Vikan


Vikan - 28.12.1967, Page 20

Vikan - 28.12.1967, Page 20
TOMMY STEELE Tommy Steele hefur í'engið verðlaun sem „Stjarna framtíðarinnar“, frá amerískum kvikmyndahúsaeigendum. Þessi fyrrverandi „pop“ stjarna hefur nú leikið aðalhlutverkið í söngleiknum „Half a sixpence“ í London í mörg ár. Nú leikur hann í kvikmynd með Fred Astaire. Charlie Chaplin hefur sagt um Tommy Steele: „Ég held ekki að ég fái neinn arftaka, en ef það verður einhver, þá verður það Tommy Steele.“ Fólk trúir á Tommy, popkónginn sem féll í skugga Elvis Presley, en er nú álitinn stjarna framtíðarinnar. Tveir íslendingar á skemmti-innkaupaferð í London höfðu setið lengi á fundi með Black Guinnes og White Horse. Að því búnu ætluðu þeir heim á hót- elið og tóku einn af þessum tveggja hæða vögnum. Annar settist á neðri hæðina en hinn þaut upp stig- ann. Sá síðarnefndi kom að vörmu spori niður aftur, fölur á vangann. — Hvers vegna varstu ekki kyrr uppi? spurði hinn. — Það var bara alls ekki vogandi, svaraði sá síð- ari. — Það er enginn bílstjóri þar! HUN BERST FYRIR EFTIRLAUNUM Ekkja Benitos Mussolinis, ítalska einræðis- herrans, hefur krafizt eftirlauna af ítalska ríkinu. Þing landsins sker úr um málið inn- an skamms. Rachel Mussolini, sem orðin er 77 ára og hvíthærð, rekur lítið veitingahús í Carpena, nálægt Rimini. Sem kunnugt er, drápu skæruliðar Mussolini og ástkonu hans, Clöru Patacci, í apríl 1945. Frú Mussolini var í nokkrar vikur fangi Breta, en fljótlega létu þeir hana lausa. Hún sagði nýlega við enskan fréttaritara: „Fólk heldur að ég hafi falið peninga mína og gimsteina þegar fasisminn hrundi. En ríkið gerði allar eigur mínar upptækar. Vitt- orio sonur minn er orðinn milljónamæringur í Argentínu og Romano, yngsti sonur minn, er vinsælasti jassleikari Ítalíu, en þeir láta mig ekki hafa eyri. Enda er ég blásnauð." 1955 ákvað ítalska þingið að allar stríðs- ekkjur landsins skyldu fá eftirlaun, hvort sem menn þeirra hefðu barizt með Þjóðverj- um eða bandamönnum. Umsókn Rachelar var þá hins vegar vísað frá á þeim grundvelli, að ekki væri vitað hver staða manns hennar í hernum hefði verið. Hann titlaði sig „mar- skálk heimsveldisins“, en þeirri nafnbót hafði hann fundið upp á sjálfur. Rachel sagði: „Ég sagði þá við yfirvöldin að ef þau vildu ekki líta á mig sem mar- skálksekkju, gætu þau sem bezt úrskurðað mig liðþjálfaekkju. Benito var liðþjálfi í fyrri heimsstyrjöldinni — fyrir því eru til skriflegar sannanir." Verði hún úrskurðuð marskálksekkja, ætti hún nú að eiga nærri fimmtán milljónir króna inni hjá ítalska rík- inu. Hvað á einræðisherraekkja að fá í eftirlaun? Það vill Rachel, Mussolini gjarnan vita. ANITA LEKUR NIBUR Anita Ekberg er nú komin til London, með eiginmanni sínum Rock van Nutter. — Þau komu frá Sviss, öllum að óvörum. Anita á að leika í sjónvarpsþætti, og Nutter er með konu sinni til samlætis. Anita er grennri en áður, það hefur sýnilega borið árangur að hún fór á sultarkúr. „Hún lítur út eins og ís- jaki í hláku,“ segir einn af blaðaljósmynd- urunum í London. NÍP Chaplin Geraldina byrjaði stjörnuferil sinn sem dansmær. — Josephine, sem er næst í röðinni, byrjaði líka á dansi, en sneri sér svo að sönglist- inni. Sú síðasta, sem lagði út á listabrautina, er Viktoria, sem einnig hefur lagt fyrir sig klassisk- an ballett. Fyrir eldri systrunum var dansinn eins konar stökkbretti, en Viktoria virðist ganga upp í dans- listinni af lífi og sáþ og er henni spáð frama á þeiiTÍ braut. ☆ 20 VIKAN 52- tbI'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.