Vikan


Vikan - 28.12.1967, Page 21

Vikan - 28.12.1967, Page 21
Johnson og Walter E. Washington, blakkur borgarstjóri í blökkumannaborg. WASHINGTON STJÓRNAR WASHINGTON Washinglon er eina stórborg Bandaríkjanna, þar sem búa fleiri biakkir menn en hvítir. Þessvegna er ekki út í hött að borgarstjóri staðarins sé negri, enda er það nú svo. John- son forseti skipaði nýlega í embættið Walter Washington, fimmtíu og eins árs gamlan hús- næðismálasérfræðing. Washington er negri og sá fyrsti af sínum kynþætti í Bandaríkj- unum, sem slíka vegsemd hlýtur. Nýi borg- arstjórinn — hann hefur um hálfa aðra millj- ón króna í árslaun — mun hafa sér við hönd ráð níu manna, og verða í því fimm negrar og fjórir hvítir menn. Því hefur höfuðborg Bandaríkjanna ekki aðeins í fyrsta sinn blakkan borgarstjóra, heldur og blakkan meirihluta í borgarráði. Skipun Walters Washingtons þýðir ekki að hreyfingin Svart Vald (Black Power) nái völdum í borginni. Hann hefur til þessa ein- göngu helgað sig þjóðfélagsmálum, en ekki stjórnmálum. Baráttumönnum negra fyrir borgararéttindum hefur ekki þótt hann nógu duglegur að styðja málstað þeirra og jafnvel talið hann Tom frænda (Uncle Tom), en þessi söguhetja Harriet Beecher Stowe er nú orðin í augum blökkumanna tákn alls þess, sem þeim finnst svívirðilegast við kynþátt sinn. Þykir ekki ótrúlegt að Johnson hafi haft þetta í huga er hann skipaði Washington í embættið. Forsetinn bauð nýja borgarstjórann vel- kominn með þessum orðum: „Þér skuluð gera höfuðborgina að fyrirmyndarborg í augum allrar þjóðarinnar.“ Það verður enginn barnaleikur. Skýrslur sýna að Washington er mesta glæpaborg landsins. Fræðslumál negr- anna þar eru í ólestri og meirihluti þeirra býr í skuggahverfum. En Walter Washing- ton hefur þótt farsæll maður í starfi og er vanur að glíma við erfið þjóðfélagsvandamál. — Þetta var nú melri jarðarförin, sagði maðurinn við konuna sína. — Þaö var sungið og það var ein- lcikur á liin og þessi hljóðfæri og mcira að segja héldu gamlir kunningjar hins látna ræður yfir mold- um hans. Lofaðu mér því nú, elskan mín, að vcra ckki með svona prjál, þegar ég hrckk upp af. — Því skal ég lofa, væni minn, svaraði frúin. — En ég má þó, vænti ég, syngja svolitið sjálf, þcgar ég kem hcim cftir jarðarförina? STHTT PILS- MEB VIEBAUKA Þegar kennslumálaráðherra Frakklands gaf út fyrirskipun þess efnis, að skólastúlkur mættu ekki koma í skólann í þessum nýmóð- ins, örstuttu pilsum, lá við að stúlkumar gerðu uppreisn. „Eigum við að ganga til fara eins og eldgamlar kerlingar?“ spurðu þær. Þegar þetta gerðist þurfti franska stjómin að glíma við mörg torleyst vandamál eins og venjulega og sízt á erfiðleikana bætandi. Uppreisn í skólum landsins mundi verða kærkomið blaðaefni og tilei'ni hennar vekja athygli allrar þjóðarinnar. Franska ríkl»- stjórnin mátti því ekki til þcss hugsa að til slíks kæmi. En livað var hægt að gera í málinu? Ekki var hægt að láta undan og draga fyrirskipun kennslumálaráðherrans til baka? Þá barst óvænt hjálp, sem leysti málið á svipstundu. Fataframleiðandi fann upp á því snjallræði að setja á markaðinn viðauka, sem hægt var að setja neðan á stuttu pilsin. Viðaukinn var þannig útbúinn að festa má liann við kjól- faldinn mjög fljótlega og taka hann af á ör- skammri stundu. Nú geta stúlkurnar sem sagt komið í skól- ann í pilsum, sem hafa sómasamlega sídd. En strax og skólanum sleppir taka þær við- aukann af og spranga um götumar með pils- in uppi á miðjum lærum. Kennslumálaráðherrann andvarpaði fegin- samlega, og fatasalinn græðir á tá og fingri. ★ — Hvað hefurðu eiginlega gert við hárið á þér, manneskja? Það lítur út cins og hárkolla! — Það ER hárkolla! — Að hugsa sér! Það hefði mér aldrei dottið I hug! Þcssi japönsku hjón vöktu mikla athygli, þcgar þau komu tii London, á brúðkaupsferð. Það var aðaliega fyrirferðin á brúðgumanum. sem vakti athygli. Hann er japanskur meistari í fjölbragðaglímu, og vegur rúmlega 150 kiló. Brúðurin, scm sýnilega er hrifin af þessum stóra, stcrka manni, vegur aðeins 50 kíló. 52. tbí. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.