Vikan - 28.12.1967, Side 37
Husqvarxia
Hitaplata.
Rafmagnspanna.
Stroujárn HUSQVARNA ÞJÓNUSTA
GIINNAR ASGEIRSSON H. F.
Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200
gerðar hans, skapgerðar, sem var svo full af ímyndunarafli, sem sló
aðra út af laginu og naut þess um leið.
Hún hafði ekki kynnst sjálfri sér, fyrr en í þeirri áköfu baráttu, sem
lífið hafði neytt hana til að taka þátt í, baráttu, sem hún varð að
heyja ein.
Því hún myndi alltaf verða ein.
Þótt hún hefði tvívegis verið gift og þótt hún hefði fætt af sér
börn, hafði tilviljunin hagað þvi þannig að örlög hennar voru að vera
ein. Hún hafði verið ein til að stýra lifi sínu, og ákveða hvort hún
ætti að fara þetta eða hitt, og hún hafði verið ein af því að velja og
taka eina leið fram yfir aðra. Aldrei gæti hún hallað sér að öxl ein-
hvers með augun lokuð og hugsað: — Hverju máli skiptir þetta allt?
Þú stýrir mér, þvi ég er konan þín og þinn vilji er einnig minn vilji.
Einmanaleikinn hafði neytt hana til að taka ein allar ákvarðanir.
Og nú rann það upp fyrir henni að hún var þreytt á þvi, því slíkt
er óeðlilegt konum.
Þegar Angelique var hingað komin í hugsunum sínum brást hún hart
við. Hversvegna ætti hún allt í einu að finna til þreytu vegna örlaga
sinna, í nótt? Fram að þessu hafði ekkert gerzt til að sanna Það að
hún væri fædd til að vera auðmjúk.
Og myndi henni geðjast að því að láta ieiða sig núna? Þegar allt
kom til alls vissi hún mun betur en flestir karlmenn, hvernig hún
átti að sjá fótum sinum forráð. Ok hjónabandsins hefði verið henni
óþægileg byrði.
Maitre Berne myndi bráðlega biðja liana að giftast sér. Nú sem
stóð var hann særður og það gaf henni nokkurt forskot, en ef hann
eiskaði hana og bæði hana að giftast sér hverju myndi hún þá svara?
Henni fannst hvorttveggja óhugsandi að segja já eða nei, því henni
hraus nugur við þeirri tilhugsun að binda sig, en hún þarfnaðist einn-
ig vináttu hans og einnig að finna að hún væri elskuð.
— Þetta er okið, sem ég þrái, hugsaði hún. — Ok ástárinnar. En
er það til án fjötra?
Svo kipptist hún við. — Hvaða vitleysa! Ég hata ástina og vil
ekkert hafa með hana að gera.
Nú sýndist henni augljóst hvað um hana yrði. Hún yrði áfram ein.
Hún yrði áfram ekkja.
Þetta voru örlög hennar: Að vera ekkja, bundin sinni gömlu ást,
sem myndi fylgja henni til dánardægurs. Hún myndi lifa heiðarlegu
lífi. Hún myndi gera sína elskuðu Honorine hamingjusama og dá-
samlega. Þegar þau kæmu til Vestur-Indía yrðu þau svo önnum kaf-
in að skipuleggja sitt nýja líf, að henni ynnist ekki tími til að láta sér
leiðast. Hún ætlaði að vingast við alla, sérstaklega börnin, og með
þvi ætlaði hún að uppfylla sitt kvenmannshlutverk, sem er að gefa
og hlynna að verðandi lífi.
Og hvað Rescator snerti, gat hún nú ekki komizt hjá að reikna með
honum. Um hríð hafði henni heppnazt að ýta honum úr huga sér, en
nú var ímynd hans skýrari en nokkru sinni fyrr. Hann var of nærri
henni.
Um hríð hafði hún ímyndað sér að hann væri dáinn, en hann var
ekki dáinn. Tilvist hans hér um borð var of áþreifanleg fyrir Angelique,
til að hún gæti leitt hjá sér þá staðreynd að á vegi hennar myndu verða
margskonar átök og hættulegustu átökin sennilega við hána sjálfa.
Nú vissi hún, sem betur fór, hversvegna hjarta hennar og imynd-
unarafl höfðu verið gripin svona miklum fögnuði. Hægt og hægt hafði
hún laðazt að þessum sviksamiegu hillingum, vegna þess hve fas
hans og hegðun minnti á manninn, sem hún unni. Hún mundi ekki
láta það viðgangast að skipstjóri Gouldsboro gerði hana að leikfangi
sínu.
Svefninn var að koma að lokum. — Það er alls engin líking, sagði
hún við sjálfa sig, einu sinni enn, áður en hún sofnaði. — Nema.........
já, hvað er það? Næst þegar hún sæi Rescator ætlaði hún að virða
hann vandlega fyrir sér.
Þetta var ekki eingöngu henni að kenna, heldur einnig vegna þess-
arar likingar og vegna minninga hennar, að þrátt fyrir allt var hún
ofurlítið ástfangin af honum.
3. KAFLI
Næsta dag bað Maitre Gabriel Berne hennar.
Hann var með fullri meðvitund aftur og sýndist á góðum batavegi.
Þótt vinstri handleggurinn væri í fatla var hann til muna likari sjálf-
um sér, kinnarnar höfðu fengið sinn heilsusamlega lit og augun
voru róleg og stöðug, þar sem hann lá upp við koddann, sem Abigail
og Séverine höfðu búið til handa honum, úr moðinu frá geitunum og
kúnum. Um morguninn kom Márinn, sem þjónaði í einkaíbúð Rescators
með silfurpott handa særða manninum, fullan af angandi mat, flösku
af víni og tvo brauðsnúða, ásamt kveðjum húsbónda sins.
Þegar þessi hávaxni Arabi kom inn á milliþilfarið, datt allt í dúna-
logn. Hann virtist kunna því vel og brosti í allar áttir, svo skein í
hvítar tennurnar, sérstaklega hafði hann gaman af forvitni barn-
anna sem hrönnuðust að honum.
— I hvert skipti sem nýr maður af áhöfninni kemur hingað inn,
fæ ég okki betur séð, en hann sé fulltrúi nýs kynþáttar, sagði Maitre
Gabriel og starði þungbrýnn á eftir Máranum. — Það eru fleiri litir
á þessari áhöfn en búningi dansmeyjar.
—■ Við höfum ekki séð neina Asíumenn ennþá, en ég kom auga
á Indíána, sagði Martial æstur en spenntur. — Já, já, ég er viss um
að hann hlýtur að vera Indíáni, hann var klæddur eins og liinir sjó-
mennirnir en hann var með tvo tíkarspena, og skinnið á honum er
rautt eins og múrsteinn.
Angelique lagði mataráhöld við hliðina á særða manninum.
— Þú ert meðhöndlaður eins og mikilvægur gestur.
Kaupmaðurinn tautaði eitthvað í lágum hljóðum og þegar hann sá
að Angelique ætlaði að fara að mata hann, rauk hann næstum upp
úr öllu valdi. Framhald i næsta blaði.
ENNÞA
ERU
HINAR VELÞEKKTU
VERÐIÐ ER VÍÐA LÁGT
EN
HVERGI LÆGRA.
PILKI NGTON‘S
postulíns-veggflísar
A
GAMLA VERÐINU
0G VERÐA ÞAÐ.
Á:
* BÖÐ
* ELDHÚS
* 0G HVAR SEM ER
LITAVER
Grensósvegi 22 og 24, horni Miklubrautcir, símar 30280 & 32262
52. tbi. vikan 37