Vikan - 28.12.1967, Page 25
[. — En Modesty Blaise og Willie.
Garvin eru ekki starfsmenn okkar,
né neins annars.
Ráðherran leit á hann. — Engan
orðhengilshátt, Tarrant. Ég hef hitt
Modesty stuttlega við ákveðið
tækifæri og ég veit um þau tvö. Ég
hef lesið skýrslurnar um Gabriels-
málið.
— Ég held að það sé rétt að
undirstrika það, ráðherra. Þau eru
ekki okkar starfsfólk.
— Við höfum varla efni á þeim,
varnar, þegar kemur að árásinni —
sem hún dagsetur.
— Gerir hún það?
— Já. í frjálsu dulmáli. Númerið
á þessum ímyndaða undirliðsfor-
ingja er lykillinn.
Selby leit upp frá skeytinu. —
Burtséð frá því að S. Pepys gæti
verið Samuel Pepys, sá frægi dag-
bókarhöfundur og sjóhermaður í
þokkabót, sé ég enga merkingu [
þessu. Mér þykir leitt, ef ég opin-
bera í þessu heimsku mína. Það
myndi hann grípa til sinna kurteis-
legu undanbragða til að komast
hjá því að segja berum orðum, að
Tarrant væri að sóa tíma ráðherr-
ans.
— Það sem ég efast um, hélt
Selby áfram, er að Modesty Blaise
hefði getu til að meta hernaðarhlið
þessa máls. Ég [mynda mér, að það
verði ekki annað en nýtt Grfsaflóa-
mál, þegar allt kemur til alls, van-
mátta tilraun, sem hefur ekki stór-
kostlegar afleiðingar. Að sjálfsögðu
inn er kona, sem ekki er starfsmað-
ur okkar, og fortíð hennar gerir
áreiðanleik hennar afar vafasam-
an.
— Ég álít að nú gerið þér málið
of einfalt, ráðherra.
— Nei. Aðeins einfalt, Tarrant.
Selby brosti vingjarnlega. — Ég get
ekki sent her inn í Kuwait öðruvísi
en við séum beðnir um það. Ég get
ekki stofnað hinum fremur þunn-
skipaða her okkar í óreiðu með því
að gefa fyrirskipun um undirbúning
Við vorum farin að slást þrátíu sekúndum eftir að ég
kom inn í kofann. Og taktu eftir því! Eg stöðvaði hana!
Mundu það, ég stöðvaði hana!
sagði Selby þurrlega. — Engu að
síður fengust þau fúslega til að
láta, sem þau væru málaliðar, og
í fyllingu tímans hurfu þau.
— Já. Tarrant hafði ekki minnzt
á Fraser í skýrslunni né það sem
gerðist í Tangier. f fyrstu vissi hann
ekki hvaðan á hann stóð veðrið,
þegar Fraser hringdi, óhuggandi og
sagðist vera að vakna af deyfilyfja-
svefni og Modesty og Willie væru
horfin. En svo hafði Fraser hugs-
azt að gæta að, hvort Lucille væri
í skólanum. Þar af leiðandi hafði
René aðgætt, hvort það stæðist að
Modesty Blaise hefði flogið til
Frakklands með Lucille f læknis-
skoðun, og Vaubois komst að því,
að sagan var fölsk.
Frá þeim tíma hafði Tarrant ver-
ið miður sín af kvíða og óvissu. Nú
kom þetta dulmálsskeyti utan úr
loftinu og barst honum í hendur
gegnum Mercycorps.
— . . . þrjár vikur og ekki sézt
urmull af þeim, var ráðherrann að
segja. — Svo þú álítur, að þau hafi
ráðið sig á mála, gengið alla leið
og komizt að því, að tilgáta yðar
var rétt, og hafi nú sent þessi skila-
boð. Er það rétt?
— Að mínu viti.
— Gerið þá svo vel að þýða
þetta skeyti fyrir mig. Selby las það
upphátt.
— Uppskurðurinn, operation, er
leifturárás á Kuwait, sagði Tarrant.
Hún staðfestir sjúkdómsgreiningu
mína — eða hugmynd, — um það.
Svo minnist hún á mótlyf til að
koma í veg fyrir þetta, en það þýð-
ir augljóslega, að til þess að koma
í veg fyrir árásina á Kuwait, sé
nauðsynlegt að hafa mjög sterkan
liðsafla á staðnum og tilbúinn til
var þó ekki að heyra á röddinni
að honum þætti það leitt.
— Við urðum að velta þessu dá-
lítið fyrir okkur sjálfir, svaraði
Tarrant kurteislega. — Pepys minn-
ir á dagbók. Sömuleiðis dr. Lets.
Þeir eru meðal þekktustu dagbóka-
útgefenda f þessu la'ndi. Svo við
gengum út frá því, að Modesty
ætti við vasabók Lets og við tókum
að velta eintaki af henni fyrir okk-
ur. í henni er að finna nákvæm-
lega uppgefinn tíma sólarupprásar
og sólarlags á hverjum laugardegi
ársins. Það þarf aðeins að skipta
númerinu ( tvennt, 528625. Sólar-
upprás er klukkan 5.28 og sólarlag
klukkan 6.25, laugardaginn 11.
september, eftir röskar fimm vikur.
Ráðherrann lét brýr síga og lagði
skeytið til hliðar. — Það getur ver-
ið einhver dagurinn í þeirri viku,
sagði hann.
— Þau hefðu fundið einhverja
leið til að skýra frá því, ráðherra.
Modesty Blaise og Willie Garvin
eru mjög hugmyndarík, það get ég
fullvissað yður um.
— Og þér takið þetta alvarlega?
— Skilaboðin eru Ijós og undir-
skriftin tekur af allan vafa um að
Modesty Blaise sendi þau.
— Það svarar tæplega spurningu
minni.
— Þvert á móti, ráðherra. Tarr-
anf lét það eftir sér að láta bera á
óánægju í röddinni.
— Ég skil, sagði Selby. — Skeyt-
ið er frá Modesty Blaise og þess
vegna takið þér það alvarlega. —
Hann þagði lengi og bætti við: —
Kannske þér hafið rétt fyrir yður.
Hjartað sé í brjósti Tarrants. Af
hreimnum heyrði hann, að Selby
lagði ekki mikinn trúnað á það. Nú
mun ég mæla með því við forsætis-
ráðehrrann, að við látum herafla
okkar í Bahrein og Aden vera sér-
staklega á verði um það leyti, sem
þér tiltókuð. Ef eitthvað skyldi ger-
ast, getur Kuwait fengið aðstoð
okkar eins og það hefur fengið áð-
ur, þegar Iraksmenn hervæddust
meðfram landamærunum, eins og
þeir gerðu fyrir nokkrum árum.
— Mín tilgáta er, sagði Tarrant
hægt og gætilega, — að þessi árás
verði ekki vanmáttka, árangurslaus
tilraun. Það gæti vel komið til, að
Kuwait ynnist ekki ráðrúm til að
biðja um aðstoð okkar, og öllu yrði
herfræðilega séð lokið á nokkrum
klukkustudnum. Modesty Blaise
álítur það greinilega, og hún er
ekki vön að kippa sér upp við smá-
muni.
Selby hugsaði sig um eitt andar-
tak og svo hristi hann höfuðið. —
Ytri ábendingar myndu verða allt
of áberandi.
— Ég hef talað um hina fræði-
legu hlið þessa máls við Sperry
hershöfðingja, sagði Tarrant. —
Hann er í sama flokki og Liddell
Hart og Fuller sem herfræðingur, og
hann er sammála í því, að með
þeim samgöngutækjum og skotfær-
um, sem við ráðum yfir nú til dags,
geti vel þjálfaður og vel útbúinn
her lokið þessu af á tólf klukku-
stundum.
— Það kann að vera rétt hjá
honum, sagði Selby. — En mergur-
inn málsins er þessi, Tarrant: Allt
er þetta byggt upp kringum hug-
mynd, sem þér hafið fengið, og er
ósennileg, svo ekki sé meira sagt,
en nú er hún staðfest með þessu
dularfulla skeyti, sem við vitum
ekki hvaðan er sent, en sendand-
í þeim mæli, sem með þyrfti, ef til-
gáta yðar væri rétt. Þér vitið hve
fáliðaðir við erum.
— Ég veit, sagði Tarrant. — Og
þess vegna held ég, að við ættum
að gera Kuwait viðvart, sem gerir
lítið gott, ef eitthvað, en einnig
Bandaríkjunum, sem gæti gert
mjög gott.
— Þau myndu hlæja að okkur.
— Ég held ekki. Þau hafa miklu
gildari sjóði en við og þau hafa
efni á að eyða peningum, tíma og
mönnum, í að kanna ólíklega, en
skemmtilega möguleika. Ég óska
eftir leyfi yðar til að gera C.I.A.
viðvart, og mér er sama þótt hleg-
ið sé að mér.
— Ef til vill er yður sama, sagði
Selby kuldalega. — En ég er and-
vígur þv! að hlegið sé að stjórn
hennar hágöfgi.
Tarrant reis á fætur. Það var til-
gangslaust að ræða þetta frekar.
Roger Selby var slunginn stjórn-
málaskepna, full af sjálfstrausti.
Hann hafði sjálfur vegið og metið
áhættuna af því að láta til skarar
skrfða og láta ekki til skarar skríða
og hann hafði ákveðið sig. Fræði-
lega séð setti Selby landið fyrst,
flokkinn númer tvö og sjálfan sig
númer þrjú, en hann var þess full-
viss að við tveim fyrrnefndu aðil-
unum væri bezt þjónað með stöð-
ugum vegsauka hins þriðja. — Og
þess vegna hafði hann kjörið það,
sem hann áleit minni áhættuna.
Tarrant velti því fyrir sér, hvar
Modesty Blaise og Willie Garvin
væru þessa stundina og hvað þau
væru að gera, hvernig þau hefðu
komið skeytinu út og hvað komið
hefði fyrir barnið, Lucille. Hver sem
Framhald á bls. 44.
52. tbi. VTKAN 25