Vikan


Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 39

Vikan - 28.12.1967, Qupperneq 39
RekaviSur Framhald af bls. 17. — Drottinn minn dýri, verð ég að segia þér alla hluti? Betlaðu, eða steldu. Og reyndu að koma þér hingað aftur. Annars leita ég þig uppi og drep þigl Það er eins gott að þú vitir það! Klukkan var orðin ellefu, þegar Aino kom aftur. Hann verkjaði um allan líkamann, eftir höggin og spörkin, en sólin yljaði honum. Hann sparkaði glaðlega í smásteina og sandinn á leiðinni, hann var aftur í góðu skapi .... Það var stórfurðulegt hve vel honum hafði gengið, hugsaði hann. Allir höfðu verið honum góðir. Hann var með nægar matarbirgðir til tveggja dag í pokanum, sem hann bar á bakinu. — Baunir, hvæsti Tom, þegar Aino tók upp úr pokanum. — Ég er orðinn leiður á þessum helvítis baunum! Aino flýtti sér að taka meira upp úr pokanum, þar á meðal stóra dós af kjúklingum, sem voru tilbún- ir, það þurfti aðeins að hita þá upp. — Hvar stalstu þessu? spurði Tom. — Ég stal engu. Kaupmaðurinn gaf mér þetta. Þeir gleyptu matinn þegjandi. Svo geispaði Stóri Tom, velti sér á bakið og sofnaði. En Aino sat við eldinn og hugsaði, og nú voru það nýjar og djarflegar hugsanir, sem fylltu huga hans. Hann hafði aldrei vogað að hugsa svo djarflega. Fólk- ið hafði verið notalegt við hann í dag. Framvegis ætlaði hann að lifa betra lífi. Hann vissi ekki vel hve miklu betra en áður, en örugg- lega betra. Hann sat kyrr við eld- inn, bætti á hann, hélt honum við, bar til Tom vaknaði. — Ég hef verið að hugsa um nokkuð, sagði Aino glaðlega. — Jæja? Það var óvenjulegt að Aina léti í Ijós skoðanir sínar. Stóri Tom var ekki viss um að hann kærði sig um það að Aino færi að leggja sér til einhverjar skoðanir. — Manztu eftir kassanum, sem við fundum nálægt Stinson í gær? — Já, hvað er með hann? Þetta var bara kassi með barna- verkfærum. — Hefurðu nokkuð á móti þvl að ég opni kassann? — Nei, opnaðu hann bara. Stóri Tom ræskti sig og spýtti. — Ég reyndi f heilan klukkutíma að opna hann ( gær. Við eigum engan ham- ar, til að brjóta hann upp með . . . En ef þú getur opnað hann, þá máttu það, mfn vegna. Aino beygði sig ( keng og skröngl- aðist út í horn á hellinum, þar sem Tom hafði kastað flata kassanum, sem þeir fundu, daginn áður. Stóri Tom horfði hæðnislega á eftir hon- um. Kassinn var votur og þungur. Þegar Aino beygði sig eftir hon- um, glotti Stóri Tom. Handleggirnir á Aino voru mjóir sem spóafætur. En Tom til mikillar undrunar, lyfti Aino kassanum léttilega upp og bar hann fram að eldinum. Og hann varð alveg furðu lostinn, þegar Aino opnaði kassann, án þess að það virtist valda honum nokkurra erfiðleika. Hann virtist vita upp á hár, hvað veiku punktarnir í lok- inu voru. Stóri Tom virti Aino fyrir sér, og vinstra augað dróst í pung. — Nú, rumdi í honum. — Hvað er svo að finna? Leikfangabyssa? — Kassinn er fullur af peningum, sagði Aino. — Fullur af gamalli mynt og skartgripum. Fyrst í stað skildi Tom ekki hvað hann var að segja. Hann skoðaði peninginn við eldinn, beit í hann, og komst að því að hann var ósvik- inn. Hann skoðaði líka skartgripina, og var ekki lengi að fullvissa sig um að þeir voru líka ósviknir. Að lokum varð hann að viðurkenna sannleikann, að þeir Aino, tveir umrenningar, með frekar óljósa for- tíð, höfðu eignazt mikil auðæfi. — Hvaðan kemur þetta? sagði hann, og ýtti við Aino, með hamr- inum. — Hver veit, kannski frá Kína, Persíu eða Mu. Ofurlítið skásett aug- un í Aino horfðu dreymandi út í bláinn. — Það er bezt að við gröfum þetta niður. Annars getur einhver komið og tekið þetta frá okkur. — Það hefir enginn rétt til þess. Þessi fjársjóður tilheyrir okkur ein- um. Eitthvað í rödd litla mannsins fékk Stóra Tom til að andmæla honum ekki. Þeir höfðu fundið sjó- rekið góss, enginn hafði rétt til að taka það frá þeim. Seinna, þegar Stóri Tom Clegg var búinn að melta þetta með sér, kom hans sanna eðli ( Ijós, og í eðli sínu var hann þjófur. Auðvit- að hafði Aino líka stolið, en það var vegna þess að aðrir og sterk- ari menn höfðu manað hann til þess. Eðli Ainos var undirgefni, eðli Toms var að stela. — Já, þeir áttu fjársjóðinn. En hann gat auðveldlega afskrifað Aino. Aino var ekkert annað en núll. Sem sagt, hann átti fjársjóð- inn einn. Aion gat svo sem verið handhægur, það var staðreynd. Hann hafði þjónað Stóra Tom af undirgefni slðustu þrjú árin. Ef hann hugsaði sig um, var það Aino sem hafði fundið kassann. Aino hafði dregið hann upp úr sjónum, og haldið fast við það að koma kass- anum á land, þrátt fyrir brim og regn. En nú þurfti Stóri Tom ekkert á Aino að halda lengur. Þessi auð- æfi gátu fært honum margt annað en dygga þjóna, þá reyndar l(ka, ennþá betri en Aino. Ágirndin skein úr augum Toms, þegar hann þuklaði peninginn, Hellirinn varð að vera hinzti hvílu- staður Ainos. Enginn myndi sakna hans, eða skipta sér nokkuð af því hvað af honum yrði .... Það var komið kvöld. Fyrir utan hellinn gnauðaði hafið. Hellismunn- Ríkisútvarpið Reykjavík - Skúlagötu 4 - Sími 2-22-60 Auglýsingar, sími 2-22-74-5 Skrifstofutími: 9—12 og 13—17. Upplýsingar um skrifstofur og vinnustofur eru veittar í anddyri á neðstu hæð. Eftir lokun kl. 17 fást upplýsingar í dyrasímanum í fremsta anddyri og í síma 2-22-60 til ld. 23. Á neðstu hæð: Upplýsingar. — Innheimta afnotagjalda. Á fjórðu hæð: Fréttastofa- — Auglýsingar. Á fimmtu hæð: Útvarpsstjóri -— Útvarpsráð — Aðalskrifstofa — Dagskrár- skrifstofur — Aðaiféhirðir — Dagskrárgjaldkeri — Tón- listarsalur. Á sjöttu hæð: Hljóðritun. — Stúdíó — Tæknideild — Tónlistardeild — Leiklistardeild. Útvarpsauglýsingar ná til allra lands- manna og berast út á svipstundu. Mánudaga — föstudaga kl. 8—-18 laugardaga — 9—11 og 15.30—17.30 Sunnudaga og helgid- — 10—11 og 16.30—17.30 Athugið, að símstöðvar utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar veita útvarpsauglýsingum móttöku gegn staðgreiðslu. Út- varpað er til íslendinga erlendis venjulegri dagsskrá Ríkis- útvarpsins á stuttbylgju 24.47 m öll kvöld kl. 19.30 -21.00 ísl. tíma og sunnudaga kl. 12—14 ísl. tíma- 52. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.