Vikan


Vikan - 28.12.1967, Síða 48

Vikan - 28.12.1967, Síða 48
PHILIPS kæliskápar Höfum fyrirliggjandi 5 stærðir af hinum heims- þekktu PHILIPS kæliskáp- um. 137 L 4.9 cft. 170 L 6.1 cft. 200 L 7.2 cft. 275 L 9.8 cft. 305 L 10.9 cft. Afborgunarskilmálar. GjöriS svo vel aS líta inn. VIÐOÐINSTORG SI M I 1 0322 hárinu. Hann velti því fyrir sér hvort henni hefði heppnazt að fela einhvers staðar á sér annað kongó- vopn . . . en það sýndist harla til- gangslaust. Hún hefði getið fengið það vopn samkvæmt beiðni. Tvíburarnir hertu á sér. Það var næstum eins og þeir væru í kapp- hlaupi að ná til hennar. Þegar þeir voru sex fet frá henni, snaraði hún sér allt í einu til hliðar, með löng- um skrefum. Orstutta stund tókust Tvíburarnir á, því báðir reyndu að standa andspænis henni. Hún breytti um stefnu með snöggri, næstum svífandi hreyfingu og kast- aði sér síðan niður. Hún tók af sér fallið með höndunum og sparkaði með stígvéluðum fótunum. Chu var fljótur að hreyfa fæturnar, en ann- að sparkið lenti utanvert á hægra hné hans. I sama bili velti hún sér burtu með sömu hreyfingu, vel ut- an seilingar. Chu bölvaði og Lok hrækti út úr sér einhverju svari. Sparkið hafði ekki hitt af fullum krafti, en það hafði þjónað sínu hlutverki að gera hann veikari. Modesty hnitaði varkár hringa um Tvíburana. Þeir fóru nú gæti- legar og sneru bökum saman og biðu. Hún fór í kringum þá, þar til hún var aftur andspænis Chu og stökk þá allt í einu að honum. Vaxandi æsingsöskur reis upp úr hópi áhorfenda, þeir sáu þetta ekki í smáatriðum, hreyfingarnar voru svo snöggar. Modesty sló með hand- arjaðrinum og keyrði fram hina hendina með stífum fingrum; Chu bar af sér höggið og sló á móti. Hún átti engan möguleika að bera af sér högg járnhanzkans, hennar eini leikur var að vinda sér undan og bera af sér höggið með úlnlið eða framhandlegg. Þessi árás stóð aðeins fjórar sekúndur og af öllum þeim sem fylgdust með, var Willie Garvin ef til vill sá eini, sem hefði getað lýst því sem gerðist í smáatriðum. Svo gall við fagnaðaróp af vörum Chus og Modesty hörfaði í flýti, ofurlít- ið álút og hristi höfuðið til að jafna sig. Breið rák niður með andliti hennar öðrum megin, sýndi hvar hanzkinn hafði snortið hana. Lok sneri sér í ákafa og stóð nú við öxl bróður síns og saman gengu þeir hægt fram. Nú urðu átökin að eltingaleik. Tvisvar höfðu þeir næst- um króað hana af, frammi á brún- inni og tvisvar heppnaðist henni með áhlaupi og næstum heljar- stökki að komast undan. í næstum hvert einasta skipti réðist hún lágt að þeim og miðaði á fæturnar á þessu ferfætta skrímsli og notaði sína eigin fætur miklu meira en hendurnar. Handalögmál f bókstaflegri merkingu hefði verið óhugsandi fyrir hana með aðeins tvær hendur á móti fjórum. Hún var orðin móð og föt henn- ar rifin, en Tvíburarnir voru heldur ekki óskrámaðir. Báðir stungu ögn við og vinstra augað á Lok var hálflokað og blá kúla fyrir neðan það. — Hún lætur þá vinna fyrir sér núna, tíkin, sagði Brett spenntur. — Þeir hafa aldrei þurft svona langan tíma áður. Drottinn minn, hvað hún er snögg. Eins snögg og þeir, en hún er miklu harðhentari með hægri hendi en vinstri, sástu það? Willie Garvin svaraði ekki. Hann stóð með krosslagðar hendur, blúss- an hans var óhneppt frá hálsi og niður í mittið. Með hægri hendi hélt hann um annan hnífinn af tveimur, í axlabandaskeiðunum undir blússunni. Hann gaut augunum f áttina til Karz og mældi fjarlægðina. Ef til kastanna kæmi. Ef áætlunin mis- heppnaðist, ef Modesty dæi, vissi Willie hvað hann ætlaði að gera. Fyrri hnífæurinn myndi stingast í hálsinn á Karz og skerast í gegnum hádsslagæðina; sá næsti var ætlað- ur Hamit, aðeins fjögur skref í burtu. Hamit var með sjálfvirka riffilinn sinn, eins og ævinlega. Það voru fleiri menn, vopnaðir á mis- munandi hátt, rétt hjá. Með riffil Hamits í höndunum var Willie viss um að hann gæti þurrkað út alla fyrirliða Karz, áður en á honum sjálfum yrði unnið. Frelsisherinn væri þá Kkami án

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.