Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 43
sagði Björn við mig: Satt að segja
var ég í nokkrum vafa hvort ég
ætti að taka þig. Ég var ekki viss
um hvort þú værir rétti maðurinn
til að ráða við þessa stórgerðu
hörkukarla heima. Og ég skil efa-
semdir hans vel: ég þessi litli patti,
rétt nýkominn af unglingsaldri, —
hvernig átti ég að standast saman-
burðinn við fyrirrennara minn Al-
bert Klahn, sem var nú síður en
svo neinn súkkulaðidrengur, heldur
Prússi í sjón og raun! En Mixa mælti
eindregið með mér og ég var ráð-
inn. Ég kom hingað í nóvember og
tók þá við stjórn Lúðrasveitarinnar
og lék jafnframt á trompet í sin-
fóníuhljómsveitinni.
— Hvernig leizt þér á landið við
fyrstu sýn?
— Það er auðvitað mjög ólíkt
Austurríki, landslagið og allt. Og
þegar ég steig í fyrsta sinn fæti á
íslenzka jörð, var kuldi og rigning,
svo að fyrstu kynni mín af landinu
voru dálítið ömurleg. Það er ekk-
ert kaldara hér á veturna en í
Austurríki nema síður sé, en kuld-
inn þar syðra er öðruvísi, þar er
oftast logn og maður getur klætt
hann af sér. En hérna er alltaf
vindur, enda er manni oft kalt, —
hversu kappklæddur sem maður er.
En hvað sem því leið, þá fór ég
fljótt að kunna vel við mig, og það
var fyrst og fremst fólkinu að
þakka. Það var frábært fólk, sem
ég bjó hjá fyrst, Guðjón Þórðarson,
þá formaður Lúðrasveitarinnar og
fjölskylda hans. Að vísu kunnum
við ekkert tungumál sameiginlega,
svo að við urðum fyrst að talast
við næstum eingöngu með puttun-
um, en þetta varð til þess að ég
komst fljótar niður í íslenzkunni en
ella hefði orðið. Enn betur gekk það
eftir að ég kynntist konunni minni,
Ástríði Eyjólfsdóttur, Ólafssonar,
sem lengi var fyrsti stýrimaður á
Anli Skallagrímssyni og mikill sjó-
garpur.
— Er ekki áberandi munur á tón-
listarkunnáttu íslendinga og Austur-
rfkismanna?
— Jú, munurinn sá er óneitan-
lega talsverður. í Austurríki er
mjög almennt að menn iðki fón-
list í frístundum heima fyrir,
Hausmusik er það kallað. Heimilis-
faðirinn leikur kannski á píanó,
frúin á fiðlu og krakkarnir á blokk-
flautu. En hinu er ekki heldur hægt
að neita, að íslendingar hafa mik-
inn og vaxandi áhuga á tónlist.
— Þú hefur verið með Lúðra-
sveitina síðan þú komst?
— Já, það hefur enginn haldið
það lengur út en ég, segir Páll og
kímir. — En mér hefur Ifkað prýði-
lega við strákana þar. En til að fá
meiri tilbreytni hef ég stundað
fleira, eins og sinfóníuhljómsveit-
ina og Karlakór Reykjavíkur, en
honum hef ég stjórnað sfðan f hitt-
eðfyrra. Svo hef ég kennt bömum
og unglingum í Vesturbæjarlúðra-
sveitinni, sem ég gat um áðan.
Þeir byrja hjá mér níu ára,
og alltaf er það einn og einn sem
heldur áfram. Þannig uppgötvast
nýir tónlistarmenn, sem við færum
kannski annars á mis við.
— Ertu ánægður með Lúðrasveit-
ina?
— Já, henni hefur farið mikið
fram. Ég treysti mér vel til að fara
með hana hvert á land sem væri f
tónleikaferð, að undangengnum
tveggja mánaða æfingum tvisvar til
þrisvar í viku.
— Hvað telurðu brýnast að gera
til framfara í tónlistarmálum hjá
okkur?
— Það þyrfti að auka kennslu í
nótnalestri og taktæfingum í barna-
og unglingaskólum og láta krakk-
ana fara oftar á tónléika og undir-
búa þá undir hverja tónleika. Ég
man eftir að ég hlustaði á Missa
Solemnis Beethovens, eitt mesta
kórverk sem til er, þegar ég var
tíu ára. Ég fékk að fara með pabba
mínum sem lék á kontrabassa í fíl-
harmóníusveitinni og hann „svindl-
aði" mér inn því það var löngu
uppselt. Ég stóð allan tímann á
meðan flutningurinn fór fram. Þetta
kvöld hugsaði ég sem svo, að það
hlyti að vera gaman að vera
hljómsveitarstjóri en erfitt líka, þvf
að loknum tónleikunum var stjórn-
andinn bullandi sveittur. Ég fór Ifka
oft með pabba mínum í óperuna og
fékk að sitja f einhverju horni f
hljómsveitargryfjunni, sem að vísu
var bannað fyrir óviðkomandi. En
þeir í „kjallaranum" voru allir mjög
góðir við mig. Þarna heyrði ég
flestar óperur Wagners, Verdis,
Puccinis og margra fleiri. — Það
þarf að koma tónlistinni meira til
almennings, koma rytma í þjóðina.
Þó er ég á móti því að þvinga fólk
til að hlusta á músik sem það hef-
ur ekki gaman af.
— Þú hefur samið allmikið af
tónverkum?
— Eg hef samið marsa fyrir
Lúðrasveitina og konsert fyrir blás-
ara og ásláttarhljóðfæri af tilefni
fertugsafmælis sveitarinnar. Þá hef
ég líka samið kammermúsík og
fleira. Þetta hefur verið min helzta
tómstundaiðja; þegar ég hef tfma
aflögu frá öðrum önnum, sezt ég
yfirleitt niður ti! að semja. En þetta
er ekki orðið mikið að vöxtum,
enda er ég á móti því að semja
mörg tónverk, maður á heldur að
reyna að vanda sem bezt til þess
sem gert er. Þvf miður er alltof
mikið skrifað af músík í heiminum,
lélegri músík. Það gera þetta marg-
ir af því að það virðist þykja fínt
að vera tónskáld.
— Hver eru þín uppáhaldstón-
skáld?
— Því er erfitt að svara. Auðvit-
að getur maður ekki annað en dáð
þessa gömlu meistara eins og t. d.
Mozart og Beethoven. En nútíminn
á líka margt til. Pólverjar eiga
mörg mjög skemmtileg nútfmatón-
skáld; tónlistin er í mikilli grósku
hjá þeim eins og öll list. Ég get
nefnt til dæmis nöfn eins og Luto-
slavsky, Penderecki, Gorecki og
Baird. Vestur-Þjóðverjar og Hol-
lendingar eiga Ifka góð tónskáld.
Austurríkismenn eru að vísu fram-
arlega í tónlistarmálum, en tradi-
sjónin lijá þeim á því sviði er svo
sterk, að hún er viss hindrun í vegi
framþróunar, leiðir af sér fullmikla
íhaldssemi. Þetta á líka við um
Breta.
— Hvað viltu segja um íslenzk
tónskáld?
— Yngri tónskáldin eru sum efni-
leg og kunna mikið; ég nefni þá
fyrsta Leif Þórarinsson og Þorkel
Sigurbjörnsson. Meðal þeirra eldri
eru líka til góðir menn, eins og
t. d. Jón Leifs, sem oft er frumleg-
ur og hressilegur og Karl O. Run-
ólfsson hefur samið t. d. ágæt söng-
lög. En eldri mönnunum hættir ann-
ars dálítið til að sitja fastir f held-
ur leiðinlegum Schubert-stælingum.
— Hvernig er starfsemi l.úðra-
sveitarinnar nú háttað í stórum
dráttum?
— Við höfum núna mánaðarlega
upptöku fyrir útvarpið. Svo erum
við að byrja konserta fyrir líknar-
félög, og verður hinn fyrsti hald-
inn til ágóða fyrir kvennadeild
Slysavarnafélagsins. Svo er trúlegt
að við komum fram í sjónvarpinu.
Sfðustu tónleikarnir hjá okkur voru
í júnf, á fjörutíu og fimm ára af-
mæli sveitarinnar, og voru þeir vel
sóttir. Ég er búinn að stjórna sveit-
inni í átján ár, eins og ég minntist
á áðan, og þótt ég hafi kunnað
starfinu ágætlega, þá er þetta orð-
inn nokkuð langur tfmi. Það væri
kannski rétt að hleypa nýju blóði
í starfið með því að láta einhvern
annan taka við. Við höfum í sveit-
inni nokkra kunnáttumenn sem
væru vel færir um þetta, til dæmis
landa minn, Hans Ploder, sem
leikur á fagott í sinfóníuhljómsveit-
inni, trommu í Lúðrasveitinni og
stjórnar þar að auki Lúðrasveit
Hafnarf jarðar. Við höfum þekkzt
frá því við urðum skólabræður í
Graz, ellefu ára.. Annars eru fleiri
ágætis tónlistarmenn ættaðir frá
Austurríki starfandi hér eins og
flestir vita, þeir H. Hriberschek, Jan
Moravek, J. Felsmann, Karl Billich.
52. tbi. VIKAN 43