Vikan


Vikan - 15.02.1968, Qupperneq 12

Vikan - 15.02.1968, Qupperneq 12
r — Varaðu þig á honum, sögðu gömlu, grísku hjónin. - Hann er í ævintýraleit núna, og nýtur þess, en einn góðan veðurdag hverfur hann. Þá fer hann heim til Englands, kvænist einhverri snoturri stúlku. Hann er ekkert fyrir þig, Tanya! V______________________________________________________________________X Þau flugu ein til baka, eftir að hafa ferjað tvenn nýgift hjón út að kofaþyrpingunni við klettana ó Spiros. Tanya lá á heitu klefagólfinu og lék sér við Gyp, hund af óþekktu kyni, sem Roger Crane átti. Roger sönglaði Ijóðræna vísu, og sinnti stjórntækjum gömlu flugvélarinnar með hálflokuðum augum. Hann hætti að syngja og bölvaði í lág- um hljóðum, þegar vélin datt nið- ur um loftgat. — Hefði það ekki verið þeirra vegna, þá hefðum við getað verið á Spiros allan daginn, sagði Tan- ya ergileg. — Ég hefi ekki séð þær í fimm ár, sagði Roger. — Ekki síðan Matt- ie frænka reyndi að gera mig að góðum borgara, og Sheila fann það út að ég var ekki nógu ríkur til að verða eiginmaður hennar. — Það er helzt að heyra að þú hafir ekki sérlega mikinn áhuga á því að hitta þær, sagði hún glað- lega og reyndi að koma sér vel fyrir milli olíutunnanna og hunda- körfunnar. Hann yppti öxlum. — Skyldur við ættingiana. Mattie frænka er ætt- ingi minn og Sheila er næstum því ættingi, því að Mattie frænka hefir alltaf haft hana í dóttur stað. Frænka Rogers hafði sent honum skeyti frá Aþenu, þar sem hún sagði að þær væru á ferðalagi um grísku eyjarnar og myndu verða í Lyceus síðdegis á mánudag. Þar sem þær hefðu nýlega komizt að dvalarstað hans, vonaðist hún til að hann léti ekki hjá líða að vera á staðnum. Hann hafði lesið skeytið upphátt fyrir Tönyu, og hlegið hryssings- lega, þegar hann stakk því í vas- ann. En Tanya gat ekki hlegið. Þessar hátíðlegu setningar voru hættulegar, að hennar dómi. Lyceus sást nú, eins og depill í fiarska. Hún kraup niður á gólfið og horfði þangað milli sterklegra axlanna og hárlubbans á Roger. Brátt kæmi hún auga á hvíta gufu- skipið undan meginlandinu. — Við hefðum getað verið kyrr á Spiros, sagði hún aftur. — Já, allan daginn! Við hefðum getað synt, drukkið ouzo og étið okkur kútsödd af moussaka hjá H 12 VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.