sem betur fór fordæmdu vísindamenn þessa
kenningu þegar í fæðingunni.
En hrollvekjurnar komu víða að. Rannsókn í Massachusetts
sýndi, að ef maður reykir 20 sígarettur á dag á maður þrisvar
sinnum fremur á hættu að fá kransæðastíflu en ef maður reyk-
ir alls ekkert.
Þar á móti kom doktor Bing frá Detroit og sagði, að hjarta-
æðarnar víkkuðu af reykingum og þær gerðu hjartsláttinn
þróttmeiri. Þá væri ekki fjarstæða að láta sér detta í hug, að
íþróttamenn ættu að spjara sig betur ef þeir drægju í sig
nokkra reyki áður en þeir leggja til keppni. Um þetta leyti
stefndi sígarettusala í USA upp á við að nýju meti, og fleiri
lönd fylgdu eftir.
En nú fór fyrir alvöru að kárna gamanið. Með stuttu milli-
bili komu þessar fullyrðingar:
18 VIKAN 52- tb»-