Vikan


Vikan - 28.12.1967, Síða 24

Vikan - 28.12.1967, Síða 24
— Lucille? Það vottaði tyrir fyrir- litningu í rödd Modesty. — Hún er Garvins höfuðverkur, ekki minn. Eg tók þátt í þessu með honum fram- an af, fyrir gamlan kunningsskap, en nú er hann orðinn of stór upp á sig. Ég skulda honum ekkert, ég skulda barninu ekkert. Karz horfði lengi á hana. — Farðu með hana burtu, Liebmann, sagði hann að lokum. — Komdu svo með Talo og Garvin. Saga Talos var stutt. Konan hafði — Svo þú fylgdir henni I nótt? — Það var tilviljun. Thamar er varðliðsforingi ( nótt og ég var að tefla við hann til klukkan tvö. Ég sá Blaise laumast framhjá fyrstu skálunum, þegar ég var á leið heim í minn skála, svo ég fylgdi henni eftir. — Haltu áfram. — Nú, hún fór inn í loftskeyta- stöðina. Ég sá hana fara og beið í hálfa mínútu, meðan ég velti því fyrir mér, hvað vekti fyrir henni. — Láttu Tvíburana vita, að þeirra verði þörf, sagði hann. Big Ben sló tíu. Það rigndi ( London þennan sumarmorgun. Tarrant sat andspænis ráðherran- um við stóra skrifborðið hans og reyndi að geta sér til um, hve mörg- um sinnum enn hann ætlaði að lesa þetta stutta skeyti. Ráðherrann var Roger Selby, ný- lega útnefndur ráðherra vegna EFTIR PETER O'DONNEL FRAMHALDS- SAGAN 22. HL.UTI komið inn í loftskeytastöðina, trufl- að hann með því að segja honum að það væri útleiðsla í kraftleiðsl- unni og slegið hann niður. Þegar hann rankaði við sér, voru Garvin og Blaise farin á slást. Tvisvar reyndi Willie að grípa fram í, með- an Talo sagði sögu sína, og tvisvar þaggaði Karz niður í honum með stuttaralegum fyrirskipunum. — Jæja, sagði Karz, þegar Talo hafði lokið sögu sinni. — Staðfestir þú þetta, Garvin? — Já! Og ég . . , — Hvernig stóð á þv(, að þú fylgdir Blaise þangað? — Láttu það þig engu skipta! Svitinn perlaði á andliti Willies. — Svo brutust orðin út úr honum, eins og óstöðvandi flaumur. — Bara barnið, það er allt, sem ég hugsa um! Þessi kvensnift lætur sig engu varða hvað verður um Lucille. Ég varaði Delgado við henni fyrir mörgum dögum. Ég sagði honum það! Það var allt í lagi með hana, þangað til hún tapaði þarna ( Beirut, nú og svo reyndum við að stela Watteaumálverkinu og það gekk allt á tréfótunum. Alla tíð s(ð- an hefur hún verið stórklikkuð. Þú hefur séð, hvernig hún hagar sér við mig. — Þegiðu. Karz varð að brýna röddina til að stöðva reiðilesturinn. Willie dró djúpt andann og strauk hendinni yfir svitastorkið andlitið. — Grunað þig, að hún væri Óheilbrigð? spurði Karz með sinni eðlilegu röddu. — Já. Ég meina, að ég vissi, að ef hún teldi sig hafa tök á að gera eitthvað, myndi hún engu skeyta um barnið, til að hrinda því í fram- kvæmd. Svo fór ég inn sjálfur. Talo lá endilangur á gólfinu og hún var að setjast fyrir framan varatækin. — Sendi hún ekkert skeyti? — Hún hafði ekki tækifæri til þess. Ég rauk beint á hana. Við vorum farin að slást þrjátíu sek- úndum eftir að ég kom inn í kof- ann. Og taktu eftir því! Ég stöðv- aði hana! Mundu það, ég stöðvaði hana! Annars væri þessi áætlun núna komin út um allar trissur. Og hvað svo um Lucille? Willie hallaði sér ofurlítið áfram. I svipnum var blanda af kvíða, áhyggjum og áskorun, þótt hann vissi, að svarið gat aðeins orðið á einn veg. Utan frá veggnum horfði Lieb- mann forvitnislega á Karz. Undir venjulegum kringumstæðum hefði Karz láíið drepa barnið, en málið var ekki svona einfalt lengur. — Blaise-Garvin félagsskapurinn hafði klofnað, og það svo um munaði, og Garvin hafði án efa bjargað allri fyrirætluninni. Á hinn bóginn hafði Karz tapað flokksforingja ( Modesty Blaies. Hann hafði tæpast efni á að tapa öðrum. — Það kemur ekkert fyrir barn- ið, sagði Karz eftir langa þögn. — En það er að sjálfsögðu undir því komið, Garvin, að þú haldir áfram að vera Heilbrigður. — Ég þykist hafa sannað það, sagði Willie Garvin hörkulega. — Og hvað um kvensniftina? — Hún mun sjá um þessa venju- legu skemmtun. Karz leit snöggt á Liebmann. — Hvaða tími er heppi- legur fyrir allar deildir á morgun? — 1400. Þá tefst dagskráin að- eins um hálftíma í mesta lagi. Karz reis á fætur og gekk út, pólitískra breytinga. Hann var fjörutfu og átta ára, deyfðarlegur í framkomu, en bjó yfir kaldri rök- vísi. í þinginu var hann harðskeytt- ur og fljótur að ákveða sig. Hann hafði hæfileika til að kryfja málin til mergjar og komast að ákveð- inni niðurstöðu, án þess að láta aukaatriðin hafa áhrif á sig. Þetta var hæfileiki sem Tarrant var venju- lega ánægður með, þótt endrum og eins leiddi hann til rangrar niður- stöðu. Það var nefnilega stundum, sem þessi erfiðu og flóknu smáatriði samanlögð voru meira virði en það sem virtist kjarni málsins og til þess þurfti mann með ríkt ímynd- unarafl, og ekki svo lítið innsæi, að meta allar aðstæður, þegar slíkt bar að. Tarrant leizt óefnilega á að ráð- herrann ætlaði að bregðast rétt við þessu. Selby lagði skeytið til hliðar. — Og þetta skeyti barst mörgum skip- um á Indlandshafi og Persaflóa í gærkvöldi? — Já, ráðherra. Ég fékk það í hendur klukkan átta í morgun. Ég sendi það hingað, svo þér gætuð séð bað um leið og þér kæmuð. — Hvernig skýrið þér það? — Fyrst, ef ég má gerast svo djarfur, hafið þér lesið skýrsluna, esm ég sendi ásamt skeytinu? Þar sem bakgrunnurinn er skýrður? Selby tók skýrsluna upp af skrif- borðinu og renndi augum yfir hana. — Já. Yður grunar, að frelsisher Kuwait sé annað og meira en skýjaborg Es-Sabahs Solons. Mála- liðar hafa horfið. Þér senduð tvo af starfsmönnum yðar. . . — Fyrirgefið, greip Tarrant fram 24 VIKAN 52- »i.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.